Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 32

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Þormóður Geirs-son fæddist í Es- kilstuna í Svíþjóð 11. september 1979. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 27. október 2009. For- eldrar hans eru Geir Friðgeirsson, f. 18.8. 1947 og Kolbrún Þor- móðsdóttir, f. 11.1. 1952. Systur Þormóðs eru: 1) Steinunn, f. 4.3. 1971, maður hennar er Björn Kristinn Broddason, þau eiga 3 dætur; Kolbrúnu Emmu, Kristínu Lind og Dagbjörtu Nönnu. 2) Nanna, f. 23.1. 1975, maður hennar er Martin Trier Risom. 3) Auður, f. þar sem hann ólst upp og gekk í barnaskóla og menntaskóla. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní árið 2000. Fluttist svo til Reykjavíkur og hóf nám í lyfja- fræði við Háskóla Íslands haustið 2003. Kláraði M.A. í lyfjafræði sumarið 2008. Vann með skólanum hjá Lyfju og á Tilraunastofu Lyfja- fræðideildar. Eftir útskrift 2008 vann hann í hálft ár á Lyfjastofnun en frá 1. janúar 2009 var hann ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Lipid Pharmaceuticals. Hann var alla tíð mikið í félagsstörfum. Þormóður, Erla og dætur bjuggu á Stúd- entagörðunum við Eggertsgötu 6- 10 og annaðist hann störf Garðpró- fasts þegar hann lést. Þormóður verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 6. nóv- ember, og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar 24.3. 1976, hún á 1 son, Guðmund Gabrí- el Hallgrímsson. Eiginkona Þor- móðs er Erla Björk Jónsdóttir, f. 1.12. 1978. Dætur þeirra eru Auður Rós, f. 26.4. 2003 og Freydís Lilja, f. 21.8. 2006. Foreldrar Erlu Bjarkar eru Jón Guð- laugsson, f. 21.4. 1957 og M. Auður Gísla- dóttir, f. 4.10. 1959. Systur Erlu eru Sif, f. 7.9. 1985 og Andrea, f. 3.4. 1995. Þormóður fæddist í Svíþjóð og bjó þar fyrstu 2 árin með fjöl- skyldu sinni. Síðan fluttust þau til Húsavíkur og loks til Akureyrar Elsku ástin mín. Aldrei hefði mig grunað að ég þyrfti að skrifa þessi orð til þín í dag. Framtíð okkar var svo björt og öll okkar markmið að ganga upp. Framundan var braut- skráning, vinna, námskeiðin í tengslum við vinnuna sem við ætl- uðum að sækja saman og síðan flutningarnir sem okkur hafði dreymt um. Við hlökkuðum svo til að fara að hefja þennan nýja kafla í lífi okkar. Kveðja það gamla og góða, sem vissulega var gott, og heilsa því nýja. Því er það svo djúps- árt nú að þurfa að standa frammi fyrir þeirri tilfinningu að finnast líf- ið hafa spólað yfir alla kaflana sem við áttum eftir og nú sit ég og rita lokakaflann. Minningarnar ylja mér og færa okkur stelpunum þínum ljós. Allt varst þú okkur og allt vorum við þér. Við áttum svo marga drauma og áttum eftir að gera svo margt. En við höfðum líka áorkað svo ótal mörgu á þessum átta árum sem við fengum saman. Ég vissi það strax frá fyrstu stundu að ég myndi elska þig. Þú heillaðir mig strax með fasi þínu og ég sá og fann að þú varst einstakur. Margt var líkt með okkur og ólíkt þegar við kynnntumst en á einhvern hátt fullkomnuðum við hvort annað. Þú gafst mér svo mikið og hjálpaðir mér að vera sú mann- eskja sem ég er í dag. Alltaf svo hvetjandi og alltaf til staðar. Og þannig var samband okkar. Við vor- um alltaf saman, stundum svo mikið að okkur varð nærri nóg um. Við göntuðumst oft með það. Það er þó það sem gefur mér mest í dag og er svo óendanlega þakklát fyrir. Nú horfi ég á litlu