Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 34

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Gunnar JóhannSteinþórsson Fló- venz fæddist á Siglu- firði 13. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 28. október 2009. For- eldrar hans voru Jak- obína Ingibjörg Fló- venz, húsfreyja á Siglufirði, f. á Hólum í Hjaltadal 3.9. 1903, d. 4.2. 1977, og Steinþór Hallgrímsson, kaup- maður á Siglufirði, f. á Laufási við Eyjafjörð 15.10. 1896, d. í Winnepeg 3.4. 1957. Gunnar var einkabarn foreldra sinna sem skildu stuttu eftir fæðingu hans. Hinn 7.10. 1950 kvæntist Gunnar Sigrúnu Ólafsdóttur, f. í Viðey 17.8. 1927. Foreldrar hennar voru Jak- obína Davíðsdóttir frá Akureyri, f. 17.8. 1882, d. 27.4. 1966, og Björn Ólafur Gíslason frá Búðum á Fá- skúrðsfirði, f. 4.9. 1888, d. 2.7. 1932. Börn Gunnars og Sigrúnar eru: 1) Ólafur, f. 1951, kvæntur Sigurrós Jónasdóttur, f. 1952, og eiga þau þrú börn; Gunnar Jóhann, f. 1976, kvæntur Elínu S. Ásgeirsdóttur, f. 1979 og eiga þau soninn Ólaf, f. 2009; Sigrúnu, f. 1982, sem, gift er borgarháskóla 1949-1950 og aftur 1959 í boði háskólans. Hann tók við forstöðu nýrrar skrifstofu Síld- arútvegsnefndar í Reykjavík árið 1950 og varð framkvæmdastjóri ár- ið 1959. Því starfi gegndi hann til ársloka 1989. Eftir það varð hann formaður nefndarinnar í fullu starfi til ársins 1998 og vann þá m.a. að breytingu Síldarútvegs- nefndar í hlutafélagið Íslandssíld hf. Gunnar átti sæti í fjölda samn- inganefnda við erlend ríki á vegum íslenskra stjórnvalda. Hann stjórn- aði um áratuga skeið samn- ingagerð um sölu íslenskrar salt- síldar, ekki síst til landa Norður- og Austur-Evrópu. Gunnar starfaði í fjölda nefnda um sjávarútvegsmál og utanríkisviðskipti. Þá hafði hann frumkvæði að og umsjón með ritun síldarsögu Íslands, er út kom árið 2007 undir heitinu Silfur hafs- ins – gull Íslands. Gunnar var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 1983, stórriddarakrossi 1989, riddarakrossi finnsku Ljóns- orðunnar 1977 og kommandör- krossi finnsku Hvítu rósarinnar 1982. Gunnar og Sigrún bjuggu í Barmahlíð 5 í Reykjavík til 1956 er þau fluttu að Kópavogsbraut 88. Gunnar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 6. nóvember, klukkan 15. Sigurði Stefánssyni, f. 1982, og Árna Jak- ob, f. 1988. 2) Bryn- hildur, f. 1954, gift Daníel Friðrikssyni, f. 1952, og eiga þau fjögur börn; Sigrúnu, f. 1977 sem, gift er Gissuri P. Giss- urarsyni, f. 1977, og eiga þau dótturina Hildi, f. 2006; El- ísabetu, f. 1983; Dav- íð, f. 1989, og Birtu, f. 1993. 3) Margret, f. 14.8. 1959, gift Tryggva Stefánssyni, f. 1954, og eru þeirra börn Birgir, f. 1979, kvæntur Ýri Geirsdóttur, f. 1979, og eiga þau synina Egil, f. 2007, og Snorra, f. 2008; Hildur, f. 1981, Unnur, f. 1988, og Sólrún Lára, f. 1996. 4) Gunnar, f. 19.3. 1963, kvæntur Beru Pálsdóttur, f. 1962, og eiga þau synina Kára, f. 1991, Ívar, f. 1995, og Egil, f. 1997. Gunnar ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldrum á Siglufirði. Að lokinni skólagöngu á Siglufirði árið 1942 nam hann við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1946. Að því loknu vann hann sem fulltrúi hjá Síldarútvegsnefnd á Siglufirði. Gunnar nam hagfræði við Ham- Með Gunnari Flóvenz er genginn síðasti karlmaðurinn í frændgarði bernskuheimilis míns á Leifsgöt- unni þar sem amma okkar, Jak- obína Davíðsdóttir, var höfuð fjöl- skyldunnar með systrunum Huldu, Þorbjörgu og Sigrúnu, Gísli bjó í kjallaranum með móður minni Hólmfríði, en Davíð og Margrét flutt að