Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Kristbjörg AnnaNikulásdóttir fæddist á Núpi í Öx- arfirði 21. ágúst 1918 og ólst þar upp. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 29. október síðastliðinn. Hún var dóttir Nikulásar Vigfús- sonar bónda á Núpi, f. 6.4. 1857, d. 29.11. 1946, og Sigrúnar Tryggvadóttur bónda, f. 13.12. 1890, d. 1.5. 1926. Kristbjörg Anna giftist árið 1939 Hermanni Þorvaldssyni, f. 10.1. 1916, d. 12.5. 1984. Foreldrar hans voru Ástríður Vigfúsdóttir og Þor- valdur Magnús Pálsson. Börn Kristbjargar Önnu og Hermanns syni, búsett á Þórshöfn, þau áttu þrjú börn; a) Tinna Kristbjörg, f. 15.11. 1975, í sambúð með Arnari Karli Magnússyni, þau eiga þrjú börn, Nikulás Daða, Mikael og Gabríel, b) Nikulás, f. 22.6. 1979, d. 21.7. 1996, og c) Henný Lind, f. 21.2. 1988, í sambúð með Aron Brimi Þorbergssyni. Kristbjörg Anna fór snemma að heiman, 15 ára, og var þá um vet- urinn hjá Jóni Árnasyni lækni og Valgerði Sveinsdóttur í Ási. Krist- björg Anna fór þaðan til Akureyr- ar og nam saumaskap hjá Að- alheiði Halldórsdóttur saumakonu í tvo vetur. Var síðan einn vetur hjá Sigríði Ingvarsdóttur mynda- smið og Þórarni Stefánssyni á Húsavík. Flutti þaðan til Þórs- hafnar 1938 og hóf búskap 1939. Auk húsmóðurstarfa vann hún hjá Þórshafnarhreppi í 27 ár, hjá Heilsugæslustöð Þórshafnar í 20 ár, hjá Pósti og Síma í níu ár auk vinnu hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Útför Kristbjargar Önnu fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag, 6. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14. eru: 1) Hugrún Selma, f. 3.1. 1940, gift Friðriki Björns- syni, búsett á Rauf- arhöfn, þau eiga fjög- ur börn: a) Anna, f. 6.5. 1964, í sambúð með Sverri Valssyni, börn þeirra eru Hug- rún Hildur og Friðrik Valur, b) Björn, f. 9.10. 1965, kvæntur Svövu Dögg Gunn- arsdóttur, börn þeirra eru Friðrik, Brimir, Burkni og Dagný Rós, c) Hermann, f. 3.2. 1967, og d) Þorvaldur Freyr, f. 15.7. 1979, í sambúð með Jóhönnu Ástu. 2) Jón, f. 24.11. 1940, d. 20.12. 1999, var kvæntur Gunnhildi Heiðu Axelsdóttur. 3) Ásta Helen, f. 4.4. 1955, gift Halldóri Halldórs- Elsku amma, nú ertu horfin á braut yfir móðuna miklu. Síðustu daga hef ég verið að rifja upp minn- ingarnar sem við eigum og þær eru nú svo margar að ég gæti skrifað endalaust um hvað það var oft gam- an hjá okkur og hvað þú kenndir mér margt. Myndin sem kemur í huga mér þegar ég hugsa um þig er hvað þú varst alltaf fín og sæt, glæsileg kona. Sé þig standa á lóðinni fyrir framan húsið og veifa mér þegar ég er lítil stelpa að hoppa yfir litla „lækinn“ á leiðinni heim frá þér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og spjalla, fá mér einn eða tvo mola úr skápnum, setjast í stólinn hans afa og hlusta á sögurnar sem þú sagði mér af þér þegar þú var lítil stelpa í sveitinni þinni á Núpi. Þegar ég var lítil þá kom ég oft til þín og borðaði í hádeginu þegar ég var í skólanum og þá fannst mér allra best að fá ömmu-hafragraut sem er besti hafragrautur í heimi, enginn grautur eins góður og hjá henni ömmu. Ég kom síðan oft eftir skólann og las yfir ljóð sem ég átti að læra og lét þig hjálpa mér við að muna þau. Ég skottaðist oft í búðina