Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Guðlaug Guðjóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 15.7. 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26.10. 2009. For- eldrar hennar voru Þuríður Guðrún Vig- fúsdóttir frá Vest- mannaeyjum, f. 1900, d. 1946, og Guðjón Úlfarsson úr Fljóts- dal, f. 1891, d. 1960. Þau bjuggu í Vatns- dal í Fljótshlíð. Systk- ini hennar voru níu. Látin eru Ágúst, Ágúst Þór, Úlfar, Óskar, Hörður og Gunnhildur. Á lífi eru Bragi Þór, Svandís og Lóa. Guðlaug giftist 1949 Lárusi Sig- urvini Þorsteinssyni, f. 1916, d. 1978. Foreldrar hans voru Rebekka Bjarnadóttir, f. 1885, d. 1981, og Þorsteinn Mikael Ásgeirsson, f. 1877, d. 1951. Fósturforeldrar hans voru Ingveldur V. Finnbogadóttir, f. 1881, d. 1967, og Jóhannes Krist- jánsson, f. 1871, d. 1958, á Sæbóli í Aðalvík. Börn Guðlaugar og Lár- usar eru: 1) Þuríður, f. 1946, gift Ara Leifssyni, f. 1945, börn: a) Lár- us Róbert, f. 1969, kvæntur Assmae Guissi, f. 1970, dóttir Guðlaug Rania, f. 2003, Assmae á soninn Yassir, f. 1996. Börn Lárusar og 2008. c) Reynir, f. 1985, kvæntur Ástu Hrund Guðmundsdóttur, f. 1988. d) Lárus Sigurvin, f. 1989. e) Rebekka, f. 1994. f) Aron Tryggvi, f. 1995. 5) Bjarni Þröstur, f. 1957, d. 2003, ekkja Halla Jörundardóttir, f. 1959, synir a) Lárus, f. 1984. b) Ein- ar, f. 1989. 6) Sveinbjörn, f. 1959, kvæntur Arnfríði Láru Guðnadótt- ur, f. 1960. Börn; a) Vera, f. 1981, gift Hafþóri Hilmarssyni, f. 1978, dóttir Helena, f. 2004. b) Marta, f. 1988. c) Símon Guðni, f. 1995. Lóa, f. 1938 systir Guðlaugar ólst upp hjá Guðlaugu og Lárusi frá 10 ára aldri. Hún var gift Davíð Guð- mundssyni, f. 1938, d. 2009, og eign- uðust þau 5 börn saman. Þegar Guðlaug var 6 ára flutti fjölskyldan frá Vestmannaeyjum að Vatnsdal í Fljósthlíð. Þar bjuggu þau til 1948. Guðlaug fór ung að heiman yfir vetrarmánuðina og starfaði oft á saumastofu hluta dags og var í vist á heimilum í Reykjavík. Guðlaug og Lárus stofnuðu heimili í Reykjavík 1948. Árið 1956 fluttu þau í Njörvasund 14. Guðlaug var lengst af heimavinnandi húsmóðir auk þess að vinna við saumaskap. Um 1963 fór hún að vinna við sauma og fatabreytingar hjá Herra- deild PÓ og síðar á fleiri sauma- stofum. Síðastliðin sjö ár bjó Guð- laug á Hrafnistu í Reykjavík, deild H-2 og naut góðrar umönnunar þar. Guðlaug verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 6. nóvember, kl. 11. Randi Holm eru Jó- hannes Ari, f. 1990, og Þuríður Victoria, f. 2000. Sonur Lár- usar og Sigurveigar Siggeirsdóttur er Guðjón Þór, f. 1993. b) Leifur Einar, f. 1971, kvæntur Ragnhildi Matthíasdóttur, börn Ari, f. 1998, og Selma, f. 2005. c) Ragna María, f. 1973, gift Alessandro Era, f. 1969, börn Teresa María, f. 2003, og Em- anuele Þór, f. 2008. d) Guðlaug Birna, f. 1977. 2) Þórdís, f. 1948, gift Rúnari Lárussyni, f. 1948, börn: a) Ásta Sigríður, f. 1976, sonur Shane Kristófer Mapes, f. 1998. b) María Guðrún, f. 1981, maki Kjartan Ari Pétursson, f. 1972, dóttir Ísabella Róbjörg, f. 2006. 3) Erla Ósk, f. 1949, sonur Hörður Jóhannsson, f. 1976, kvæntur Gyðu Guðjónsdóttur, f. 1973, dóttir Bjarney Ósk, f. 2004. 4) Jóhannes Ingvar, f. 1950, kvænt- ur Guðrúnu Reynisdóttur, f. 1959. Börn a) Guðlaug, f. 1971, móðir Sig- ríður Guðmundsdóttir, dóttir Guð- rún Erla Ragnarsdóttir, f. 1999. b) Þórunn, f. 1980, gift Christopher Israel Millán Calderón, f. 1980, börn Rakel Rós, f. 2006 og Adam, f. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Guðlaugar Guðjóns- dóttur, er lést á Hrafnistu 26. októ- ber sl. Þar hefur hún dvalið síðastliðin 7 ár, ekki við góða heilsu, en hún naut góðrar umönnunar starfsfólks Hrafnistu og afkomenda sinna og vina, sem létu velferð henn- ar sig miklu skipta. Fyrir rúmum fjörutíu árum hóf- ust kynni mín af þeim sæmdarhjón- um Lárusi Þorsteinssyni, skipherra og Guðlaugu, er ég átján ára hafði kynnst dóttir þeirra Þórdísi. Þau hjón tóku mér strax vel. Frá heimili þeirra að Njörvasundi 14 er margs að minnast og var rekstur heimilis- ins í hendi Guðlaugar einnar og í mörg horn að líta, þar sem Lárus var mikið fjarverandi. Heimili, þar sem þau ólu upp börnin sín 6. Á bak við þau bæði eru stórir ættbogar og samgangur og tengsl þeirra á milli góð og farsæl. Í minningunni er, að á heimili þeirra áttu margir athvarf til styttri eða lengri tíma. Guðlaug fæddist í Vestmannaeyjum og flutt- ist 6 ára í Fljótshlíðina, þar sem for- eldrar hennar hófu búskap í Vatns- dal. Vatnsdalur er lítil jörð, sem kúrir undir Þríhyrningi. Í þessu um- hverfi sögu og náttúrufegurðar ólst Guðlaug upp við ást og umhyggju í hópi 9 systkina. Lárus var fjölfróður og lífsreyndur heimsborgari, hafði dvalið langdvölum erlendis á yngri árum og siglt um öll heimsins höf. Hann starfaði hjá Landhelgisgæsl- unni og tók þátt í tveimur þorska- stríðum. Hann lést um aldur fram árið 1978. Lárus hafði góða nærveru og reyndist öllum vel er honum kynntust. Guðlaug var æðrulaus, hlý og góð alþýðukona og í áranna rás hef ég metið æ betur þau forréttindi mín að hafa eignast Laugu og Lárus sem tengdaforeldra, því allt sem prýða má gott og viturt fólk var í þeim hjónum. Blessuð sé minning þeirra. Rúnar Lárusson. Mig langar að minnast þín, kæra tengdamamma og amma Lárusar og Einars. Við Bjarni vorum í mennta- skóla þegar við kynntumst og varð þitt heimili mitt annað heimili þar til við byrjuðum að búa. Það var ein- staklega gott að koma til þín og allt- af gat maður verið eins og heima hjá sér. Mér er sérstaklega minnisstæð- ur einn sunnudagsmorgunn í Njörvasundinu þegar við lögðumst öll sem heima vorum upp í hjóna- rúmið hjá þér og spjölluðum og höfðum það reglulega huggulegt. Þú opnaðir heimilið þitt fyrir alla þá í fjölskyldu þinni sem þurftu á hlýju og umhyggju að halda og þrátt fyrir þrengsli bjuggu oftast fleiri hjá ykk- ur Lárusi en bara þín eigin börn. Fljótlega komst ég að því að þú varst listasaumakona. Þú varst allt- af tilbúin til að sauma á mig ann- aðhvort eftir sniði eða eftir mínum „skrýtnu“ hugmyndum. Það var þitt yndi og ástríða að sauma föt. Eitt sinni þegar við sátum í stofunni heima á Litlalandi og þú blaðaðir í saumablaði eins og oft áður rakst þú á kjól og sagðir: „Halla, þessi kjóll passar þér.“ Ekki sló ég hendinni á móti því að fá nýjan kjól. Þú saum- aðir þennan fína kjól sem ég á að sjálfsögðu ennþá, öll hnappagöt handsaumuð, sem var ótrúleg vinna. Þessi kjólasaumur finnst mér lýsa svo vel hversu mikil ástríða það var hjá þér að sauma fín föt. Það er svo margs að minnast eftir margra ára vináttu. Tíminn er af- stæður og ekki minnst var hann það hjá þér, kæra Guðlaug. Ég minnist þess oft að ef við vorum á leið í veislu eða afmæli þá hafðir þú alveg ótrúlega góðan tíma. Þegar við vor- um komin í kápur og frakka þurftir þú bráðnauðsynlega að vaska upp, komin í fínstássið og næstum í káp- una, og þá var ekki annað að gera en bara bíða þar til höfuð ættarinnar var búið að vaska