heiman. Mér er það enn í fersku minni þegar Gunnar kom fyrst í fjölskylduna; hann kom ak- andi í hlaðið á siglfirskum Willy’s- jeppa, fullur af lífsgleði, orku og sjálfstrausti. Það mun hafa verið í kringum 1950, ég var kannski orð- inn sjö ára, og skildi að hann renndi hýru auga til Sigrúnar frænku. Þó ekki væri nema fyrir jeppann kom Gunnar eins og fersk- ur stormsveipur inn í líf okkar barnanna á Leifsgötunni, Mar- grétar Láru, Jakobínu, Björns Ólafs og mitt. Það var ekki bara jeppinn, það var líka viðmót hans sem gladdi okkur og efldi með okk- ur sjálfstraust. Á þessum árum voru fáir bíleigendur á Leifsgöt- unni, enda gatan frekar leikvöllur barnanna en bílanna. Það var ein af þessum undarlegu stundum í lífi ungs drengs þegar Gunnar bauð mér einum í bíltúr í jeppanum upp í Rauðhóla og leyfði mér að setjast undir stýrið inni í hraungígunum. Þessi atburður skapaði dýrðar- ljóma í kringum Gunnar í augum ungs pilts. Það eru örlög allra barna að fæð- ast inn í heim annarra. Það er í þessu undarlega stefnumóti hins nýfædda við foreldra sína og nán- asta umhverfi sem einstaklingurinn mótast. Mín kynslóð er sú síðasta sem mótaðist fyrir tíma sjónvarps- ins og þurfti því að læra að þekkja sjálfa sig í gegnum kynni af raun- verulegu fólki sem forsjónin hafði valið henni. Í frændgarði okkar barnanna var litríkur hópur heim- ilisfeðra, sem var okkur fyrirmynd og spegill, sem við lærðum að þekkja okkur sjálf í. Nú er sá hóp- ur allur, og ástæða til að staldra við. Lárus Blöndal skipstjóri, eig- inmaður Margrétar frænku, dó þegar ég var barnungur. Andlát hans skildi eftir stórt tóm og stórar spurningar fyrir ungan dreng. Helgi Þorsteinsson dó seinna, en langt fyrir aldur fram. Kjarna þessa frændgarðs okkar, barna- barna Jakobínu Davíðsdóttur, mynduðu bræðurnir Gísli og Davíð Ólafssynir og mágar þeirra Lárus Blöndal bókavörður og Gunnar Flóvenz. Ótaldar eru samveru- stundirnar og fjölskylduboðin sem við sóttum þar sem þessir herra- menn mynduðu kjarna sem greini- lega var bundinn traustum vináttu- böndum er gerðu þessar samverustundir að eilífu tilhlökk- unarefni okkar unga fólksins. Á þessum samverustundum lærðum við hreina samræðulist þar sem gagnkvæm virðing og vinátta blandaðist hárfínu skopskyni og glaðværð: tístandi hlátur Lárusar, örlæti Davíðs, snerpa Gunnars og hógværð Gísla var sú fyrirmynd, sem kenndi okkur börnunum um- fram annað hver við vorum og hvað það var að vera manneskja. Allir áttu þeir það sameiginlegt að örva okkur og stappa í okkur stálinu. Allir áttu þeir sinn stóra þátt í að gera okkur að því sem við erum í dag. Með Gunnari Flóvenz kveðj- um við síðasta læriföður okkar úr þessum hópi. Hann var gæfumaður í lífi sínu og við þökkum honum fyr- ir samfylgdina. Ólafur Gíslason. Við Gunnar Flóvenz áttum það sameiginlegt að alast upp í síld- arbænum Siglufirði. Uppvaxtarárin eru sveipuð ljóma þessa óvenjulega bæjarfélags. Siglufjörður stækkaði á sumrin þegar síldarbátarnir lögðu drekkhlaðnir að landi með silfur hafsins sem var undirstaða gjaldeyristekna íslensku þjóðarinn- ar. Fjöldi fólks hjálpaðist að við að vinna sem mest verðmæti úr síld- inni. Fólk kom hvaðanæva af land- inu en líka frá öðrum löndum – Siglufjörður var suðupottur á sumrin, skip fylltu fjörðinn og ský frá bræðslunni lá yfir bænum með tilheyrandi peningalykt. Mannlífið var fjölbreytilegt og þroskandi og frá unga aldri áttum við þess kost að leggja okkar af mörkum í verð- mætasköpuninni. Á veturna var Siglufjörður fámennari og friðsælli. Þar var gott