Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Vilhelm SigurðurAnnasson fædd- ist á Ísafirði 9. mars 1945. Hann lést á Landspítalanum 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Annas Jónsson Krist- mundsson, f. 25. október 1911, d. 15. september 1992 og Friðgerður Guðný Guðmundsdóttir, f. 1. febrúar 1919, d. 24. júní 2009. Systk- ini Vilhelms Sig- urðar eru Steinunn Sigríður Lovísa, f. 1941, Ásgerður Hin- rikka, f. 1946, Bergþóra, f. 1950, Trausti Magnússon, þau eiga tvær dætur, Særúnu Önnu og Bríeti, auk þess sem Guðný Anna á dótt- urina Ingu Rán og Trausti dæt- urnar Kristjönu Björk og Dag- mar. c) Sjöfn, f. 1970, dóttir hennar er Snæfríður Arna, Jónas Hlíðar, f. 1974, maki Bylgja Hilm- arsdóttir, þau eiga soninn Stark- að, auk þess á Jónas Hlíðar son- inn Óðinn Harra. Vilhelm Sigurður fór ungur til sjós og helgaði hann starfsævi sína sjómennsku. Hann útskrif- aðist frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1966 og árunum 1967 til 1997 var hann skipstjóri á ýmsum skipum, m.a. Dagrúnu ÍS 9 og Sléttanesi ÍS 808. Síðustu ár starfaði Vilhelm Sigurður sem netagerðarmaður hjá Hampiðj- unni í Reykjavík. Vilhelm Sigurður verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. nóvember og hefst athöfn- in kl. 13. Guðný Anna, f. 1951, d. 1952, Sigmundur Jón, f. 1953, dreng- ur, f. 1954, d. 1954, Guðný Anna, f. 1958 og Dagný, f. 1961. Hinn 11. febrúar 1967 kvæntist Vil- helm Sigurður Sæ- rúnu Snjólaugu Ax- elsdóttur leikskólakennara, f. í Hafnarfirði 31. ágúst 1945. Þau eiga fjög- ur börn. Þau eru: a) Guðrún Margrét, f. 1965, maki Jörgen Fröik, þau eiga dótturina Evu Anneyju, b) Guðný Anna, f. 1966, maki Það er með sorg í hjarta og tár í augum að ég sest niður og skrifa þessa minningargrein um hann tengdaföður minn, Vilhelm Sigurð Annasson. Það er skrítið hvað manni finnst tíminn alltaf líða hratt, alltof hratt, hann hreinlega þýtur áfram, alla- vega virðist það vera þannig þegar litið er um öxl. Það eru u.þ.b. 20 ár síðan ég hitti hann Villa fyrst, þó það virðist eins og í gær. Ég var að gera hosur mínar grænar fyrir einni af dætrum hans á þessum tíma og átti þá óhjákvæmilega leið á Flóka- götuna til þess að ná í og skila yng- ismeynni. Þessu fylgdu nú eins og gengur og gerist einhver samskipti við foreldra heimasætunnar þó að það hafi nú lent meira á henni Sæ- rúnu að vega og meta drenginn, hann Villi Siggi var nú oftast úti á sjó þegar mig bar að garði á þessum tíma. Ég var nú ekkert að gráta það og svo sem hálffeginn að þurfa ekki að eiga of mikil samskipti við pabb- ann á þessum tíma, enda hálf-skelk- aður að þurfa að standa frammi fyr- ir „karlinum“ sem í þokkabót var kafteinn á togara fyrir vestan! Með tíðari heimsóknum á Flókó þá kom það nú fljótlega í ljós að þessi ótti minn var ástæðulaus, enda ekki við öðru að búast. Þær urðu margar samverustundirnar, sem betur fer, hvort sem það heima hjá Villa og Særúnu, hjá okkur Guðnýju Önnu eða annars staðar, en því miður allt- of fáar, þar sem Villi kvaddi þennan heim aðeins sextíu og fjögurra ára gamall. Eitt sem einkenndi hann Villa var hversu ráðagóður, bóngóð- ur, traustur og tryggur