Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Hafa enga útreikninga séð  Gildi ekki í hópi þeirra 20 lífeyrissjóða sem undirrituðu viljayfirlýsingu um nýjan Landspítala  Sendu sérstaka yfirlýsingu  „Miklar umbúðir um lítið innihald“ Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ höfum enga hugmynd um það,“ svarar Sigurður Bessason, varaformaður stjórnar Gildis – líf- eyrissjóðs, spurður um mögulega arðsemi lífeyrissjóðanna af fjár- mögnun nýs Landspítala. Gildi var ekki meðal þeirra 20 lífeyrissjóða sem undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu spítalans sl. miðvikudag. Gildi hefur þó lýst sig reiðubúinn að skoða málið áfram en leggur áherslu á að þátttaka sjóðsins er háð því að áhætta og arðsemi verði ásættanleg. Að mati forsvarsmanna sjóðsins er viljayfirlýsingin allt of löng, „um- búðir um lítið innihald“ eins og einn orðaði það, og réttara hefði verið að bíða þar til arðsemisútreikningar liggja fyrir og lánssamningurinn er tilbúinn til undirritunar. „Þetta var rætt á stjórnarfundi og mönnum fannst of miklar umbúðir felast í þessari stóru yfirlýsingu og miklu undirritunarathöfn,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, stjórnarformaður Gildis. „Við vildum ekki vera með á þessari yfirlýsingu en sendum sjálf- stæða yfirlýsingu um að við vildum vera með í undirbúningnum. Al- mennt eru menn með málinu en vilja horfa á innihaldið en ekki umbúðirn- ar,“ segir Vilhjálmur. Vildu skarpari framsetningu Sigurður segir málið stórt. Eðli- lega hafi því farið fram miklar um- ræður um það en mönnum fundist skorta skarpari framsetningu þann- ig að fyrir lægi hvaða störf verða til við þessa framkvæmd og einfaldlega þurfi að vinna málið lengra svo í ljós komi hvort arðsemin er ásættanleg fyrir lífeyrissjóðina. Að sögn hans eru skiptar skoðanir á þessu stóra verkefni sem Landspít- alabyggingin er. „Eðli málsins sam- kvæmt speglast það að hluta í þess- ari umræðu. Við ætlum að nálgast málið áfram á þeim forsendum að skoða það út frá arðsemissjóðarmiði og að þarna sé um atvinnuskapandi verkefni að ræða. Til þess munum við fyrst og fremst taka afstöðu.“ Í HNOTSKURN »Gildi er þriðji stærsti líf-eyrissjóður landsins. » Í yfirlýsingu hans segir aðein meginforsenda þessa verkefnis sé að störf sem verða til við undirbúning og framkvæmdir verði á vegum innlendra aðila og hafi áhrif á atvinnustigið hér á landi. »Ákvörðun um þátttöku ífjármögnun verði ekki tek- in fyrr en samkomulag hefur náðst. NÁTTÚRUSTOFA Vesturlands hefur varpað fram þeirri hugmynd að Ísland verði fyrsta umhverfisvottaða land heims og myndi það styrkja mjög laskaða ímynd landsins út á við en einnig efla sjálfbæra þróun. Í grein- argerð kemur fram að fjögur ár tæki að fá vottun fyrir öll sveitarfélög landsins hjá samtökunum EC3 Global sem hafa umsjón með Green Globe-vottunarkerfinu. Samtökin EC3 hafa þegar vottað aðila í meira en 50 þjóðlöndum. „Umhverfisvottun alþjóðlega viðurkennds vottunaraðila með þekktu umhverfismerki felur í sér ný og fjölbreytt tækifæri til landkynningar og markaðssetn- ingar, sér í lagi fyrir ferðaþjónustu og framleiðslugrein- ar,“ segir í greinargerðinni. Vottunin mun aðeins ná til starfs sveitarfélaganna sjálfra en ekki þess sem einkafyrirtæki eða ríkið fást við á umræddu svæði. Sumt af því sem tekið er inn í vott- unina byggist á mælingum á notkun allra íbúanna á auð- lindum eins og vatni og orku, einnig losun á úrgangi. Einnig getur talist til tekna að mikið sé af vottuðum fyr- irtækjum á svæðinu. Alþjóðaferðamálaráðið og Alþjóða- ferðamálasamtökin studdu á sínum tíma Green Globe- hugmyndina árið 1994 en stuðst er við ákveðin lágmarks- viðmið um sjálfbæra lífs- og starfshætti á umræddu svæði með vottun óháðra aðila. Úttekt þeirra er sögð tryggja eftirfylgni og traustar upplýsingar um frammi- stöðu þeirra sem eiga að sjá um að stöðlum sé fylgt, m.a. í tengslum við nýtingu náttúruauðlinda. Fram kemur að áætlaður kostnaður við Green Globe- vottun fyrir landið allt yrði um 79 milljónir króna og er lagt til að hann greiðist úr ríkissjóði. kjon@mbl.is Ísland verði fyrsta um- hverfisvottaða land heims 79 milljóna króna kostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði ENDAHNÚTUR var í vikunni