Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 TÓNLISTARFÉLAG Akureyrar í samstarfi við Menningarmiðstöðina Listagili og RUB23 býð- ur til Föstudagsfreist- inga í Ketilhúsinu í dag kl. 12.15. Málmblás- aratríó leikur verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Georg Friedrich Händel og Francis Poulenc. Tríóið skipa þeir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson trompetleikari, Helgi Þ. Svavarsson hornleikari og Kaldo Kiis básúnuleikari. Boðið verður upp á súpu frá RUB23 og er hún innifalin í miðaverðinu. Föstudagsfreistingarnar eru hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar og fara tónleikarnir fram í Listagilinu. Tónlist Föstudagsfreist- ingar úr málmi Málmblásaratríóið HEKLA Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýna saman á dimmasta tíma ársins og opna sýningu í Skaftfelli á Seyð- isfirði á morgun. Listamenn- irnir eiga það sameiginlegt að búa til verk sem eiga best heima í myrkri. Fyrsta sýning þeirra saman, í desember 2006, hét Ljósaskipti. Þau gáfu frá sér nokkurs konar yfirlýsingu um að þau tengdust í gegnum sjónrænt tungumál, ákveðna rómantík gagnvart ljósum í myrkri, viðkvæmum efnum og myndvörpum; – rata á stjörnuhrap af því að skiln- ingarvitin finna að það er eitthvað í loftinu. Myndlist Myrkraverk í stjörnuhrapi Hekla Dögg Jónsdóttir TÍMARITIÐ Orð og tunga, í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum boðar til málþings undir yfirskriftinni Orð af orði í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöð- unnar á morgun kl. 10 –16.15. Erlendir fyrirlesarar verða Arne Torp, prófessor við Há- skólann í Osló, og Bente Holm- berg, lektor og forstöðumaður Norrænu rannsóknarstofnunarinnar við Kaup- mannahafnarháskóla. Aðrir fyrirlesarar verða Guðrún Kvaran, Guðrún Þórhallsdóttir, Gunn- laugur Ingólfsson, Haraldur Bernharðsson, Jón Axel Harðarson, Margrét Jónsdóttir og Mörður Árnason. Hugvísindi Málþing um orð og orðsifjar Guðrún Kvaran [L]itli heili er kall- aður hnykill en þetta vissum við nú ekkert fyrr en við vorum komin aðeins lengra. 49 » EINHVER þekktasta safnbygging heims hönnunarlega séð er án efa útibú Guggenheim-safnsins í Bilbao eftir arkitektinn Frank Gehry, helsta kennileiti borgarinnar. Nú muni uppi áform um að byggja annað Guggenheim-safn í eða við bæinn Guernica í Baska- landi, sem Picasso nefndi eitt sitt þekktasta verk eftir en yrkisefnið var loftárás þýska og ítalska hers- ins á bæinn árið 1937. Samkvæmt upplýsingum frá list- ritinu Art Newspaper er Guggen- heim í Bilbao að kanna málið en Gu- ernica er aðeins um 40 km frá Bilbao. Safnið yrði ekki jafnstórt og safnið í Bilbao og reist á svæði sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur friðað. Tímabundnar sýningar yrðu haldnar í safninu auk hvers konar sýninga listamanna utandyra. Skiptir skoðanir eru um hugsanlegt safn, sveitarstjórn svæðisins sem Guernica heyrir til er hlynnt því að það rísi og hefur lagt fé í verkefnið. Ríkisstjórn sjálfstjórnarhéraðsins Baskalands er ekki eins spennt fyr- ir þessu, að leggjast í kostnaðar- samar byggingarframkvæmdir fyr- ir Guggenheim í miðri kreppu. Juan Vidarte, forstöðumaður Guggenheim í Bilbao, er þó bjart- sýnn á að safnið rísi og segir mögu- legt að það verði opnað árið 2013 eða 2014. Menn geta þá heimsótt tvö Guggenheim-söfn í Baskalandi. Guggenheim í Bilbao Sjálfsagt þekktasta mannvirki Baskalands. Guernica- Guggen- heim? Mögulegt að annað safn rísi í Guernica skammt frá Bilbao Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is UNDANFARIN ár hefur Jazzhátíð Reykjavíkur haldið gítarveislu þar sem Björn Thoroddsen hefur verið gestgjafi og stjórnandi, en nú ber svo við að Björn býður til veislu í Kópavogi í kvöld þar sem boðið verður upp á gítarfimleika úr öllum áttum, ef svo má segja. Gítarveislan á Jazzhátíðinni hefur jafnan gengið undir nafninu Gítar- veisla Bjössa Thor., en Björn segir að það hafi verið nánast fyrir slysni, menn hafi vantað nafn á hana og því gripu þeir hans nafn, „eiginlega óvart“, segir hann „og síðan hefur það verið viðloðandi.