fyrir þig og þegar ég kom til baka úr henni varst þú oft búin að hræra í lummur sem ég fékk síðan að hjálpa til við að steikja og borðaði þær með bestu lyst. Þú varst alltaf svo flink í hönd- unum, varst svo dugleg að prjóna sokka og vettlinga á mig. Það má með sanni segja að það verður skrýtið að koma austur og geta ekki kíkt á þig og knúsað. En nú ertu komin innan um aðra farna ást- vini og þeir hafa tekið vel á móti þér. Svo nú kveð ég þig í síðasta sinn, en ég hugsa enn mikið til þín og tímans sem ég naut að eyða með þér. Hví ég græt og burt er æskan bjarta bernsku minnar dáin sérhver rós. Það er sárt í sínu unga hjarta að sjá hve slokkna öll þín skærstu ljós. Ó, hve fegin vildi ég verða aftur vorsins barn og hérna leika mér. Nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur þunga sorg á herðum mér ég ber. Hvað þá gráta gamla æsku drauma, gamla drauma bara ór og tár. Láttu þrekið þrífa stýristauma. Það er hægt að kljúfa lífsins ár. Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakni ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri betri? Feld’ei tár en glöð og hugrökk vert. Þú átt gott þú þekkir ekki sárin, þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull en gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim er þrekið brýnt og kraftur þögul höfuð féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. (Guðmundur Guðmundsson.) Guð geymi þig. Þín Henný Lind. Elsku besta amma mín, hugurinn reikar, minningar og minningabrot þeytast fram enda þú samofin lífi mínu frá því ég man eftir mér. Amma mín, aðalkonan og áhrifavald- urinn. Þú hafðir í þér alla þætti hinn- ar íslensku valkyrju, stóðst bein í báða fætur sama hvað gerðist, haf- sjór af fróðleik og hafðir lifað tímana tvenna. Mörg myndbrot koma upp í hug- ann þegar ég hugsa um hvað ég var heppin að eiga þig fyrir ömmu … við tvær í gamla húsinu þínu, ég óþol- inmóð og eirðarlaus yfir stafsetning- aræfingum og skriftarbók, amma með lausnina; lítil skref og verðlaun fyrir að klára; amma námsráðgjafi og kennari. Aftur við tvær í gamla húsinu, kandís og heimagerðar kara- mellur, sögur af því þegar þú varst lítil stelpa í sveitinni þinni, af geit- höfrum, álfum og huldufólki, sorg og gleði, skólagöngunni þinni, hversu gaman þér fannst að læra. Ef þú værir ung í dag værirðu kannski ei- lífðarstúdent eins og ég – en þú varst ung á öðrum tíma þegar stelpur fóru ekki bara í skóla og lærðu það sem þeim sýndist; amma sögumaður og lífsspekingur. Ég orðin eldri en amma alltaf jafn ungleg og hress, amma að baka smákökur og ég skrifa á jólakortin fyrir hana, við amma að skoða Freemans og Kays og spá í tískuna, þar var amma á heimavelli, lærð saumakona og handavinnusnillingur; með mikinn áhuga á fötum og smartheitum, hafði klassískan og konunglegan stíl, alltaf glæsileg; amma stílisti og glæsikona. Ég orðin enn eldri, amma flutt í Bakkaveginn, margar langar spjall- stundir þar sem við stældum um alls konar málefni, amma hafði gaman af því að máta alls konar skoðanir og viðhorf, ögra hugarheimi ungrar konu, okkar sérstaka stund að stæla, ég og amma; amma áhrifavaldur. Amma í heimsókn hjá mér í Reykja- vík, strákarnir mínir á leikskólanum og við