Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Áhugaverðar bækur! holar@simnet.is Kafbátasagan Frá köfun í klukkum eða stömpum með öndunarlofti til kjarnorkukafbáta. Inn í söguna fléttast tvær heimsstyrjaldir með til- heyrandi mannfórnum, hernaðarlegri snilld og mistökum. Orrustan um Spán Spænska borgarastríðið. Herforingjarnir ætla að ná völdum á Spáni sama hvað það kostar. Eitt af meistaraverkum Antony Beevor. HRUN Berlínarmúrsins fyrir tuttugu árum hefur orðið mörgum tilefni til að rifja upp hvernig líf fólks var í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Eitt af því sem al- menningur notaði til að hefna fyrir ritskoðun og annað ófrelsi var að skiptast á bröndurum sem oft þóttu lýsa afburða vel raunveruleikanum á bak við fögur orð ráðamanna og fjölmiðla um sæluna í alræðinu austan járntjaldsins. Þessar gömu skopsögur sameina enn þá sem nú búa á þessum slóðum og oft er hægt að heim- færa, með smábreytingum, háðið upp á núverandi ráðamenn. ,,Anekdotí“ kölluðu Rússar sögur af þessu tagi á sínu tungumáli og stundum var gálgahúmorinn svart- ur. Austur-Þjóðverjar töluðu um „3-7 brandara“ og var þá vísað til þess að menn fengju þriggja ára fangelsi væru þeir staðnir að því að hlusta á sögur af þessu tagi, sem taldar voru grafa undan ríkinu, en sjö ár fyr- ir að segja þær.  „Hvers vegna ákváðu ráðamenn Sovétríkjanna að senda ekki menn til tunglsins? Þeir voru hræddir um að þeir myndu heimta pólitískt hæli.“  Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands, skip- ar ráðherra einum að rífa niður Berlínarmúrinn. Furðu lostinn ráðherrann spyr um ástæðuna. „Ég vil fá að vera alveg einn,“ svarar Honecker.“  Á níunda áratugnum töldu flestir A-Þjóðverjar að kommúnistaflokknum væri stýrt af elliærum og spillt- um embættismönnum. „Hvað er með 70 tennur og fjóra fætur? Krókódíll. Hvað er með fjórar tennur og 70 fætur? Miðstjórn Kommúnistaflokksins.“  Oft var gert gys að kennisetningum kommúnista. „Kapítalismi merkir að maður arðrænir annan mann. Kommúnismi merkir að þessu er algerlega snúið við.“  Og hvort var betra að vera í helvíti kommúnist- anna eða kapítalistanna? „Kommúnistanna, að sjálf- sögðu! þar er alltaf skortur á eldspýtum og eldiviði, ofnarnir eru alltaf bilaðir og djöfullinn og handlangarar hans alltaf uppteknir á flokksfundum.“ kjon@mbl.is Vel tenntur krókódíll og illa tennt miðstjórn flokksins Leynilegar háðsögur í kommúnistaríkjunum rifjaðar upp Neysla á kókaíni jókst enn Evrópuþjóðum tókst ekki að draga úr neyslu á kókaíni og her- óíni á síðasta ári, að því er fram kemur í árs- skýrslu sem Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfj- um og lyfjafíkn (EMCDDA) birti í gær. Kókaínneyslan jókst eða hélst óbreytt meðal fólks á aldrinum 15-34 ára á síðasta ári. Áætlað er að fjórar milljónir manna hafi þá neytt kók- aíns í löndum Evrópusambandsins og Noregi. Heróínneyslan hélst óbreytt og áætlað er að 1,2-1,5 milljónir manna hafi neytt heróíns á síðasta ári. Dauðsföllum, sem rakin eru til fíkni- efnaneyslu, fjölgaði í 13 af 18 löndum sem fjallað er um í skýrslunni. Flest dauðsfallanna voru af völdum heróíns. Neysla kannabisefna minnkaði hins vegar, einkum meðal unglinga á aldrinum 15-16 ára, að því er fram kemur í skýrslunni. Hald lagt á kókaín í Kólumbíu. Kannabisneysla minnkaði í Evrópu FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÁÐHERRA Evrópumála í frönsku ríkis- stjórninni, Pierre Lellouche, hefur gagnrýnt harðlega nýja Evrópustefnu breskra íhaldsmanna sem leiðtogi þeirra, David Cameron, kynnti í fyrradag. Ráðherrann sagði stefnuna „hörmu- lega“ og til marks um „sjálfhverfu“. Cameron staðfesti að ef hann yrði forsætisráð- herra eftir þingkosningar í Bretlandi á næsta ári myndi hann ekki standa við tveggja ára gamalt loforð sitt um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Hann sagði að óhjá- kvæmilegt væri að falla frá slíku þjóðaratkvæði nú þegar öll