Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Glæsilegur kvenfatnaður á góðu verði M b l1 15 17 99 Lepel, Lejaby, Charnos, Elixir, Panache, Masqurade, DM, Pastunette. A-FF skálar Frábært úrval af undirfatnaði Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is Aðhaldsundirföt Í GRÁMYGLU hversdagsins, kuldanum og myrkrinu sem breiðir úr sér yfir æ stærri hluta af deginum er freistandi að láta sokkabuxurnar, pilsin og kjólana lönd og leið og smeygja sér bara í buxur og peysu á morgnana. Margar hafa pakkað sokkabuxunum niður með sum- arkjólunum og sandölunum en það er ekkert sem segir að mað- ur geti ekki verið í sokkabuxum á veturna, svo lengi sem restin af „átfittinu“ er í takt við veð- urfarið. Góð leið til að fríska upp á heildarútlitið og breyta aðeins til á veturna er að vera í munstruðum, svörtum sokkabuxum, og það hafa stjörnurnar í Hollywood gert. Þá eru svörtu, heillitu og hálf- gegnsæju sokkabux- urnar að koma aftur með stæl. Þær er hægt að fá víða og ganga jafnt í skól- anum eða vinnunni sem og þegar verið er að skemmta sér úti með vinunum. Í Tops- hop og Cobra í Kringl- unni sem og flestum apótekum er gott úr- val af sokkabuxum frá allt að 1.490 kr. Katy Perry, Diane Kruger og Maggie Gyllenhall í þunnum, svörtum sokka- buxum. Taylor Mom- sen úr Gossip Girl sést vart öðruvísi en í skrautlegum sokkabuxum. FLESTIR þrá skjannahvítar tenn- ur en því miður er það svo að með aldrinum (og reykingum, kaffi-, gos- og rauðvínsdrykkju) dökkna þær nokkuð. Það er ekki á allra færi að leita kostnaðarsamra úrræða hjá tannlæknum til að öðlast Holly- wood-brosið en hinsvegar er hægt að lýsa tennurnar með efnum sem fyrirfinnast á flestum heimilum. Matarsódi er nytsamlegur í fleira en bakstur. Flestir tannlæknar eru sammála um að hann er öruggur í notkun og virkar skjótt. Stráið hon- um á blautan tannbursta eða bland- ið í tannkrem til að fá betra bragð. Fæst í öllum matvöruverslunum. Vetnisperoxíð eiga sumir í bað- herbergisskápnum. Það er oxandi lausn sem er notuð til að skola munn við bólgum í tannholdi og munnholi og fæst í öllum apótekum. Burstið tennurnar og skolið þær loks upp úr vetnisperoxíðinu í u.þ.b. 1 mínútu áður en þið spýtið því í vaskinn (alls ekki kyngja því). Einn- ig er hægt að væta bómull upp úr lausninni og dumpa henni á tenn- urnar. Ekki óttast ef þið finnið fyrir smásviða í gómnum, hann hverfur skjótt. Flestir sjá árangur innan tveggja vikna en það getur gerst mun fyrr. Þá virka matarsódinn og vetnisperoxíðið einnig vel saman. Blandið saman í skál tveimur te- skeiðum af matarsóda og tveimur til þremur teskeiðum af vetnisperoxíði, eða þannig að blandan sé álíka þykk og tannkrem. Hægt er að bragð- bæta blönduna með eilitlu tann- kremi. Burstið tennurnar með þess- ari blöndu og leyfið henni að liggja á tönnunum í a.m.k. 2 mínútur. Skolið munninn og burstið tennur með venjulegu tannkremi til að losna við bragðið og vetnisperoxíðið. Ekki er ráðlagt að nota þessa blöndu oftar en einu sinni í viku og alls ekki séu tennurnar viðkvæmar. Ótrúlegt en satt þá eru efni sem hvítta tennur í jarðarberjum. Hægt er að nudda berjunum á tennurnar eða mauka þau og nota sem tann- krem. Þar sem berin eru súr og innihalda ávaxtasykur er mikilvægt að bursta tennurnar með flúor- tannkremi eftir á. Ódýr og auðveld ráð til að hvítta tennurnar Hálfgegnsæjar eða munstraðar Ekki mörg den í þessum buxum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.