að vaxa úr grasi og við Gunnar áttum samleið bæði í barna- og gagnfræðaskóla. Við vor- um líka saman í fótboltanum og í sama liði þegar keppt var milli hverfa. Þegar framhaldsskólinn tók við skildi leiðir – Gunnar fór í Verzl- unarskóla Íslands en ég í Mennta- skólann á Akureyri. En síldin átti eftir að leiða okkur saman á ný. Ég tók sæti í síldarútvegsnefnd árið 1962 og var í nefndinni samfellt til 1979, lengi vel sem formaður. Allan tímann var Gunnar framkvæmda- stjóri nefndarinnar og sinnti því starfi með einstakri prýði. Utanrík- isviðskipti voru þá með allt öðru sniði en nú – m.a. sá síldarútvegs- nefnd um vöruskiptasamninga í Austur-Evrópu. Mér eru minnis- stæðar margar langar lotur við samningaborð í Sovétríkjunum, Póllandi og víðar. Þar var vélað um mikla fjárhagslega hagsmuni fyrir íslenskt þjóðarbú. Ég fullyrði að betri fulltrúa en Gunnar Flóvenz hefðu Íslendingar ekki geta valið sér í þessar viðræður. Nákvæmni hans, þekking og samviskusemi var einstök. Undirbúningur var alltaf upp á 10, þekking óbrigðul og hvergi var komið að tómum kof- unum. Gunnar var ekki bara íhug- ull og nákvæmur, hann bjó líka yfir tækni hershöfðingjans sem sá marga leiki fram í tímann og þekkti viðsemjandann og þarfir hans út í hörgul. Í mínum huga er enginn vafi á því að fyrir vikið náðu Íslend- ingar iðulega mun betri samning- um í sölu síldar en ella hefði orðið. Gunnar var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann og eiginkona hans, Sigrún Ólafsdóttir, eiga fjögur börn, tengdabörn og fjölda mann- vænlegra afkomenda. Þau hjónin voru afar samrýnd, heimili þeirra við Kópavogsbrautina bar vitni ein- stakri smekkvísi og snyrti- mennsku. Reisulegt húsið og glæsi- legur garðurinn vakti athygli allra þeirra sem um Kársnesið áttu leið. Sigrún og Gunnar voru einstakir gestgjafar og góðir grannar. Við Hólmfríður höfum notið gestrisni þeirra og vináttu um áratugaskeið. Fyrir það erum við ákaflega þakk- lát. Að leiðarlokum minnumst við vinar sem var einstakur um margt, en fyrst og síðast var hann grand- var og gegnheill. Við hjónin, börn okkar og fjölskyldur þeirra, send- um Sigrúnu og öllum eftirlifandi ástvinum Gunnars vinar okkar hugheilar samúðarkveðjur, Jón Skaftason. Gunnar Flóvenz var um margt mjög merkur maður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Gunnari mjög náið og eignast hans vináttu og traust í gegnum sautján ára samstarf okkar hjá Síldarút- vegsnefnd. Síldin, silfur hafsins, sem stóran hluta síðustu aldar var ein mik- ilvægasta útflutningsafurð Íslend- inga átti hug hans allan og henni helgaði hann lífsstarf sitt. Fullyrða má að enginn maður hafi á þessum tíma haft eins yfirgripsmikla þekk- ingu á öllu sem að síldinni laut, líf- ríki, stofnum, veiðisvæðum, veiði, nýtingu, mörkuðum og markaðs- setningu. Gunnar hafði frumkvæði að því að Síldarsaga Íslendinga „Silfur hafsins – Gull Íslands“, sem út kom árið 2007 í mjög veglegum þremur bindum, var rituð og átti auk þess drjúgan hlut í ritun henn- ar og ritstjórn. Allt sem Gunnar tók sér fyrir hendur gerði hann af fádæma vandvirkni og alúð. Hann var í eðli sínu alvörugefinn nákvæmnismað- ur, en með mjög næman og góðan húmor, sem vel kom í ljós á glað- værum stundum. Gunnar var vel lesinn og fjölfróður sem ég fékk oft að njóta á ferðum okkar erlendis. Landafræði var í sérstöku uppá- haldi og gat hann teiknað fríhendis strandlínur og landamæri landa heimsins af mikilli nákvæmni og á flugferðum átti hann það til að teikna varnar- og sóknar-línur herja á