Morgunblaðið - 06.11.2009, Qupperneq 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
✝ Lára Stefáns-dóttir fæddist á
Háreksstöðum í Jök-
uldalsheiði 20.1. 1918.
Hún lést á Sjúkrahús-
inu á Egilsstöðum
30.10. sl. Foreldrar
hennar voru Antonía
Antoníusardóttir, f.
11.10. 1875, d. 18.6.
1934, og Stefán Alex-
andersson, f. 16.7.
1886, d. 18.3. 1947.
Systkini Láru, sem öll
eru dáin, voru Björg-
vin, f. 10.6. 1907, Sig-
ríður, f. 1.7. 1908, Alexander, f.
14.12. 1909, Sigurjón, f. 3.7. 1911,
Margrét, f. 1.5. 1912, Aðalheiður, f.
20.12. 1914, Árni, f. 9.10. 1916,
Gunnar, f. 28.9. 1919, og hálfsystir
samfeðra Stefanía, f. 29.8. 1907.
Lára giftist 6.9. 1938 Hrafnkeli
Elíassyni, f. 14.9. 1906, d. 9.4. 1989.
Foreldrar hans voru Auðbjörg Sig-
urðardóttir og Elías Jónsson, bænd-
ur á Hallgeirsstöðum. Lára og
Hrafnkell eignuðust 16 börn, sem
eru: 1) Stefanía, f. 13.1. 1936, maki
Gísli Hallgrímsson, d. 6.5. 2006,
eiga tvö börn. 2) Elís Jökull, f. 31.5.
1937, maki Gerður Bjarnadóttir,
eiga fjögur börn. 3) Einar Orri, f.
2.3. 1939, maki Valgerður Valdi-
maki Eiríkur Skjaldarson, eiga tvö
börn. Barnabörn eru 45, barna-
barnabörn 101 og barnabarna-
barnabarn eitt.
Lára bjó í foreldrahúsum á Há-
reksstöðum til ársins 1924. Þá, sex
ára gömul, flytur hún í Hallgeirs-
staði með móðursystur sinni Ástríði
Antoníusdóttur, sem var vinnukona
þar. Þar eru þær fóstrur til ársins
1928, þá fara þær í Hnefilsdal og
eru þar til 1932. Lára fermist frá
Hofteigskirkju 1932. Fer vinnu-
kona í Hallgeirsstaði þá um sum-
arið en fer um haustið til bræðra
sinna sem þá bjuggu í Bruna-
hvammi, fer síðan aftur í Hallgeirs-
staði sem vinnukona árið 1934 til
Hrafnkels sem síðan varð eigin-
maður hennar. Ævistarf Láru var
húsmóðurstarfið og hefðbundin
sveitastörf. Ásamt manni sínum
Hrafnkeli byggðu þau upp Hall-
geirsstaði þar sem þau áttu heima
til ársins 1980 en þá flytja þau í
Lagarfell 23 í Fellabæ. Eftir and-
láts Hrafnkels flytur Lára í Mið-
vang 22 en þegar heilsu hennar tók
að hraka flutti hún í sambýli aldr-
aðra á Lagarási 22 árið 1999. Frá
árinu 2001 til dánardægurs dvaldi
hún á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum.
Útför Láru fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 6. nóvember, kl.
14.
Jarðsett verður í Sleðbrjóts-
kirkjugarði.
marsdóttir, eiga fimm
börn. 4) Dvalinn, f.
18.3. 1940, maki Fríða
Pálmars Þorvalds-
dóttir, d. 19.4. 2006,
eiga þrjú börn. 5)
Auðun Hlíðar, f. 4.7.
1941, d. 19.3. 2009,
maki Karen Tóm-
asdóttir, eiga þrjú
börn. 6) Ásta Har-
alda, f. 25.10. 1942,
maki Guðjón Þór-
arinsson, eiga fjögur
börn. 7) Haraldur, f.
4.8. 1944, maki Guð-
rún Margrét Tryggvadóttir, eiga
þrjú börn. 8) Gyða, f. 11.8. 1945,
maki Sigurjón Bjarnason, eiga fjög-
ur börn. 9) Sigþór, f. 18.10. 1946,
maki Hólmfríður Anna Ófeigs-
dóttir, eiga fjögur börn. 10) Auð-
björg Halldís, f. 2.7. 1948, maki Ás-
mundur Þórarinsson, eiga fjögur
börn. 11) Eiríkur Helgi, f. 2.9. 1949,
maki Kristín Rögnvaldsdóttir, eiga
tvö börn. 12) Þórarinn Valgeir, f.