tökum góðan tíma í að punta okkur og velja föt áður en við förum á rúntinn og í Kringluna, endum svo verslunarferðina í pylsu með rækju- salati á bensínstöð; amma heims- borgari. Mörg löng símtöl meðan ég bjó í Reykjavík, amma alltaf áhuga- söm um nám og störf, við sáumst of sjaldan í seinni tíð en ég veit að mamma hugsaði vel um þig. Hugur- inn leitaði oft til ömmu, hvað ætli ömmu fyndist, hvað segði amma … endalausar minningar, ég passa þær vel. Ég vildi hafa ömmu alltaf, mig langaði ekki að heyra að þú værir ekki að hressast og í eigingirni minni er ég döpur yfir því að geta ekki komið í heimsókn til þín lengur. En ég veit að þú varst orðin þreytt og það eru margir hinum megin sem bíða með opinn faðminn. Eftir situr að ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar, visku og góðvildar, ég er betri mann- eskja fyrir vikið. Vonandi verð ég eins frábær amma og þú, ég sann- arlega hafði fyrirmyndina. Það mun ekki snjóa í sporin þín þar, amma mín. Oft ég hugsa aftur til þín, um allar þær góðu stundir. Í hjarta mér lifir þú, amma mín, sem sú eina sem ætíð mig skildir, í sorg og í gleði, þú hughreystir mig og hvattir mig ávallt með góðu. En nú kveð ég þig, amma, í síðasta sinn, sem ert handan móðunnar miklu. (Arnar Karl) Ömmustelpan þín, Tinna. Kristbjörg Anna Nikulásdóttir ekki að fegra því hann stóð fyrir alla þá mannkosti sem eftirsóknar- verðastir eru. Á vordögum 1999 skildu leiðir. Ný stjórn tók við Skólafélaginu og flest okkar brautskráðumst frá skólanum norðlenska. Sá sterki vin- áttuþráður sem spunnin var þennan vetur slitnaði þó ekki. Það er þann- ig með sanna vináttu að á henni vinnur tímans þungi straumur ekki. En nú er skarð fyrir skildi og í hjarta okkar lifir minningin um öð- linginn sem við bárum gæfu til að fá að fylgja um stund. Við vottum fjölskyldu Þormóðs og vinum öllum okkar dýpstu sam- úð. Guðfinnur og Harpa Elín eru búsett erlendis og geta því ekki fylgt Þormóði til grafar í dag, þau biðja fyrir sérstaka kveðju og kveikja á kerti í minningu vinar í Chile og Þýskalandi. Megi minning- in um góðan dreng vera leiðar- stjarna sem vísar veginn áfram í anda þess sem öll vor ráð hefur í hendi sér. Guðfinnur Sigurvinsson, Jón Fannar Kolbeinsson, Þóra Pétursdóttir, Inga Guðrún Kristjánsdóttir, Harpa Elín Haraldsdóttir og Hákon Þorsteinsson. Það hafa verið erfiðir dagar frá því ég fékk þær fréttir að þú, elsku Móði, værir á leiðinni frá okkur. Ég bjóst einhvernveginn við því að þú myndir vakna og ná þér, kannski þurfa einhverskonar endurhæfingu sem þú færir létt með, með þolin- mæði þína að vopni. Eftir að þú fórst upp á spítalann hefur hugur minn verið hjá þér, Erlu og stelpunum. Ég hef verið að rifja upp allar þær stundir sem við áttum saman. Samtölin á undan- förnum árum urðu mörg og mér finnst ég vera svo rík að hafa kynnst þér og orðið vinur þinn. Í einfeldni minni leit ég svo á að vin- átta okkar myndi endast í tugi ára og að matarboðin eða veislurnar hjá okkur í „Eftir þörfum“ yrðu enn fleiri. Þú varst alltaf svo rólegur, með ljúfa lund og hafðir mikla þolin- mæði. Ég man að þú sagðir einu sinni við mig að þú gætir ekki með nokkru móti gripið fram í fyrir öðr- um og ef að einhver gripi fram í