upp. Ég man eftir öllum sunnudögunum sem við Bjarni og strákarnir komum í heim- sókn og fengum dásamlegt lamba- læri eða þegar við komum við eftir vinnu þegar þú bjóst í Markholtinu og á Litlalandi og þú skelltir upp kjötsúpunni, sem var heimsins besta kjötsúpa, eða góðu baunasúpunni á sprengidaginn. Ég man eftir því þegar við vorum sambýlendur á Litlalandi, hve huggulegt það var að hafa þig svo nálægt og geta trítlað yfir í kaffi hvort sem það var að kveldi eða hádegi. Lárus og Einar skutust yfir og voru alltaf velkomn- ir, kíktu inn í svefnherbergi og at- huguðu hvort amma væri vöknuð eða bjuggu til hús úr laki og stólum yfir hálfa stofuna, amma var bara blíð. Þú varst mér einstaklega góð tengdamamma, aldrei varð okkur sundurorða, alltaf tókst þú á móti okkur opnum örmum, alltaf varstu tilbúin til að passa litlu ömmustrák- ana þína og tilbúin til að hjálpa okk- ur á allan hátt, hver getur óskað sér betri tengdamömmu. Elsku Guðlaug mín, þú ert eflaust hvíldinni fegin enda búin að gera skyldu þína á þessari jörð og meira en það. Hvíldu í friði elsku tengdamamma og kæra amma. Halla Jörundardóttir og synir. Skrítið að kletturinn sem var í lífi svo margra, er þar ekki lengur. Tengdamóðir mín Guðlaug Guðjóns- dóttir hefur lokið sinni löngu ævi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr- ir meira en 30 árum þegar Svein- björn yngsti sonur hennar mætti með mig í Njörvasundið. Upp frá því varð ég hluti af stórri samheldinni fjölskyldu. Mikill breytingatími var í vændum bæði í mínu lífi og Guð- laugar. Ekki löngu seinna missti hún eiginmann sinn allt of snemma. Búferlaflutningar og annað slíkt fylgdu í kjölfarið og Guðlaug vandist því að vera ekkja, ásamt því að vera höfuð fjölskyldunnar. Næstu árin eignuðumst við Sveinbjörn saman heimili og börn. Gott var að geta notið góðs af reynslu og visku Guð- laugar á þessum árum ef á þurfti að halda. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd og gaman var að fá hjá henni góð ráð, ekki síst um tísku og fatasaum. Fyrir um 10 árum hrakaði heilsu Guðlaugar snögglega. Hún sem allt- af hafði haft svo mikið að gefa, varð í þeim sporum að þurfa meira að þiggja. Líkaminn virtist stundum vera henni til meiri trafala en gagns síðustu árin. Móðir hennar sem hún missti ung var henni þá oft ofarlega í huga. Hef ég grun um að nú séu fagnaðarfundir hjá þeim, eflaust umvafðar fleiri ástvinum. Klettarnir í Vestmannaeyjum eru enn á sínum stað og Vatnsdalsfjallið haggast ekki. Rétt eins og minningar okkar sem nutum samvista, hlýju og kær- leika Guðlaugar eru öruggar á vís- um stað. Við þær getum við yljað okkur um ókomin ár. Arnfríður Guðnadóttir. Það er með ómældri væntum- þykju og þakklæti sem ég hugsa til ömmu Laugu. Sú minning sem stendur upp úr er minningin um það þegar amma Lauga uppfyllti mína heitustu ósk. Fá orð geta lýst því hversu dýrmætt það er að blása barni í brjóst þá vitneskju að hægt sé að búa til hvað sem er, láta heit- ustu óskir rætast. Það gerði amma Lauga eins og hendi væri veifað. Ég var sex ára og átti mér þann draum heitastan að eignast prinsessukjól. Það var ekki að því að spyrja, eftir að hafa sýnt ömmu teikningu í barnabók um Öskubusku héldum við saman í vefnaðarvöruverslun, þar sem ég fékk alveg sjálf að velja fallegasta efnið í búðinni og ekki leið á löngu þar til amma var búin að sauma draumakjólinn. Gullskór full- komnuðu dressið. Og með þá þekk- ingu hef ég haldið út í lífið, að hægt sé að