14.1. 1951, maki Helga Jóhanns-
dóttir. 13) Alda, f. 14.5. 1952, maki
Jónas Þór Jóhannsson. 14) Bene-
dikt, f. 12.9. 1953, maki Helga Jóns-
dóttir. 15) Björgvin Ómar, f. 25.4.
1958, maki Asta Þorláksdóttir, eiga
fimm börn. 16) Hulda, f. 2.7. 1959,
Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Þetta kvæði á svo vel við þann hug
sem móðir mín bar til sveitar sinnar,
Jökulsárhlíðarinnar. Ævistarf móð-
ur minnar var húsmóðurstarf í þess
orðs fyllstu merkingu. Öllum þess-
um störfum sinnti móðir mín með al-
úð og nákvæmni og tókst með skap-
festu og hógværð að stjórna okkur
börnunum þó mörg værum. Elda-
mennska, hvort sem var hversdags
eða veislumatur hefði ekki verið
betri hjá fagmanni. Allur bakstur-
inn, brauð, tertur og kökur, var bak-
aður heima, keypt brauð voru ekki á
borðum á hennar heimili. Snyrti-
mennska og hreinlæti einkenndi
hennar störf. Hún lagði sálina og
samviskuna í allt sem hún gerði og
ég minnist enn í dag allra þeirra fínu
fata sem hún saumaði og prjónaði á
okkur börnin. Kostir hennar voru
margir, umburðarlyndi, vinnusemi
og hófsemi ásamt umhyggju gagn-
vart þeim sem minna máttu sín, svo
og stórfjölskyldunni. Þessir kostir
voru aðdáunarverðir. Hjá henni var
alltaf nægur tími, húspláss og
hjartarými til að taka móti öllum.
Hún var vinur okkar og hvatti okkur
til dáða, en umfram allt að vera heið-
arleg gagnvart sjálfum okkur og
öðrum.
Henni tókst með aðdáun að halda
þessum stóra hópi saman og láta
okkur hittast sem oftast. Við komum
saman að hennar ósk sumarið 1998
þegar hún varð áttræð. Þá mættu
allir fjölskyldumeðlimir og teknar
voru myndir sem við eigum til minn-
ingar um góðar stundir.
Nú í aðdraganda aðventu og jóla,
þá minnist ég þess að við höfum ver-
ið saman á jólum síðan pabbi dó 1989
að tvennum jólum undanskildum og
haldið jól á hennar gamla heimili á
Hallgeirsstöðum. Það var þar sem
henni leið best og þar voru jólin, eins
og hún sagði meðan hún gat tjáð sig.
Ég vil færa bestu þakkir til starfs-
fólks sambýlis aldraðra og sjúkra-
hússins á Egilsstöðum fyrir umönn-
un og hlýhug sem hún naut alltaf hjá
ykkur.
Elsku mamma, ég kveð þig í dag
með þessum fátæklegu orðum, þig
þessa litlu hnellnu og sterku konu
sem stóð eins og klettur sama á
hverju gekk og alltaf reiðubúinn að
hjálpa öðrum. Þú leystir málin þann-
ig að allir máttu vel við una.
Þín dóttir,
Alda.
Látin er Lára Stefánsdóttir,
amma barnanna minna, eða Lára
amma eins og við kölluðum hana.
Lára var húsfreyja á Hallgeirsstöð-
um í Jökulsárhlíð, gift Hrafnkeli Elí-
assyni sem lést 1989. Þessi ágætu
hjón eignuðust sextán börn sem
komust til manns en þrjú þeirra
voru ættleidd til vandamanna og var
maðurinn minn, Auðun Hlíðar Ein-
arsson eitt þeirra, en hann lést í
mars sl.