bundinn á mála- ferli Íslendings fyrir svissneskum dómstólum vegna milljóna króna kreditkortareikn- ings eftir heim- sókn hans í rauða hverfið í Zürich. Í tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands kem- ur fram að maðurinn sem um ræðir er Pálmi Jónsson, fjármálastjóri KSÍ, sem staddur var í Zürich fyrir fimm árum. Sótti hann þá m.a. kampavíns- og strípiklúbbinn Moulin Rouge. Að sögn KSÍ varð hann fyrir þeirri ógæfu að svikið var af honum fé, bæði af persónulegu kreditkorti hans og af korti KSÍ. Svikin uppgötvuðust ekki fyrr en morguninn eftir þegar í ljós komu úttektir upp á 67.000 franka, um átta milljónir króna á núverandi gengi, þá um þrjár milljónir. Pálmi fór í kjölfarið í mál og nú í vikunni féll loks dómurinn. Eigandi Moulin Rouge var fundinn sekur um ýmis brot og þótti m.a. ljóst að brotið hefði verið á Pálma, en bótakröfu hans vegna meints okurs var eftir sem áður vísað frá. Sagði dómarinn m.a. að enginn ætti að furða sig á því, eftir freyðandi kampavínspartí, að reikningurinn hefði verið kryddaður. Í yfirlýsingu frá KSÍ segir að sam- bandið hafi ekki borið neinn fjárhags- legan skaða af málinu. Illa svikinn á næturklúbbi í Zürich Okrið fæst ekki bætt Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Grundarfjarð- arbær, Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur hlutu Green Globe-vottun í fyrra. Markmiðið er að efla umbætur með því að meta þróun á ýmsum svið- um, m. a. losun gróðurhúsalofttegunda, orkunýt- ingu, stjórnun ferskvatnsauðlinda, verndun vist- kerfa, stjórnun fráveitumála og geymslu og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu. Snæfellsnes ríður á vaðið Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SKJÓTT var brugðist við nóróveiru- sýkingunni á meðal starfsfólks hjá Nýja Kaupþingi, smituðum hefur meðal annars verið ráðlagt að vera einkennalausir heima í 48 klukku- stundir, mötuneytið hefur verið lok- að alla vikuna og bankinn sótt- hreinsaður hátt og lágt. Um 250 manns hafa smitast af nóróveirunni hjá Nýja Kaupþingi banka. Berghildur Erla Bernharðs- dóttir upplýsingafulltrúi segir að ráðleggingum sóttvarnalæknis hafi vandlega verið fylgt með góðum ár- angri. Mötuneytið hafi verið lokað alla vikuna og boðið upp á aðkeypt- an, innpakkaðan mat í staðinn. Þrif hafi verið aukin, sérstaklega á snyrt- ingum og sameiginlegum flötum eins og á hurðarhúnum. Vinnustaðurinn hafi verið sótthreinsaður með sér- stakri áherslu á eldhús, kaffistofur, vinnustöðvar, lyklaborð og síma. Síðast en ekki síst hafi verið lögð áhersla á að fólk héldi sig heima í tvo sólarhringa eftir að hafa losnað við einkennin. Margar smitleiðir Á vef Landlæknisembættisins kemur meðal annars fram að smit- leiðir geti verið margar. Veiran geti smitast við snertingu og eins borist í loftinu til fólks í nánasta umhverfi. Ennfremur með fæðu. Þar sem upp- köst og niðurgangur séu bráðsmit- andi er mikilvægt að hreinsa vel eft- ir sýkta einstaklinga, bent er á að einstaklingar með einkenni um nóróveirusýkingu skuli ekki elda eða framreiða mat fyrir aðra og áhersla lögð á að góður handþvottur sé ár- angursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Mikið álag Arthur Löve, yfirlæknir á rann- sóknastofu Landspítalans í veiru- fræði, segir að gríðarlega mikið álag hafi verið á deildinni eins og á öllum spítalanum. Á deildinni fer fram greining á öllum veirusjúkdómum og hefur álagið fylgt flensunni. Nóróveiran hefur einnig verið greind á stofunni. Arthur bendir á að greiningin kosti sitt og auk þess sé ástæðulaust að taka sýni úr öllum heldur sé nóg að staðfesta sýkingu í nokkrum einstaklingum. „Annað væri bara að kasta peningum út um gluggann,“ segir hann. Mjög mikið álag á rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði Nýja Kaupþing sótt- hreinsað Morgunblaðið/Kristinn Rannsókn Greining á öllum veirusjúkdómum fer fram á rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði. einfaldlega betri kostur © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðvegi 2-8 112 Reykjavík laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 kaffihús: lau. 10-17 sun. 12-17 mán. - fös. 11-18 Hjarta, ljós Ø13 cm 5.990,- Jól í ILVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.