heimsstyrjaldatímum og rekja herkænskulist stórhershöfð- ingja þeirra tíma. Sjálfur var Gunnar mikill hershöfðingi í sér, bjó yfir mikilli og sterkri framtíð- arsýn og var einkar kænn í allri stefnumótun sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var varkár fyrirvara- maður og lét sér aldrei duga plan B, þegar mikið var í húfi, heldur lagði niður fyrir sér alla hugsan- lega kosti sem upp gætu komið og átti í handraðanum svör við þeim öllum. Margan lærdóm á ég Gunn- ari að þakka og meira lærði ég af honum í fyrirhyggju, vönduðum undirbúningi verka, staðfestu og stefnumótun en af skólagöngu og annarri lífsreynslu. Gunnar gerði miklar kröfur til samstarfsfólks um leið og hann leiðbeindi því vel um til hvers hann ætlaðist. Hann var gagnrýninn en að sama skapi mjög þakklátur fyrir vel unnin verk. Þessir eiginleikar urðu til þess að honum hélst vel á samstarfsfólki og á vinnustaðnum ríkti mikil sam- heldni og starfstryggð. Í einkalífinu var Gunnar mikill gæfumaður og samband þeirra Sig- rúnar sterkt og náið. Eigum við Maja margar og góðar minningar frá samveru með þeim hjónum í leik og starfi, sem við minnumst nú með gleði og þakklæti. Við Maja og fjölskylda okkar vottum Sigrúnu, börnum þeirra Gunnars og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Einar Benediktsson. Margs er að minnast þegar vinur okkar, Gunnar Flóvenz, er kvadd- ur. Við hjónin höfum þekkt Gunnar frá því að við vorum í barnaskóla á Siglufirði og fylgst með lífshlaupi hans æ síðan enda þau hjón meðal okkar allra bestu vina. Gunnar var mikill Siglfirðingur og fylgdist alla tíð með mannlífi þar eftir að hann flutti suður. Þegar talið barst að mönnum spurði Gunnar: Var hann af Bökkunum, Brekkunni eða Eyr- inni? Alla starfsævi sína starfaði Gunnar hjá Síldarútvegsnefnd, lengst af sem framkvæmdastjóri. Þekking hans á sögu síldveiða og verkun síldar var með ólíkindum og er óhætt að fullyrða að enginn stóð honum þar framar. Eftir að hann hætti störfum hjá Nefndinni vann hann það þrekvirki að sjá um út- gáfu á síldarsögu Íslands í þremur stórum bindum: Silfur hafsins, Gull Íslands, og ber útgáfan vott um ná- kvæmni Gunnars og smekkvísi. Oft átti Gunnar í samningum um sölu síldarinnar til hinna ýmsu þjóða en óhætt mun að fullyrða að langerfiðustu samningarnir munu hafa verið við Rússa og gátu þær samningaferðir tekið fleiri vikur. Reyndi þá mikið á þrek og kjark og var til þess tekið hve langt Gunnar komst með þá erfiðu samninga. Framhaldsmenntun hlaut Gunn- ar í Þýskalandi og bar hann alltaf mikla virðingu fyrir Þjóðverjum og skipulagi þeirra og nákvæmni. Fylgdist hann mjög vel með hvað þar fór fram og las reglulega „Der Spiegel“ og „Frankfurter Allge- meine Zeitung“. Oft hringdi Gunn- ar og sagði fréttir úr þessum blöð- um, t.d. um fjármál, og spurði álits. Varð þetta iðulega kveikjan að löngum samræðum. Dagarnir við Dunká eru ógleym- anlegir, auðvitað alltaf sól og sunn- anvindur. Ekki alltaf mikil veiði en gaman, gleði og söngur fram eftir öllu enda kunnu Gunnar og Sigrún þau ósköp af ljóðum og lögum. Við rifjuðum upp gömlu ljóðin sem Tryggvi Kristinsson söngkennari kenndi okkur í Barnaskólanum ásamt öllu hinu. Allt varð að skemmtilegheitum hjá okkur, gamlar grínsögur frá Siglufirði sagðar, sem nóg virðist til af. Allt varð ógleymanlegt. Eitt sinn er við komum að veiðistað þar sem Gunn- ar og Sigrún höfðu dregið 7 laxa sagði Gunnar að þetta væri nú orð- ið ágætt „og takið þið nú við“. Það var eins og við manninn mælt, við tókum aðra 7, við mikinn fögnuð