Kynni mín af þeim hjónum hófust
sumarið 1969 þegar við Auðun, ný-
gift, lögðum leið okkar austur á
Fljótsdalshérað til að sýna mér þann
landshluta og jafnframt til að ég
kynntist fjölskyldunni sem Auðun
átti ættir sínar að rekja til. Á Hall-
geirsstöðum var ævinlega margt um
manninn, fjölskyldan stór og gestir
og gangandi að sunnan og úr nær-
liggjandi sveitum sóttu húsbændur
heim. Þau hjón Lára og Keli voru
sérlega gestrisið fólk og skipti þá
ekki máli hvaðan gesti bar að, allir
voru velkomnir og rýmið nægilegt
þó fyrir væru börnin mörg. Ég borg-
arbarnið alin upp á malbikinu og því
ekki vön sveitalífinu var nokkuð
kvíðin fyrir því sem beið mín en
strax við fyrstu kynni var mér vel
tekið á austfirska sveitaheimilinu.
Eflaust hefur Láru fundist þessi
gestur að sunnan mjög reynslulítill
og illa að sér í heimilisstörfunum en
hún gaf það aldrei í skyn heldur
sýndi mér alla tíð mikla hlýju, traust
og virðingu. Láru gekk vel að
stjórna þessu stóra heimili, ekki með
látum né fyrirskipunum heldur með
sínu góða skapi, jákvæðni og gleði
sem hún bjó yfir alla tíð. Lára var
mjög umhyggjusöm og sérlega annt
um börnin sín og barnabörnin. Hún
vildi alltaf vita hvar allir væru þá
stundina og hvað þau aðhefðust
hvert fyrir sig.
Mér er mjög minnisstætt fyrsta
skiptið sem við Auðun komum í
Hallgeirsstaði með Höllu, frumburð
okkar á öðru ári sumarið 1972. Keli
tók þá litlu stúlkuna á hné sér, hoss-
aði henni og sagði „veistu það litla
mín að þú átt fleiri ömmur og afa en
flest önnur börn“. Þannig tóku Lára
og Keli á móti okkur alla tíð síðan og
gerðu engan mun á systkinunum
sem ólust upp á Hallgeirsstöðum og
hinum sem fengu uppeldi sitt ann-
arsstaðar. Það sýnir líka umhyggju
þeirra og tryggð þegar þau gáfu
börnum sínum fallegt skógivaxið
land, Tunguásinn, til frístundanotk-
unar. Börnin þrjú sem ólust ekki
upp með hópnum voru samt höfð
með í gjöfinni. Þessa hugulsemi
þeirra ber að þakka og virða því að
dvöl í Tunguásnum sumar eftir sum-
ar hefur gert börnum okkar Auðun-
ar, Höllu, Hannesi og Katrínu kleift
að tengjast Hallgeirsstaðafjölskyld-
unni sterkum böndum.
Þegar Lára og Hrafnkell hættu
búskap fluttu þau í Fellabæinn og
Lára síðan í Egilsstaði eftir að
Hrafnkell andaðist. Það var fastur
liður á sunnudögum í mörg ár að
Auðun hringdi í Láru og þau spjöll-
uðu saman um daginn og veginn.
Þessi símtöl voru þeim báðum mikils
virði, einhver taug var á milli þeirra
sem aldrei slitnaði þrátt fyrir að-
skilnað móður og ungs sonar. Þessi
sunnudagssímtöl héldu áfram þar til
heilsu þeirra beggja hrakaði. Von-
andi hafa þau náð saman aftur í
þeirri veröld sem þau eru nú stödd í.
Blessuð sé minning Láru og
Hrafnkels.
Karen Tómasdóttir.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
Við ystu hafsbrún sefur sól,
og sofið er í hverjum hól.
Í sefi blunda svanabörn
og silungur í læk og tjörn.
Á túni sefur bóndabær,
og bjarma á þil og glugga slær.
Við móðurbrjóstin börnin fá
þá bestu gjöf, sem lífið á.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
(Davíð Stefánsson)
Ég minnist í dag elskulegrar
tengdamóður minnar, Láru Stefáns-
dóttur, sem hefur nú kvatt þessa
jarðvist. Það er eins og gerst hafi í
gær, svo stutt finnst mér síðan ég
var boðin velkomin í fyrsta sinn á
hlaðinu á Hallgeirsstöðum, ung ást-
fangin og feimin bæjarstelpa, sem
vissi lítið um beljur og kunni ekki að
raka dreifar, hafði varla séð hrífu.