ESB-ríkin hafa fullgilt sáttmálann. Cameron hafnaði einnig þeirri hugmynd að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl Bret- lands og Evrópusambandsins til að styrkja stöðu breskra stjórnvalda í samningaviðræðum við ESB. Hann sagði að aðgerðir til að minnka fjár- lagahallann yrðu forgangsverkefni sitt og kvaðst vilja forðast hörð átök við Evrópusambandið. Æðsta valdið í höndum þingsins Cameron sagðist ætla að gefa sér fimm ár til að semja um að Bretar endurheimtu völd sem hafa verið færð til ESB. Hann boðaði sérstök „fullveldislög“ sem kvæðu skýrt á um að „æðsta valdið“ væri í höndum breska þingsins. Cameron sagði að Íhaldsflokkurinn myndi tryggja með lagabreytingum að allir sáttmálar, sem fælu í sér frekara valdaafsal til ESB, yrðu bornir undir þjóðaratkvæði í Bretlandi. Að sögn breskra dagblaða virðast flestir þing- menn Íhaldsflokksins vera sáttir við þessa stefnu Camerons þótt hann hafi ekki orðið við kröfum hörðustu andstæðinga Lissabon-sáttmálans. Tveir forystumanna Íhaldsflokksins á Evrópu- þinginu – Daniel Hannan og Roger Helmer – ákváðu þó að víkja úr forystusveit flokksins vegna málsins. Roger Helmer kvaðst hafa sagt af sér sem talsmaður flokksins í atvinnumálum á Evrópuþinginu vegna þess að nýja Evrópustefnan væri ruglingsleg og yfirborðskennd. Þótt Cameron segðist vilja forðast hörð átök við ESB gagnrýndi Pierre Lellouche stefnu breskra íhaldsmanna harkalega og sakaði þá um „afkára- lega sjálfhverfu“. „Þetta er hörmulegt. Það er mjög sorglegt að Bretland, sem er svo mikilvægt í Evrópu, skuli einangra sig með þessum hætti og hverfa af ratsjárkortinu,“ sagði hann. Þessi harkalegu viðbrögð komu á óvart þar sem Lellouche hefur verið „einn af helstu Bretavin- unum í frönsku stjórninni“, eins og The Guardian orðaði það. Ráðherrann sagði orð sín endurspegla viðhorf Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Willi- am Hague, talsmaður breskra íhaldsmanna í ut- anríkismálum, kvaðst þó ekki telja að gagnrýni Lellouche væri „dæmigerð fyrir viðbrögð stjórn- valda í París eða öðrum höfuðborgum Evrópu“. Lýst sem „afkáralegri sjálfhverfu“  Franskur ráðherra gagnrýnir harðlega nýja stefnu breskra íhaldsmanna í Evrópumálum  David Cameron kveðst vilja forðast átök við Evrópusambandið Reuters Ný stefna Cameron hyggst gefa sér fimm ár til að semja við ESB. Flestir þingmenn breska Íhaldsflokksins virð- ast vera sáttir við stefnu Camerons í Evrópu- málum en tveir talsmenn flokksins á Evrópu- þinginu sögðu þó af sér vegna deilunnar. MAHMOUD Abbas, forseti Palestínumanna, kvaðst í gær ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri í kosningum, sem ráðgerðar eru 24. janúar, vegna óánægju með afstöðu stjórnar Baracks Obama Banda- ríkjaforseta til landtökubyggða gyð- inga á Vesturbakkanum. Abbas skýrði framkvæmdastjórn Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) frá því að hann hefði ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri en stjórnin hafnaði strax ákvörðun hans. Talsmaður PLO sagði að flokkur Abbas, Fatah, styddi enn framboð hans í forsetakosningunum. Vill ekki í framboð KIRA, fimm daga gamall bavíani, fær hér pela í Rojev Rútsej-dýragarðinum í borginni Krasnojarsk í Síberíu. Móðir Kiru neitar að gefa henni brjóst og starfsmenn dýragarðsins þurfa því að gefa henni pelamjólk. Reuters FÆR PELA Í STAÐ BRJÓSTAMJÓLKUR FJÖLSKYLDU 59 ára Brasilíu- manns rak í rogastans á dögunum þegar hann birtist í eigin jarðarför. Fjölskyldan hafði talið að hann hefði dáið í bílslysi. Frænka og fjórir vinir múrarans Ademirs Jorge Goncalves höfðu ranglega borið kennsl á hann þegar lögreglan fékk þau til að skoða lík mannsins sem dó. Í ljós kom að mað- urinn hafði setið að drykkju með fé- lögum sínum og ekki frétt af útför sinni fyrr en hún hafði hafist. Lögreglan kvaðst hafa komist að réttu nafni mannsins sem dó. Mætti í eigin jarðarför
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.