maður hann var og það var ekki ónýtt að geta leitað til hans, enda gerði ég það oft- ar en einu sinni og var ávallt vel tek- ið. Því miður þá á ég ekki heim- angengt vegna vinnu til að vera við útför Vilhelms og það tekur mig sárt, en ég veit að hann Villi skilur mig og fyrirgefur mér. Ég læt þetta nægja, enda eru svona greinarskrif ekki mælistika á kærleik eða væntumþykju. Guð blessi Vilhelm Sigurð og minningu hans, takk fyrir góð kynni, kæri Villi, ég mun sakna þín mikið. Elsku Særún, Guð blessi þig og gefi þér styrk í sorg þinni. Trausti Magnússon. Elsku afi, Þegar ég frétti að þú værir dáinn helltust yfir mig marg- ar minningar um alla þær góðu stundir sem við áttum saman. En einhvern veginn lætur hvítt blað það allt hverfa lengst inni hausinn á manni og það vill alls ekki fara út. Allt er bara of tómt og líflaust eftir að þú fórst frá okkur, mér finnst allt bara svo skrítið, þú getur ekki verið farinn, það bara á ekki að vera þannig. Fyrir fjórum árum frétti ég af veikindum þínum, ég varð svo hrædd um að þú mundir þurfa að kveðja okkur og fara á betri stað, en í staðinn fannst mér þú alltaf verða sterkari og sterkari, þangað til þú misstir kraftinn. Svona gerðist það aftur og aftur í fjögur ár. Í byrjun árs 2009 sagði mamma mér að þú myndir sennilega ekki fá tækifæri til þess að fá að verða gamall maður, ég varð svo hrædd, ég bað Guð öll kvöld um að gefa þér kraft til þess að lifa þennan hörmulega sjúkdóm af. Ég mun sakna þín alveg ofboðs- lega mikið, elsku afi minn, þú munt ávallt vera í hjarta mér! Myrkrið er svart og sér, sorgina í mannsins hjarta. Þó von sé veik, í lífi og leik, leitum við geislans bjarta. (Höf. ók.) Þín, Særún Anna. Þegar Villi Siggi fæddist bjó fjöl- skyldan að Sundstræti 27 á Ísafirði. Hann var skírður eftir tvíbura- bræðrunum Vilhelm og Sigurði sem voru uppeldisbræður föður okkar frá Svarthamri í Álftafirði. Tvíbura- bræðurnir létust báðir á tuttugasta aldursári, annar af slysförum en hinn af lungnabólgu, með þriggja vikna millibili. Vilhelm og Sigurður Ólafssynir voru föður mínum kærir og góðir vinir sem hann saknaði sárt. Haustið 1949 flutti fjölskyldan í nýtt og glæsilegt hús að Engjavegi 34, sem varð heimili og athvarf okkar í 60 ár. Húsið var selt nú á haustdögum í kjölfar andláts móður okkar 24. júní sl. Þegar ég man fyrst eftir mér á Engjaveginum í kringum 1960 var þar líf og fjör og mikið af skemmti- legu fólki sem bjó í nágrenninu og umhverfið bauð upp á margvíslega skemmtun. Mín fyrsta minning um Villa Sigga bróður minn er þegar ég fór með honum upp á tún að skoða kindurnar. Kindurnar voru honum hjartans mál á þessum tíma, hann hafði haft tækifæri til að kynnast þeim í gegnum Kobba Gísla í Hraunprýði. Í þessari minningu er Kobbi látinn, en Gísli hafði yfirtekið kindurnar hans og ég man eftir mér standa alein mitt inn í stórum kinda- hóp. En það var ekkert að óttast því Villi Siggi var svo öruggur í þessu umhverfi með litlu systur sinni. Vorið 1961 fæddist Dagný systir og Villi Siggi bróðir kom með bekkj- armynd heim frá Gagnfræðaskólan- um. Á þessari bekkjamynd voru bara strákar. Þessi mynd átti eftir að gleðja mig mikið