búa til hvað sem mann dreym- ir um. Ég mun því ávallt hugsa til ömmu Laugu af þakklæti og með hlýju. Og þrátt fyrir að dóttir mín hafi ekki fengið að kynnast sömu líflegu hlið- inni á ömmu og ég, ömmunni sem fylgdi manni í leyndardómsfull frænkuboð og sagði sögur, grín og glens, hefur hún fengið að heyra sögurnar um ömmuna sem gat saumað hvað sem er. Ég mun halda áfram að gera mitt besta til þess að hún megi líka njóta þess lærdóms sem ég var svo heppin að fá frá ömmu minni. Megi hún hvíla í friði, en minning- arnar lifa. Vera Sveinbjörnsdóttir Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig sé ég þig fyrir mér með opinn faðminn, bjóð- andi mér knús og hlýju. Ég hef fáum kynnst í lífinu sem voru gæddir svo mörgum kostum eins og þú. Þig prýddu eiginleikar eins og um- hyggjusemi, þagmælska og umburð- arlyndi og þessir eiginleikar í einni og sömu manneskjunni gátu ekki vitað á annað en gott. Þeir vita það sem kynntust þér og áttu þig að að það var alltaf hægt að leita til þín og þú hjálpaðir öllum sem þú gast. Al- veg sama hvað gekk á þá hélst þú alltaf jafnaðargeði og það virðist sem ekkert hafi verið óleysanlegt í þínum huga. Ég man eftir ýmsum uppátækjum sem mér tókst að framkvæma en ég man ekki til þess að hafa verið skömmuð neitt sér- staklega fyrir það þegar ég var hjá þér. Eitt skiptið fórum við Magga vinkona í fataskápinn þinn niðri í Njörvasundi og klæddum okkur í kjóla og fínt og smelltum okkur í há- hælaða skó af þér. Síðan fórum við í göngutúr um hverfið. Önnur okkar var í sparikjól af þér. Við vorum ekki skammaðar neitt sérstaklega heldur vinsamlegast beðnar um að gera þetta ekki aftur. Og svo sagðir þú okkur að við værum heppnar að hafa ekki fótbrotnað í þessum há- hæluðu skóm. Og svo allir tímarnir við saumavélina hjá þér. Allur saumaskapur hjá þér var til algjörr- ar fyrirmyndar og þær voru margar flíkurnar, sérstaklega kjólar og pils, sem þú saumaðir á mig. Þú kenndir mér að sauma og ég man hvað mér fannst ótrúlega spennandi að fá að sauma í vélinni þinni. Flíkurnar urðu samt aldrei jafn fínar og það sem þú gerðir en mér tókst að læra að sauma föt á mig. Ég man samt eftir því að þegar ég saumaði föt og sýndi þér þá byrjaðir þú á því að skoða allan frágang. Og þú kenndir mér að ganga svo frá saumaflíkum að hægt væri að skoða þær í bak og fyrir. Elsku amma, ég kveð þig núna en minningarnar geymi ég í hjarta mínu og ég er ævinlega þakklát fyr- ir að hafa átt þig að. Guðlaug Jóhannesdóttir. Elsku amma okkar, núna ertu far- in og við söknum þín óskaplega mik- ið. Þú varst ótrúlega sterk, hjartahlý og góð kona sem við barnabörnin þín vorum alltaf mjög stolt af að eiga sem ömmu. Þú varst líka einstaklega fyndin og skemmti- leg og það voru ófáar stundirnar sem við hlógum mikið saman. Þú hafðir alltaf gaman af að gantast og húmorinn var alltaf til staðar. Stundum dálítið kaldhæðinn, en það féll alltaf í kramið. Það var alltaf gott að heimsækja þig og heimili þitt var alltaf öllum opið og fengum við að gera nánast hvað sem var. Það sem þú hefur kennt okkur í lífinu er að vera jákvæð og að leita alltaf að því jákvæða og jafnvel spaugilega í lífinu til að komast í gegnum erfiða tíma. Þegar við systkinin hugsum til þín koma margar góðar minningar í hugann. Bæði af samverustundum okkar og einnig hvernig manneskja þú varst, hvaða tilfinningu við fund- um þegar þú varst í nánd. Jafnvel þegar þú varst orðin veik fann mað- ur samt fyrir þessari