blómarósirnar okkar sem eru svo líkar pabba sínum. Svo miklir gleðigjafar, svo hlýjar og góðar stelpur. Alveg eins og þú! Þær sakna pabba sárt, en þær vita að þú vakir yfir. Auður Rós er búin að velja sér óskastjörnu sem hún hefur tileinkað þér. Og þangað lítur hún þegar hún vill minnast þín og leggja hugsanir sínar til þín og það mun hún líka kenna Freydísi Lilju að gera með tímanum. Ég á þér svo margt að þakka. Ást- ina, virðinguna. Augun þín og brosið þitt. Hláturinn og kímnina. Stóra og hlýja faðminn þinn sem alltaf var hægt að treysta á að væri opinn og nálægur. Rómantíkina í hversdags- leikanum. Gleðina og áhugamálin sem við fundum okkur alltaf sam- eiginlegan vettvang í. Kærleikann þinn og hjartað þitt. Þú varst alltaf þú sjálfur og alltaf svo sannur. Takk fyrir einlægnina og tilfinninganæm- ið sem þú gast alltaf sýnt þrátt fyrir karlmennsku þína. Þolinmæðina, hrósin og hvatninguna. Að hafa allt- af verið svo stoltur af mér og dætr- um okkar. Þú gafst mér þessa litlu engla og blómarósir. Takk fyrir þær og allar stundirnar sem við áttum saman sem fjölskylda. Þær stundir voru okkur svo óendanlega mikil- vægar og gáfu okkur alla okkar hamingju. Takk fyrir að vera svona góður pabbi. Þú varst besti pabbi í heimi og gafst dætrum okkar svo mikla ást og annaðist þær af svo mikilli alúð og natni. Ég elska þig og virði og dái. Þú munt alltaf búa í hjarta mínu og þú verður ætíð fyrirmynd mín og okkar stelpnanna. Nú þegar þú ert farinn þá hvílum við í þeirri vissu að þú víkir aldrei frá okkur. Að þú umvefj- ir okkur kærleika þínum á hverjum degi, vakir yfir okkur og leiðbeinir. Af þakklæti og ást. Þín Erla Björk. Elsku pabbi. Það var svo gaman að við fórum út að veiða fisk og þú dróst fiskana svo flott upp. Þú varst svo góður að leyfa mér að veiða með þér. Takk fyrir að vera svona góður og skemmtilegur. Þú varst svo góður að vera með mér í fótbolta. Takk fyrir allt sem var skemmtilegt í ferðalaginu í Neskaupstað í sumar. Þú varst svo skemmtilegur brand- arakall og varst alltaf að leika við mig og æfa með mér. Lyfta mér upp í loftið og gera armbeygjur með mér. Pabbi, þú er bestur af öllum í heiminum. Ég elska þig. Þín, Auður Rós. Elsku pabbi (labbi). Þessa bæn sögðum við saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir að vera besti pabbi í heimi. Pabbi sem söng alltaf Draumahöll á kvöldin og var bestur í að klóra bakið á meðan. Ég elska þig. Þín, Freydís Lilja. Elsku sonur. Við kveðjum þig með sárum sökn- uði og sorg. Þjáningin er óbærileg, en nauðsynleg til að skilja hvað hef- ur gerst. Sorgin mikla er gríma gleðinnar, sem þú gafst okkur. Börnin eru dæmi um kraftaverk lífsins. Þú ert dæmi þess og gleði okkar var mikil að eignast son í við- bót við þrjár dásamlegar dætur. Þú fékkst alla ástúð sem við áttum og aldrei bar skugga á líf þitt. Þú end- urspeglaðir hamingju okkar og gafst öllum í kringum þig gleði. Þú varst stór og glæsilegur. Faðmur þinn var risastór og fullur af góð- vild. Það var vegna þess að þú varst hamingjusamur sjálfur og gafst ást í kringum þig. Sál þín er hrein og falleg. Þú laukst háskólaprófi fyrir rúmu ári og varst að vinna sem fram- kvæmdastjóri að verkefnum sem gefa góð fyrirheit. Þú varst svo lán- samur að kynnast Erlu Björk, sem þú elskaðir af öllu hjarta. Þið eign- uðust tvær dásamlegar dætur. Fjöl- skyldan var samhent og hamingja í hverju