næstu árin á eftir. Þegar hann var langdvölum til sjós gat ég setið og skoðað þessa mynd og verið stolt af þessum fal- lega stóra bróður mínum með fal- lega svarta hárið. Ég var einnig mjög stolt af Villa Sigga þegar hann var yngsti skipstjóri í síldarflotan- um, þá skipstjóri á Ásgeiri Kristjáni frá Hnífsdal. En það besta við Villa Sigga var hvað hann var einstaklega góður við foreldra okkar. Það ríkti einstakur kærleikur á milli þeirra þriggja sem aldrei bar skugga á. Ég varð þeirrar gleði aðnjótandi að vera saman með móður minni og Villa Sigga í nokkra daga að Engja- vegi 34, sumarið 2008. Þar var ég vitni að þeim miklu tengslum sem ríkti þeirra á milli og virðingu fyrir hvort öðru. Villi Siggi var mjög vinnusamur og mjög hæfileikaríkur, hann var frábær íþróttamaður, ein- staklega handlaginn og listrænn. Villi Siggi greindist með blóðsjúk- dóm vorið 2005, sem varð öllum mikið áfall. Hann barðist fyrir að ná heilsu en „Talibanarnir“ sigruðu að lokum. Villi Siggi kallaði hvítu blóð- kornin „Talibana“ en „Talibanarnir“ eru ekki nein lömb að leika sér við. Hann sýndi í öllu sínu veikindaferli að hann var baráttumaður, hann var „áfram-maður“ eins og við kölluðum það á Engjaveginum. Blessuð sé minning Vilhelms Sig- urðar Annassonar. Hvíl í friði. Þín systir, Guðný Anna Annasdóttir. Góður bróðir er fallinn frá. Á hug- ann leita ljúfar minningar sem sefa sorgina. Dægurlagið „Skvetta falla hoss’ og hrista“ er lag sem tengir nokkrar af fyrstu minningum mínum við Villa Sigga bróður minn og Særúnu mágkonu. Lagið söng ég með mín- um sérstaka framburði við hrifningu þeirra en ég var þá á fjórða ári. Það var í upphafi sambúðar þeirra sem var farsæl og hamingjurík og ég naut góðra samvista með þeim á uppvaxtarárum mínum. Upp í hugann koma minningar um kraftmikinn og áræðinn mann sem frekar ungur að árum valdi sér starf skipstjórans. Þrátt fyrir það starfsval bjuggu í honum ákveðnir listrænir hæfileikar sem birtust okkur á ýmsan hátt. Stundum er sagt að rithönd okkar sé eins og hluti af persónuleikanum og flesta langar að skrifa vel. Villi Siggi hafði alveg einstaklega fallega rithönd og hann var næmur fyrir litum, lita- samsetningu og fegurð. Hann gat líka farið í föt flestra iðnaðarmanna, var laginn með pensilinn, við flísa- lagnir og parketlögn. Hann var snyrtimenni og heimili þeirra hjóna bar sterkan vott um það. Frásagn- arlistin er listform sem er ekki öll- um meðfædd né gefin. Margir segja að það sé nauðsynlegra að vera fremur trúr sögunni en sannleikan- um. Það eru ekki bara sögurnar sem eru góðar eða slæmar heldur er það undir sögumanni komið hvernig sagan birtist hlustandanum. Villi Siggi var mjög góður sögumaður sem hafði skemmtilegan frásagnar- stíl og það var gott að hlæja með honum. Hann var einstaklega minn- ugur og kunni hreint ótrúlegar sög- ur af mönnum og málefnum. Hann hafði myndugleika sem var ekki bara dýrmætur fyrir hann sjálfan heldur einnig forréttindi þeirra sem stóðu honum næst. Hann var alla tíð alveg einstakur gagnvart foreldrum okkar og bar virðingu fyrir börnum og unglingum. Börn sóttust eftir nærveru hans og hann hafði gott lag á