þeirra. Gunnar var frábær teiknari. Eitt sinn, er við sátum nokkrir Siglfirð- ingar í sumarbústað okkar í Grafn- ingi, settist Gunnar afsíðis. Eftir stutta stund hafði hann teiknað mynd af fjallahring Siglufjarðar, svo nákvæma að engu skeikaði, allt eftir minni. Við þökkum Gunnari margra ára vináttu og tryggð og sendum Sig- rúnu og börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðný og Sigurður Njálsson. Vinur minn Gunnar Flóvenz hef- ur kvatt þennan heim. Ég átti því láni að fagna að eiga góða samleið með Gunnari en leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir tæpum þremur áratugum þegar ég var blaðamaður á Morgunblaðinu. Þar fjallaði ég um sjávarútvegsmál og að sjálf- sögðu um sölumál saltsíldar sem skiptu þá þjóðina afar miklu máli. Fullyrða má að enginn maður á Ís- landi, og þótt víðar væri leitað, hafi vitað meira um saltsíldarmarkaðina en Gunnar Flóvenz. Við samninga- gerðina hagaði hann sér svipað og pókerspilari eða herforingi. Hann sá jafnan fyrir helstu klæki „óvin- arins“ og kom jafnan með krók á móti bragði. Gunnar var nokkuð sérstæður í háttum. Nákvæmni hans var með ólíkindum og þótti mörgum full- langt gengið, þegar hann gat vitnað orðrétt í ummæli manna á fundum Síldarútvegsnefndar eða við önnur tilefni mörg ár aftur í tímann. Hann skrifaði nákvæmlega hjá sér þau atriði sem honum þóttu skipta máli. Dagbækur hans eru einstakar heimildir frá starfsævi hans og samtíma. Þegar ég leitaði frétta frá Gunn- ari var það skilyrði að koma á skrif- stofu hans við Garðastræti. Mik- ilvæg málefni voru ekki leyst í gegnum síma. Þegar til Gunnars var komið vissi hann auðvitað er- indið og var búinn að ákveða hvað hann ætlaði að láta eftir sér hafa. Því varð ekki breytt. Mér er minn- isstætt að einu sinni var Gunnar nánast tilbúinn með efni í frétt inn í blaðið og ekki nóg með það, heldur tilvísun í fréttina á forsíðu. Sam- starf mitt við Gunnar sem blaða- maður var ætíð gott en síðar tókst með okkur enn nánara samstarf þegar hann réðst í það þrekvirki að láta rita Íslandssögu síldveiða, vinnslu og markaðsmála. Gunnar hélt sína eigin skrifstofu á heimili sínu við Kópavogsbraut og þar sat ég reglulega fundi með honum í nokkur ár vegna síldarsög- unnar. Í þeim samskiptum varð mér enn ljósara en áður hvílíka þekkingu og yfirsýn Gunnar hafði yfir síldarmálin. Ekkert var honum óviðkomandi og segja má að allt hafi hann vitað. Fundirnir með Gunnari voru stundum tímafrekir og jafnvel erfiðir á köflum en ekki hefði ég viljað missa af þessum samskiptum þótt stundum hafi ég verið þreyttur þegar heim var kom- ið að loknum fundi. Þar var margt rætt og einu sinni bar það á góma að á æskuárunum í Siglufirði hefði hann stundað skíðastökk. Einhvern veginn fannst mér það skrítin til- hugsun að sjá Gunnar fyrir mér í skíðastökki. Hann hefur hins vegar örugglega gert það með miklum glæsibrag eins og allt annað sem hann hefur gert um ævina. Gunnar var mikilmenni sem hafði það að markmiði að vinna þjóð sinni gagn. Það tókst honum svo sannarlega. Síðasta þrekvirki Gunnars var að koma út síldarsög- unni sem hlaut nafni Silfur hafsins – Gull Íslands, Síldarsaga Íslend- inga. Hún kom út í þremur bindum árið 2007, glæsilegt verk. Einstök heimild um síldarútveg Íslendinga. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Sigrún Ólafsdóttir. Hún var hans stoð og stytta alla tíð. Henni og afkomendum Gunnars votta ég samúð mína við fráfall hans. Hjörtur Gíslason. Gunnar J.S. Flóvenz

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.