“ Björn Thoroddsen segir að gítar- veislan hafi gengið vel á Jazzhátíð- inni, en svo hafi komið að hann lang- aði að halda slíka hátíð á eigin forsendum og þá blasti við að hafa hana í Kópavoginum, enda býr hann þar. „Ég valdi svo rjómann af þeim gítarleikurum sem hafa haft áhrif á mig í gegnum tíðina, mín gítargoð, og missti mig aðeins í því,“ segir Björn, en alls munu þrettán gít- arleikarar koma við sögu í kvöld, auk Björns sjálfs: Tryggvi Hübner, Vilhjálmur Guðjónsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Þorsteinn „Sta- nya“ Magnússon, Halldór Bragason, Jón Páll Bjarnason, Sigurgeir Sig- mundsson, Sævar Árnason, Gunnar Ringsted, Eðvarð Lárusson, Hjört- ur Steinarsson og Þórður Árnason. Að lokinni þessari upptalningu segir hann að þeir séu vissulega fleiri sem haft hafi áhrif á hann sem hljóðfæra- leikara, en þeir verði bara með næst. Ekki er bara að Björn valdi sér meðspilara, heldur valdi hann líka lög sem þeir myndu spila, eða eins og hann orðar það: „Ég benti mönn- um á þau lög sem mér fannst helst einkennandi fyrir þá og þeir féllust á að spila þau, eitt til tvö lög hver og stundum í syrpum. Gítarinn er rödd- in en ég held það sé óhætt að segja að fólk eigi eftir að þekkja öll þau lög sem það fær að heyra,“ segir Björn, en á bassa og trommur verða síðan þeir Jón Rafnsson á bassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommur en þeir skipa Blúshljómsveit Kópavogs með Birni. Að þessu sögðu er ljóst að gítar- músíkin verður í fjölbreyttara lagi, enda ólíkir gítarleikarar, og svo má telja. Björn segist ekki hafa áhyggj- ur af því að flóran verði of fjöl- skrúðug. „Það má segja að við séum að segja gítarsögu og tengist líka gítarsýningu sem sett var upp í tón- listarsafni Kópavogs í vikunni.“ Ekki er bara að menn ætla að spila sem mest þeir mega í kvöld, heldur stendur til að heiðra gítar- leikara með grip sem Björn kallar gylltu gítarnöglina. Hann vill ekki gefa upp hver það verður, en segir að það verði ekki endilega einhver þeirra sem spila í kvöld: „Það koma margir til greina og ég bendi þér á að vera ekki langt frá símanum, ef ske kynni að ég þurfi að ná í þig …“ Veislan verður haldin í Salnum í Kópavogi í kvöld og hefst kl. 21. Björn Thoroddsen býður til gítarveislu Morgunblaðið/Valdís Thor Gítarsaga Björn Thoroddsen kallaði saman tólf áhrifavalda sína. Í HNOTSKURN »Gítarveisla Bjössa Thor.hefur verið fastur liður á Jazzhátíð Reykjavíkur en nú haldin í Kópavogi. »Gítarleikarar kvöldsinskoma úr ýmsum áttum: bí- bopi, sveifludægurtónlist, þungarokki, blús, djassi, fram- úrstefnufönki, sveifludjassi, poppi og svo má telja. »Gullna gítarnöglin verðurveitt í fyrsta sinn í kvöld. Gítarinn er röddin Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÍSLENSK Grafík fagnar 40 ára af- mæli sínu í ár, og hefur hver við- burðurinn rekið annan af því tilefni. Hápunktur afmælisársins er opnun sýningar í Norræna húsinu kl. 16 á morgun, en sýningin ber einfaldlega yfirskriftina Íslensk grafík 40 ára. Að sögn Gunnhildar Þórðardóttur sem sæti á í sýningarnefndinni eru félagar Íslenskrar grafíkur 76, og á sýningunni verða ný verk eftir 40 þeirra. Öll eru verkin unnin við hug- takið „þrykk“. Þar má nefna sjá hefðbundna grafík á pappír en einn- ig framsækna nútímavædda þrykk- tækni með nýjum útfærslum og framsetningu. Megintilgangur sýn- ingarinnar er að sögn Gunnhildar að gefa mynd af því sem er í deiglunni í íslenskri grafík í dag. „Verkin mjög fjölbreytt og ekki öll í hefðbundinni grafík; þarna er allt frá steinþrykki til stafræns prents. Þau spanna allt litróf þess sem kallast grafík.“ Verkstæðið er vel notað Mikil og öflug starfsemi fer fram á vegum félagsins að sögn Gunn- hildar. „Fólkið okkar vinnur mikið á verkstæði félagsins í Hafnarhúsinu og sýningahaldið er stór þáttur í starfseminni, þar sem bæði íslenskir listamenn og erlendir sýna.“ Gunnhildur segir stærsta hitamál grafíklistamanna alltaf það að vekja athygli á grafíkinni sem listmiðli. „Þetta er það sem við ræddum hvað mest á málþingi sem við stóðum fyrir nú fyrir skömmu. Grafíklistin er fjöl- breytt og það sem hefur helst breyst á þessum 40 árum er það hvað graf- íkin er sýnilegri í dag en áður. Félag- ið hefur vaxið og dafnað. Það er svo- lítið síðan farið var að tala um grafík sem list, en sú hugmynd hefur stund- um notið minni skilnings. Á síðustu árum hefur grafíkin rifið sig upp aft- ur sem listgrein.“ Tíu ár eru síðan hætt var að kenna grafík sem listgrein á Íslandi. Gunn- hildur er einn þeirra grafíklista- manna sem lærðu erlendis. „Í Bret- landi, þar sem ég lærði, er litið á grafíkina sem listform og hún nýtur virðingar. En grafíkin á sér ýmsar hliðar. Hún er til dæmis nátengd myndskreytingum. Það hefur verið mjög gaman hvað margir slíkir lista- menn hafa sýnt hjá okkur; eins og Gisp!-hópurinn. Grafíkin stendur sterk í dag og hún á eftir að verða enn sterkari, ekki síst með unga fólkinu.“ Sýningarstjóri afmælissýning- arinnar er Aðalsteinn Ingólfsson. Íslensk grafík fagnar 40 ára afmæli með sýningu í Norræna húsinu Verkin spanna allt frá steinþrykki til stafrænu Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslensk grafík Unnið var að uppsetningu sýningarinnar í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.