fyr- ir þér, þá gætir þú alls ekki haldið áfram að tala. Þetta er lýsandi dæmi um hve kurteis og dagfars- prúður þú alltaf varst. Þú varst vel liðinn af öllum sam- nemendum, kennurum og sam- starfsfólki, varst þægilegur í fasi og dugnaðarforkur í lyfjafræðináminu. Ég man hvernig við sátum heilu dagana inni á eldhúsi eða í lesstof- unni á Eggertsgötunni þar sem ég hlýddi þér yfir fyrir próf og svo vöknuðum við eldsnemma á próf- dögum til að rifja upp áður en við lögðum af stað á prófstað. Þetta kom sér mjög vel fyrir mig því ég lærði mikið af því að hlusta á þig, þú virtist alltaf muna allt. Þú fékkst stjörnur í augun þegar þú talaðir um stelpurnar þínar þrjár, eins og þú kallaðir þær, og það var afar ljóst að þær voru alltaf efstar á forgangslistanum þínum. Það skipti ekki máli hvort við vor- um að fara í próf daginn eftir eða skila stóru verkefni, alltaf voru þær númer eitt hjá þér. Ég man þegar þú sagðir mér hvernig þú baðst hennar Erlu þinn- ar, sem þér fannst alltaf jafn falleg og vel til höfð. Þú sagðir mér sög- una nokkrum sinnum og varst jafn spenntur í hvert einasta skipti. Þú talaðir um að í allra nánustu framtíð myndu þið gifta ykkur, einhvern tíman fara til útlanda, því þar vildir þú fara í meira nám, og svo ættuð þið líka eftir að búa út á landi í nokkur ár, vegna þess að í draum- um þínum átti Erla eftir að fá gott brauð þar. Það er svo erfitt að horfa á eftir svona yndislegum fjölskylduföður og einstökum vini svo margra falla frá. Dauðinn var ekki það sem við töluðum um, við vorum svo viss um að lífið væri rétt aðeins nýbyrjað þegar við útskrifuðumst. Elsku Erla, Auður Rós, Freydís Lilja og fjölskylda, hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og ég bið þess að þið öðlist styrk til þess að takast á við sorgina. Hvíldu í friði, elsku Móði. Þín vin- kona Eyja Líf. Á tímamótum sem þessum eru orðin réttlæti og sanngirni manni órafjarri. Maður fyllist jafnt auð- mýkt og söknuði þegar hugurinn reikar til menntaskólaáranna og þeirra ævintýra sem bekkurinn lenti í. Við minnumst þess öll að hafa lokið námi við Menntaskólann á Ak- ureyri en komist að því síðar að þessi tími var miklu meiri skóli en nokkurn tíma stóð í námsskránni og að það er í raun það sem máli skipt- ir. Missir okkar og sorg er hjóm eitt hjá því höggi sem Erla og dætur þeirra hafa orðið fyrir. Nú höfum við líka komist að því að við fráfall Móða misstum við ekki aðeins bekkjarbróður og vin heldur svo miklu, miklu meira. Eftir lifir minningin um góðan dreng. Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. (Sigurður Hansen.) Við vottum fjölskyldu Móða okk- ar dýpstu samúð við þeirra mikla missi. Hvíl í friði. Fyrir hönd 4.VX, Stefán Eiríks Stefánsson. Kveðja frá samstarfsmönnum Þegar samstarfsmenn kveðjast að loknum vinnudegi er gengið út frá því að þeir hittist aftur næsta morgun. Sú varð þó ekki raunin hjá okkur Þormóði, þar sem hann fékk slæma heilablæðingu um nóttina, og barðist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Hann laut síðan í lægra haldi í þeirri baráttu og lést hinn 27. október. Enn og aftur erum við minnt á að mennirnir ákvarða, en Guð ræður. Við kynntumst Þormóði fyrst sem nemanda við Háskóla Íslands, en