Lára kenndi mér hvort tveggja, að
mjólka kú og raka, en engum sögum
fór af verklaginu. Sumarleyfinu lauk
allt of fljótt, en einhvern veginn
finnst mér að það hafi verið sól allan
tímann. Sérstakur er í minningunni
garðurinn sem Lára hafði útbúið fyr-
ir framan húsið, en þar ræktaði hún
alls konar blóm og matjurtir, langt á
undan sinni samtíð. Árin liðu, við
Halli fluttum austur með frumburð-
inn, og fjölskyldan stækkaði. Heim-
sóknir í sveitina urðu tíðari og voru
stór þáttur í lífi barnanna okkar, þau
áttu þar sinn ævintýraheim. Þangað
var alltaf gott að koma, ekki að tala
um annað en hlaðið kaffiborð og
helst kvöldmat líka, en Lára reiddi
hvort tveggja fram af stakri snilld
með dyggri aðstoð þeirra dætra sem
voru heima. Oft var „kátt í höllinni“ í
eldhúsinu og verk unnin hratt og
örugglega. Og enn vilja börnin okkar
helst „ömmusósu“ með sunnudags-
steikinni.
Við Lára vorum ekki af sömu kyn-
slóð og komum úr ólíku umhverfi,
hún fædd í Jökuldalsheiðinni „frosta-
veturinn mikla“ 1918, en ég fædd á
mölinni, dekurdós foreldranna. Og
hvernig ætli henni hafi litist á
tengdadóttur, sem brölti í langskóla-
námi og síðar í starfi og ýmsum öðr-
um verkefnum utan heimilis, jafnvel
meðan börnin voru lítil? Aldrei fékk
ég athugasemdir frá henni um þenn-
an lífsmáta, miklu fremur stuðning í
verki, börnin áttu alltaf athvarf í
sveitinni.
Lára tengdamóðir mín var ljúf,
elskuleg og glaðlynd kona, en það var
sárt að horfa á Alzheimer-sjúkdóm-
inn taka hana smám saman burtu,
skarð ættmóður er vandfyllt. Langri
og farsælli ævi er lokið en minningin
lifir í öllum afkomendum hennar og
þá ekki síst í þeim sem stóðu henni
næst. Ég bið henni blessunar á nýj-
um dvalarstað, ég sé hana fyrir mér í
grænum garði sumarlandsins, þar
sem vaxa marglit blóm og sólin skín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði.
Guðrún Tryggvadóttir.
Það er ekki auðvelt að skrifa niður
á blað minningar um þig. Orð verða
fátækleg í samanburði við þig.
Elsku Lára amma, okkur systkin-
in langar að senda þér okkar hinstu
kveðju með þessum minningum.
Það var aldrei til neitt sem var
ekki hægt hjá þér. Það var alveg
sama hvenær við komum til þín og
afa, það voru alltaf gestir, þéttsetið
við 12 manna matarborð í eldhúsinu,
það var „eðlilegt“. Við systkinin nut-
um þess að hafa fengið að vera hjá
ykkur afa í sveitinni og eigum öll
mjög góðar minningar frá þeim tím-
um. Ertu komin gæskan? var alltaf
sagt þegar maður stakk hausnum inn
í dyragættina á eldhúsinu þínu. Því-
lík spenna að komast í sveitina, það
voru ófáar ferðirnar sem var hlaupið
niður tún og stokkið yfir lækinn (sem
sumum tókst ekki alltaf) til að hitta
frændsystkinin okkar, Pálmar heit-
inn, Laugu og Lalla á Vörðubrún.
Áhyggjulausir dagar í sveitinni.
Stundum höldum við að þú hafir haft
innbyggða veðurathugunarstöð, það
var eins og þú vissir hvenær væri
nógu góður þurrkur til að sjóða þvott
í stóra pottinum, vinda og hengja út.
Príla upp stigann að hænsnakofan-
um til að sækja egg var ekkert sem
þú varst að gera mál úr, baka, elda,
halda húsinu hreinu, sjá um alla gest-
ina sem litu til ykkar afa, og alltaf all-
ir velkomnir. Aðra eins ömmu hafði
enginn af okkur svo mikið sem heyrt
um.
Elsku besta amma, hafðu þökk
fyrir allt og allt
Við hittumst síðar
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka,
muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun,
amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Dagrún, Tryggvi og
Harpa Haraldsbörn.