spori. Þú varst hraustur og duglegur að hreyfa þig. Þess vegna kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar þú veiktist skyndilega. Lítil slagæð í höfðinu gaf sig og líf þitt var að lokum komið. Við lítum svo á að líffræðilegt slys hafi gerst án þess að við yrði ráðið. Þú varst lánaður til okkar og tekinn aftur í blóma lífsins. Okkar verkefni eru mörg. Við munum styðja Erlu og dæturnar, systur þínar, alla vinina, sem eiga um sárt að binda. Við blessum þína fallegu minningu og söknum þín óendanlega mikið. Far þú í friði, elsku Þormóður. Pabbi og mamma. Elsku stóri litli bróðir okkar, við elskuðum þig frá því að við sáum þig fyrst þegar mamma og pabbi komu með þig heim af fæðingardeildinni. Við biðum alltaf eftir að þú vaknaðir og að við fengjum að sjá þín fallegu bláu augu svo við gætum sprellað eitthvað fyrir þig eða bara kysst þig og knúsað. Þú varst alltaf litli prinsinn á bænum en fórst svo vel með það enda hamingjusamur alla tíð með eindæmum. Við bárum þig á örmum okkar eins og við gátum enda eng- inn eins og þú. Við fjölskyldan fórum á skíði, í sund, í veiði, ferðalög eða bara vor- um með pizzukvöld á föstudögum alltaf öll saman, allar þessar minn- ingar eru ómetanlegar. Þegar þú stækkaðir og varðst stærri en við öll í fjölskyldunni not- aðirðu stærðina óspart til að stríða okkur hinum. Lyfta okkur upp eða lyfta upp sófum þegar þú varst að ryksuga til að þurfa ekki að beygja þig niður, eða þú notaðir þinn stóra góða faðm til að knúsa okkur og sýna hvað okkur þótti öllum vænt hverju um annað. Stundum varðstu þreyttur á stelpnafansinum heima, dæmi um það var þegar þú baðst mömmu og pabba um bróður, þau urðu eitthvað skrýtin á svipinn en þú afgreiddir það með því að segja að þú vildir sko eldri bróður. Síðan kom Kiddi inn í fjölskylduna og þar með rættist óskin svona næstum því enda þið alltaf góðir vinir og veiðifélagar. Við vorum alltaf stoltar af þér hvort sem þú varst að keppa í júdó, sundi eða að útskrifast úr MA eða sem lyfjafræðingur frá HÍ, þú varst alltaf svo stór og glæsilegur og það skein af þér lífsgleðin og hamingjan í hverju spori. Þú hittir þína yndislegu Erlu Björk árið 2002 og þú hélst áfram að vera hamingjusamur, ástin skein af ykkur og þið voruð svo samstiga. Við vorum svo ánægðar ef þú varst hamingjusamur og það varstu alltaf. Þið Erla eignuðust tvær yndislegar dætur sem þú barst ávallt á örmum þér, umvafðir þær ást og hlýju og varst svo góður pabbi. Alltaf að leika við þær eða gera eitthvað með þeim, þær voru augasteinar þínir. Við vitum að þær voru þér allt í þessu lífi og við munum passa upp á þær og Erlu þína eins og við getum. Þú stóðst eins og klettur við hlið Auðar systur þegar hún gekk í gegnum erfiða krabbameinsmeð- ferð síðasta vetur, hvattir hana til dáða, hughreystir hana og hélst í höndina á henni þegar á þurfti að halda. Svona bróðir varst þú, alltaf svo umhyggjusamur og góður við allt og alla. Frændsystkinin þín öll elskuðu þig, þú varst alltaf að kenna þeim eitthvað sniðugt, eða sveifla þeim upp í loftið eins og þér einum var lagið. Við þökkum fyrir það að hafa allt- af verið svona samrýnd fjölskylda og hist svona mikið við hin ýmsu til- efni með öll börnin, alltaf var glatt á hjalla og hinar ýmsu æskuminning- ar rifjaðar upp með tilheyrandi lát- bragði. Elsku bróðir, við elskuðum að vera systur þínar, þú varst besti