þeim, sérstaklega þeim sem voru fyrirferðamikil. Hann var gæfumað- ur í lífinu og átti sterka og fallega eiginkonu sem stóð honum við hlið alla tíð. Í huga mínum vann hann til margra afreka en á þessari stundu er það eitt sem ég vil nefna: Hann bjargaði sjálfum sér og föður okkar frá drukknum í Ísafjarðardjúpi árið 1971, þegar bátur hans Kópur ís fórst við rækjuveiðar. Það var mikið afreksverk sem lýsir vel þeim krafti, orku og áræði sem hann bjó yfir í lífinu. Við vorum kannski ekki alltaf sammála en þó býsna oft. Villi Siggi var góður hlustandi, það var eitt af aðalsmerkjum hans. Ég fann að hann skildi til hlítar þá meiningu sem að baki orðanna bjó og tók fullt tillit til skoðana annarra enda víð- sýnn maður með fallegt hjartalag. Að lokum vil ég segja við þig, kæri bróðir, að allar þær stundir sem ég átti í návist þinni og naut frásagn- arhæfileika þinna og djúprar lífs- speki eru mér dýrmætar. Elsku Særún mín og fjölskylda, megi ljós og kærleikur umvefja ykk- ur á þessari erfiðu stundu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín systir Dagný. Í dag kveðjum við okkar kæra bróður og mág Vilhelm Sigurð eða Villa Sigga eins og hann var oftast kallaður. Það er mikill og sár sökn- uður sem býr í brjóstum okkar við andlát hans, eftir góða samfylgd með honum gegnum lífið. Villi Siggi var góð fyrirmynd fyrir litlu systur þegar við vorum að alast upp á Ísa- firði. Góður á skíðum, flottur á fót- boltavellinum og svo var hann ekki gamall þegar hann fór að taka til hendinni. Alltaf var öruggt skjól hjá Villa Sigga. Ungur stofnaði hann fjölskyldu og ungur tók hann við skipstjórn á Ásgeiri Kristján frá Hnífsdal. Seinna var það svo Dagrún ÍS. 9 frá Bolungarvík og Sléttanes ÍS. 808 frá Þingeyri og fleiri skip. Það var þeg- ar hann tók við Dagrúnu ásamt Hávarði Olgeirssyni sem Kristján byrjaði sem stýrimaður í skipsrúmi hjá Villa Sigga og svo var farið yfir á Sléttanesið og stóð þetta samstarf yfir í rúm tuttugu ár. Aldrei bar skugga á. Árið 1980 voru gerðir út 13 skuttogarar á Vestfjörðum, það árið var Dagrún ÍS.9 aflahæst. Sléttanesið setti sölumet í Grimsby 1984. Þetta var góður tími, margs er að minnast og margt er að þakka. Hjartans þökk fyrir að vera börn- unum okkar góður frændi.Við eig- um eftir að sakna þín þegar málin verða rædd á breiðum grundvelli. Villi Siggi var heppinn í sínu einka- lífi, eiginkona hans Særún Axels- dóttir stóð sem klettur við hlið hans frá fyrstu stundu og börnin bera foreldrum sínum gott vitni. Elsku Særún, Magga, Jörgen, Guðný Anna,Trausti, Sjöfn, Jónas Hlíðar, Bylgja og barnabörn, inni- legar samúðarkveðjur. Megi góður guð vera með ykkur. Kæri Villi Siggi, góða ferð og hvíl í friði. Þín Bergþóra og Kristján Eiríksson. Við kölluðum hann Villa Sigga en hann hét fullu nafni Vilhelm Sig- urður Annasson. Ísfirðingurinn sem flutti til Bolungarvíkur til þess að taka við skipstjórn á Dagrúnu ÍS 9, nýja fransksmíðaða skuttogaranum okkar í Bolungarvík sem kom til heimahafnar í febrúarbyrjun 1975. Þeir voru raunar tveir skipstjórar á Dagrúnu, því ásamt Villa Sigga var Hávarður Olgeirsson, sá þaulreyndi skipstjórnarmaður, í brúnni. Þeir skiptust