Hún Lára amma var fædd á Jök-
uldalsheiði en búskaparár sín bjó
hún á Hallgeirsstöðum í Jökulsár-
hlíð þar sem hún ól 16 börn. Amma
og afi bjuggu ennþá á Hallgeirsstöð-
um þegar við vorum börn og því lá
leið okkar oft þangað til fundar við
þau og stóran frændgarð. Minning-
arnar eru margar og góðar úr þess-
um ferðum. Oft var glatt á hjalla og
alltaf svignuðu borðin undan kræs-
ingunum hennar ömmu.
Eftirminnilegastar eru samt jóla-
ferðirnar til Hallgeirsstaða. Þar var
alltaf jólaboð á jóladag og margt um
manninn. Ein þessara ferða er okk-
ur elstu systrunum sérstaklega eft-
irminnileg. Það var jólin 1973. Ófært
var yfir Heiðarendann og því var ek-
ið um Hróarstungu til að komast í
jólaboðið og þaðan var farið á vél-
sleðum yfir Jökulsá á Dal sem var á
ís. Fólkið var dregið á sleðum því
ekki voru sæti fyrir alla á vélsleð-
unum og margir vildu komast í
ómissandi jólaboðið á Hallgeirsstöð-
um. Það var gott að fá rjúkandi kakó
hjá ömmu eftir sleðaferðina þá. Þeg-
ar haldið var heim á leið passaði
amma að allir væru vel búnir á sleð-
ana og auka ullarsokkum var
smeygt á litla fætur. Ekki þurfti
nokkrum að verða kalt, átti amma
alltaf nóg af ullarvettlingum og
sokkum sem hún prjónaði þegar
stund gafst frá öðru amstri á stóru
heimilinu.
Þegar við eltumst fundum við að
amma vildi ekki aðeins að allir væru
vel búnir til að verjast kuldabola.
Henni var mikilvægt að við værum
vel til fara. Helst vildi hún sjá okkur
systurnar í pilsum eða kjólum eins
og tíðkaðist í hennar ungdæmi, en
ekki buxum. Þetta uppfylltum við
systurnar ekki oft á unglingsárun-
um en þegar við komum til hennar í
pilsi eða kjól hafði hún alltaf orð á
því.
Í huga okkar lifa ljúfar minningar
um góða dugnaðarkonu sem alltaf
tók á móti okkur brosandi og kát
þegar okkur bar að garði.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni. Jónsson frá Gröf.)
Árdís Dögg, Berglind, Sóley,
Þröstur og Fjóla Orrabörn.
Gamall nágranni er fallinn frá
eftir langa og starfsama ævi og skil-
ur eftir stóran hóp afkomanda og
enn stærri hóp vina og velunnara.
Í hugum sveitunganna var Lára á
Hallgeirsstöðum hin sanna hús-
móðir, sem alltaf virtist hafa kraft
og tíma til að sinna gestum og gang-
andi, þrátt fyrir sína stóru fjöl-
skyldu. Það virtist til dæmis aldrei
neitt mál að bæta við hópinn tíu
skólakrökkum eða svo þá mánuði
sem farskólinn var á heimili henn-
ar.
Aldrei man ég heldur til þess að
hún skipti verulega skapi þó mikið
gengi stundum á hjá öllum þessum
krakkaskara. Í mesta lagi skellti
hún á lærið og sagðist „aldeilis
hissa“ á hamaganginum í ungviðinu.
Þetta kunnu krakkarnir líka að meta
og alltaf var vinsælt að vera hjá
þeim Láru og Kela þegar skólinn
var á heimili þeirra.
Ekki var síðra að eiga þau og börn
þeirra að nágrönnum og vinum. Þá
var samhjálpin oft mikil við bústörf-
in til sveita og ekki talið eftir sér að
leggja nágrannanum lið ef á þurfti
að halda.
Fyrir öll þessi góðu samskipti vil
ég þakka Láru nú á skilnaðarstund
og mæli þar einnig fyrir munn for-
eldra minna, sem lengst af bjuggu á
næsta bæ og minnast hennar nú
með hlýju og söknuði.
Stefán Bragason
frá Surtsstöðum.
Lára Stefánsdóttir