bróðir í heimi. Lífið verður aldrei nokkurn tím- ann það sama án þín, en við munum reyna að standa okkur og gera okk- ar besta fyrir elsku dætur þínar, Erlu, mömmu og pabba. Elskum þig að eilífu stóri litli bróðir okkar. Steinunn, Nanna og Auður. Elsku hjartans Þormóður, stóri og sterki kærleiksbjörninn okkar, er farinn og hefur kvatt þennan heim. Þú komst inn í fjölskylduna þegar þú kynntist Erlu okkar. Það var ást við fyrstu sýn og þið vissuð að þið voruð ætluð hvort öðru. Þið voruð svo flott saman og þú gerðir Erlu svo ánægða og hamingjusama. Á milli ykkar hefur ávallt ríkt mikil virðing, traust, samvinna og óend- anlegur kærleikur. Þú færðir okkur ómetanlega gjöf sem við verðum þér ævinlega þakk- lát fyrir. Það eru stelpurnar ykkar tvær, Auður Rós og Freydís Lilja, sem við elskum af öllu okkar hjarta. Þú varst svo duglegur með stelp- urnar þínar og veittir þeim ást og hlýju sem faðir og lékst við þær sem vinur. Fjölskyldan var númer eitt og þú sinntir henni af kostgæfni. Síðan kom skólinn og vinnan og áhugamálin þín sem þú varst svo samviskusamur með. Það sýnir það að í þér bjó svo mikið og þú varst svo klár og duglegur. Þú sigldir í gegnum lífið með bros á vör og af þér skein bjartsýni og lífsgleði og þú dreifst okkur með þér. Þakka þér fyrir vináttuna, hlýjuna og ástina sem þú hefur fært okkur Þormóður okkar. Þú hefur verið mér sem stóri bróðir og ég elska þig og mun alltaf gera. Takk fyrir að hugsa svona vel um Erlu okkar og færa okkur yndislegu stelpurnar þínar í líf okkar. Það er ómetanlegt. Þú varst gleðigjafinn okkar og komst okkur alltaf til að hlæja og hafa gaman af lífinu. Við munum sakna þín sárt og ég veit að þú verður með okkur ávallt. Hvíldu í friði, stóri og sterki kall- inn okkar. Sif Jónsdóttir, Andrea Jón- ína og Jón tengdapabbi. Hugurinn frýs við þá tilhugsun að lífið sé svo breyskt að þeir réttlátu sæti þeim þunga dómi að vera svipt- ir tilvist sinni rétt við upphaf blómaskeiðs. Mér hefur löngum sýnst heimurinn handahófskenndur og aldrei þótt það óhugnanlegt fyrr en nú, það er of hranalegt að Þor- móður frændi sé látinn. Hvers vegna gerist það að slíkt heljar- menni hrynji bara niður eins og lauf á hausti og standi aldrei framar? Hvernig stendur á því að hann mátti ekki njóta lengur þeirra verð- launa lífsins sem hann hafði sann- arlega unnið sér inn? Af hverju þurfum við sem eftir sitjum að missa svo góðan dreng úr okkar röðum? Lengi gæti maður þulið spurningar sem engin svör eru við enda er það engan veginn í mann- legu valdi að skilja svona hörmung- ar. Ég mun alltaf minnist Þormóðar sem Gogga frænda, hetjunnar að norðan. Ég hef haft nafnið Goggi á takteinum síðan ég man eftir mér, og hef eflaust föndrað það þegar ég var enn ómálga. Ég á margar hug- ljúfar minningar af ferðum mínum norður til Akureyrar sem voru æv- intýraferðir fyrir margar sakir, en alltaf stóð uppúr þessi jaki og ljúf- menni: Goggi stóri frændi minn. Ég vona að hann hafi vitað hversu mikla virðingu mitt barnslega hjarta bar fyrir honum, en markmið mín framan af ævi snerust öll um að ná honum að stærð, ágæti og me- dalíueign. Vinir mínir fyrir sunnan fengu að heyra hetjusögur svo þeim varð nóg um þegar ég kom til baka: Goggi gat lyft bílum, borðað heila nautgripi, hent mér uppá þak ef honum sýndist og unnið hvaða keppni sem var. Svo átti hann leð- urjakka Micheal Jacksons