yndislegu til- finningu. Þú skapaðir ákveðið and- rúmsloft í kringum þig, sem var afslappað og notalegt. Alltaf fengum við stuðning frá þér þegar við leit- uðum til þín og helst þá þegar við fengum ekki góðar undirtektir for- eldra okkar þá var öruggt að við fengjum þær hjá þér. Einnig voru það ófáar stundirnar sem þú hjálp- aðir okkur með breytingar eða við- gerðir á fötum, en saumaskapurinn lék í höndunum á þér og þú hafðir gott auga fyrir fallegum flíkum. Eitt sem kemur í huga okkar með þig, þú hafðir áhuga á sveitinni, sérstaklega Fljótshlíðinni. Við munum þegar Leifur byrjaði í hestunum, þá hafðir þú mikinn áhuga á hestamennsku hans og spjallaðir við hann um hesta eins og þú ættir þá sjálf, en þú fylgdist vel með því sem þar var að gerast. Einnig þegar við áttum leið fram hjá Vatnsdal í Fljótshlíð hlust- aðir þú af athygli á lýsingar Leifs þegar hann fór með hestana sína ríðandi í gegnum Vatnsdalinn. En þaðan áttir þú margar góðar minn- ingar. Þú varst líka ein örlátasta mann- eskja sem við þekkjum, gafst öllum allt sem þú hafðir að gefa, bæði af veraldlegum gæðum og síðast en ekki síst mikilli hlýju. Þú hugsaðir um alla sem komu til þín eins og það væru börnin þín. Allir voru vel- komnir í faðm þinn. Elsku amma okkar, við munum sakna þín en við vitum að þú ert komin á stað þar sem þér mun líða betur, þú hefur skilað þínu og vel það og fyrir það munum við ætíð minnast þín með hlýju í hjarta okk- ar. Elsku amma okkar, við elskum þig rosalega mikið og góða ferð til nýrra heima. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Lárus, Leifur, Ragna og Guðlaug. Elsku langamma, það er svo erfitt að kveðja ástvin. En það er gott að vita að þið langafi Lárus eruð saman á ný og það loksins eftir 31 ár. Ég vildi að ég gæti kíkt á þig á Hrafnistu ennþá. En núna ertu komin til himna- ríkis. Þó að ég hafi ekki kynnst þér fyrr en eftir að þú veiktist þá finnst mér ég þekkja þig mjög vel af því að mamma er búin að segja mér svo mikið um þig. Hún hefur sagt mér að þú hafir verið ein af stórkostleg- ustu konum sem hún hafi kynnst. Elsku langamma, ég veit að þér líður vel í dag þar sem þú ert en ég mun sakna þín. Guðrún Erla Ragnarsdóttir. Elskuleg móðursystir okkar, Guð- laug Guðjónsdóttir, er látin. Lauga frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, var mjög stór hluti af bernsku okkar systkina. Líf þessarar góðu konu og móður okkar Lóu var sam- tvinnað af mörgum ástæðum og því var mikill samgangur þar á milli. Þegar við komum til Laugu frænku, upplifðum við okkur jafn velkomin í líf hennar og móðir okkar. Við áttum yndislegar og uppfræðandi stundir í stóra eldhúsinu hjá Laugu frænku í Njörvasundi strax frá okkar fyrstu árum og þar lærði maður að drekka kaffi með hinum fullorðnu, bæði til að upplifa sig sem fullgildan meðlim í eldhúsinu og líka til að geta tekist á við þau umræðuefni sem voru í gangi, hvort sem það var pólitík eða líðandi stund. Lauga var ekki mikið fyrir prjál en þess meira gaf hún af sjálfri sér og til Laugu og Lárusar komu allir á jafnréttisgrunni. Í sum- arbústaðinn þeirra við Úlfarsfell var einnig yndislegt að koma og eigum við margar og góðar minningar það- an. Fjölskyldubönd okkar systkina og barna og barnabarna Laugu og Lárusar hafa ávallt verið mjög sterk og munu verða áfram. Megi guð blessa minningu þess- arar yndislegu konu. Guðmundur, Guðjón, Kristín og Úlfar. Guðlaug Guðjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.