hann lauk meistaraprófi í lyfjafræði í júní árið 2008. Tengsl nemanda og kennara eru misnáin og minnka iðu- lega eftir að námi lýkur, en í ein- staka tilfelli verða kynnin náin og eflast með árunum. Nemandinn verður góður félagi og mikilvægur samstarfsmaður. Þannig voru kynni okkar Þormóðs. Strax eftir annað námsár í lyfjafræði tók hann mjög virkan þátt í rannsóknum okkar á lyfjafræði lýsis. Við sáum þá fljótt að þar fór greindur maður og sam- viskusamur, sem var duglegur og fljótur að tileinka sér nýjar aðferðir og gat unnið sjálfstætt. Rannsókn- irnar gengu það vel að eftir að fyrstu niðurstöður úr rannsóknum í mönnum lágu fyrir síðastliðið haust var ákveðið að stofna sprotafyrir- tæki til að þróa frekar hin virku efni í markaðshæf lyf. Þormóður tók fullan þátt í undirbúningi að stofnun fyrirtækisins og í janúar á þessu ári stofnuðum við í samstarfi við Lýsi hf. og Háskóla Íslands lyfjaþróun- arfyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. Stofnun fyrirtækisins var ekki síst að þakka þrotlausri vinnu og áhuga Þormóðs á verkefninu og varð hann framkvæmdastjóri hins nýstofnaða fyrirtækis. Hann gegndi jöfnum höndum hlutverki lyfjafræð- ings og framkvæmdastjóra, stóð fyrir framleiðslu lyfja, samskiptum við yfirvöld lyfja- og rannsóknamála og rekstri fyrirtækisins. Þormóður var frábær framkvæmdastjóri, ábyggilegur, öruggur og þægilegur samstarfsmaður á alla lund. Það kom sér einnig vel að Þormóður hafði starfað um tíma hjá Lyfja- stofnun og kynnt sér vel nýskrán- ingu lyfja. Til stóð að hefja rann- sóknir á lyfjunum í sjúklingum fljótlega eftir áramótin. Skarð Þormóðs verður vandfyllt og við samstarfsmenn hans í sár- um eftir skyndilegt og óvænt frá- fall hans. Það er sárt að missa Þormóð, en sárastur er þó missir eiginkonu hans, dætra, foreldra og systra. Fyrir hönd samstarfsmanna vott- um við þeim okkar dýpstu samúð og hluttekningu. Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson, Orri Þór Orm- arsson og Ólafur Pálsson. Elsku vinur Ég trúi því varla enn að þú sért farinn. Ég var þrettán og þú fjórtán. Þá strax var frábært að vera vinur þinn, algjör forréttindi. Enda sáu fleiri en ég að þú varst einstaklega vel heppnað eintak. Glaðvær og skemmtilegur, kraftmikill og dug- legur, eldklár og með mikinn húm- or, tryggur og traustur og sannur vinur vina þinna. Og með þetta bros. Enda varð þarna til einstak- ur vinahópur sem við höfum fengið að tilheyra síðan. Saman héldum við strákarnir út í lífið, við tóku menntaskólaárin, ferðalög um heiminn, vinna, há- skólinn, ástin og börnin. Og minn- ingarnar eru ómetanlegar. Ótelj- andi góðar stundir bæði gamlar og nýjar, heima og heiman, flestar í gleði og sumar í sorg. Alltaf var hægt að leita til þín því á margan hátt varstu sá sterkasti í vina- hópnum, kletturinn sem allir treystu á. Þú varst svo góð fyr- irmynd, frábær pabbi, duglegur og skynsamur í einu og öllu, þú varst svo ástfanginn og hamingjusamur og kunnir að njóta þess að lifa líf- inu. Fyrir allt þetta er ég svo þakklátur en mikið er kveðju- stundin sár. Ég mun alltaf sakna þín, elsku vinur minn. Kjartan.  Fleiri minningargreinar um Þor- móð Geirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.