á um skipstjórnina, hvor sinn túrinn í senn. Og þannig var það á Dagrúnunni, allt þar til Villi fór yfir á Sléttanesið og frændi minn Víðir Jónsson tók við. Þetta voru góðir tímar í Víkinni. Heiðrúnin bættist í skuttogarahóp- inn. Skuttogararnir voru eins og hrein ævintýri. Þessi afkastamiklu skip sem leystu af hólmi síldarbáta sem hafði verið beitt á troll, sköp- uðu nýja möguleika; tækifæri fyrir dugmikla sjómenn – og góð laun. Við sáum bæinn breytast. Unga fólkið settist að, húsin risu og byggðin teygði sig upp á Holtin. Plássin á togurum voru eftirsótt. Ekki síst á aflaskipum eins og Dag- rúnunni. Í brúnni stóðu kempurnar Hávarður og Villi. Gjörólíkir menn. Um tveir tugir ára skildu þá í aldri og reynslan ólík. En við stjórn skipsins voru þeir sem einn maður og aldrei er mér kunnugt um að snurða hafi hlaupið á þeirra þráð í samskiptum. Um borð í skipið völdust úrvals- menn, hörkukallar sem létu sig ekki muna um að standa tímunum sam- an. Eins og til dæmis vorið sem þeir fiskuðu 1000 tonn af grálúðu í maí, allra skipa mest. Þetta var löngu fyrir daga höfuðlínumæla og afla- punga og netaslit og rifin undirbyrði kölluðu á mikla vinnu og langar stöður. En harðsnúin áhöfnin kvart- aði ekki. Þetta var hábjargræðið og menn voru að bjarga sér. Það fer ekkert á milli mála að Villi Siggi var afburðamaður á sínu sviði. Hann var aflamaður – og betri einkunnarorð velur maður ekki skipstjóra. Slíkt kemur heldur ekki til af engu. Skipstjóri eins og hann kunni skil á öllu því sem viðkom skipinu; veiðarfærunum, líklegri aflaslóð, veðurfari, straumum og öllu því sem menn þurfa að tileinka sér til þess að ná árangri við það að stjórna skipi. Það er engu líkt að verða samtíða slíkum mönnum. Ég var þiggjand- inn, hann veitandinn. Þegar ég var útgerðarstjóri við útgerðina þar sem hann var skipstjóri áttum við mikið og náið samstarf. Þegar hann var í landi ræddum við einatt lang- tímum saman um allt sem vék að út- veginum, þessu viðfangsefni sem var okkur bæði vinna og áhugamál. Það fór ekki á milli mála að Villi þekkti allt út og inn og hafði sínar ákveðnu skoðanir á hverju því sem þessu viðkom. Þegar Villi Siggi hvarf til annarra starfa og ég síðar meir einnig, strjáluðust samverustundirnar. En þegar við hittumst var sem við hefð- um síðast hist daginn áður. Við tók- um upp þráðinn og ræddum málin. Rétt eins og fyrr. Það er gott að hafa kynnst slíkum manni. Fjöl- skylda mín sendir Særúnu, börn- unum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við söknum góðs drengs sem við eigum mikið upp að unna. Blessuð sé minn- ing okkar góða vinar. Einar K. Guðfinnsson. Vilhelm Sigurður Annasson  Fleiri minningargreinar um Vil- helm SigurðAnnasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Dídí, Laugarnesvegi 100, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 23. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Sigurbjargar. Svavar Þór Jóhannesson, Sigrún Jóhannesdóttir, Styrkár Jóhannesson, Erla Júlía Viðarsdóttir, Erna Ýr Styrkársdóttir, Írena Líf Styrkársdóttir, Heiðar Atli Styrkársson, Brynjar Elí Styrkársson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.