og vegg- urinn hans var þakinn medalíum. Skemmtilegast var þó auðvitað að hann sýndi mér, litlum kjánanum, athygli þó svo að hann hefði getað verið úti að sigra heiminn. Goggi vildi alveg kasta bolta úr gúmmíi og snjó og sýndi mér spil og leyfði mér að fikta í hverju sem var, jafnvel medalíunum glæsilegu. Þetta eru mínar bestu stundir þarna fyrir norðan þegar þessi mikla kempa vildi leyfa mér að vera með og lék sér óspart með þessum litla vitleys- ing. Þegar ég hugsa um hversu magn- aður stóri frændi hann var þá get ég rétt ímyndað mér hversu mikið Auði og Freydísi hefur þótt til hans koma. Það er hatrammt að Goggi skilji eftir sig dætur sem muni ekki njóta nærveru hans. Þær munu heyra hetjusögur af ágæti og gæsku föður síns, en verst þykir mér að þær munu kannski telja þær ýktar. Reyndin er sú að þarna missti heimurinn sannarlega góðan mann og vart vissi maður gæfari sál, það er varla hægt að ýkja um Gogga frænda. Þykir mér grimmt að við getum ekki hist grásprengdir með bumbur á ættarmótum þegar fram líða stundir, við vorum meir að segja á sömu hillu og ég velti stundum fyrir mér að reyna að starfa með þér seinna. Ég er þó ríkari maður vegna kynna okkar, Goggi frændi minn, ég mun alltaf búa að bernskuminn- ingum um hetjuna á Akureyri sem tók mig undir sinn stóra verndar- væng. Þín er saknað. Hjörleifur Skorri Þormóðsson. Það hriktir í trúnni að vita hvern- ig komið er. Uppvaxtarárin eru hverjum manni mikilvæg og sá sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að geta notið þeirra með Þormóði er betri fyrir vikið. Ég minnist prakkara- strika, brosa, hláturs og mikilla styrjalda milli He-Man og Skeletor. Það var gaman og gott að sækja Móða heim, systurnar skrýtnar og foreldrarnir ástkærir. Ég fékk að vera tíður gestur á hans heimili og viðurnefni okkar „Móði og Mási“ mun ávallt verða mér nærri hjarta- rótum. Það sannast nú sem aldrei fyrr að þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þín verður minnst með söknuði, farðu í friði, frændi og vinur. Fjölskyldu þinni allri votta ég innilega samúð mína og bið Guð þau öll að geyma. Pétur Már Jónsson og fjölskylda. Kveðja frá stjórn Hugins, Skólafélags MA, veturinn 1998-1999 Það er sárt að kveðja vini sína langt fyrir aldur fram. Þormóður Geirsson var í blóma lífsins, átti yndislega konu og tvær dætur sem voru augasteinar föður síns. Þessi vinur okkar átti marga óskrifaða kafla í lífsins bók og því kom það sem reiðarslag þegar skaparinn kallaði hann til sín. Vorið 1998 vor- um við, sem þetta skrifum, kjörin til að stýra Skólafélagi Menntaskólans á Akureyri á komandi vetri. Flest okkar þekktumst fyrir en sum ekki. Það er ekki sjálfgefið að hópur sem kosinn er til ábyrgðarstarfa og er úr ólíkum áttum nái endilega saman en svo var með okkur. Þennan vetur unnum við saman alla daga og með okkur tókst kær vinátta. Það var einstaklega gott að vinna með Þormóði og hann varð okkur öllum einstaklega góður og traustur vinur. Hann var hæglátur, velvilj- aður og skipti aldrei skapi sama hvað á gekk. Húmorinn var svolítið lúmskur og oft vissum ekki hvað klukkan sló fyrr en það fór að kumra í honum. Hlátrasköll hinna voru þá ekki langt undan. Þormóð- ur var stór maður með stórt hjarta. Allt það gott sem sagt er um hann er ekki ofsagt. Minningu hans þarf Þormóður Geirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.