Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hæstirétturbatt á dög-unum enda á gæslu- varðhald manns sem hlotið hafði þungan dóm í héraðsdómi. Nokkur kurr hefur orðið vegna þessa og skýrist einkum af þeim verknaði sem maðurinn hafði framið, samkvæmt hér- aðsdómi. En dómur Hæsta- réttar er eðlilegur og í raun óhjákvæmilegur, einmitt af því að málið tengist alvarlegri ákæru og þungum dómi. Þegar sakborningum er gerð löng frelsisskerðing vegna verkn- aðar sem þeir eru taldir hafa framið er brýnna en í annan tíma að ekki verði á því óeðli- legur dráttur að þeir fái borið þá niðurstöðu undir æðri dóm- stól. Það er augljóst að dóm- stjórinn í Reykjavík gerir sér fulla grein fyrir þessu. En hann vekur jafnframt athygli á því álagi sem nú er á dómstólunum og mun fara vaxandi. Það kem- ur ekki til af góðu að þau um- fangsmiklu gögn sem ekki höfðu borist Hæstarétti töfð- ust. Einn mikilvægasti þáttur íslenskrar stjórnskipunar, dómstólarnir, eru að kikna undan álagi. Lausnin er alls ekki sú að steypa þeim öllum saman í einn, heldur verður að mæta því álagi sem þeir búa nú við. Það er vinsælt að setja aukið fé í nýja sérstaka saksókn- ara. Það er vinsælt að kosta miklum fjármunum í sérstaka erlenda aðstoð- armenn þeirra. Þess vegna er það gert. Og það er ekki aðeins vinsælt, það er einnig rétt. En þær ráðstafanir eru þó aðeins réttar ef þeim er fylgt eftir með eflingu dómsvaldsins, að minnsta kosti tímabundið. Það þarf ekki lengi að líta á mála- skrá og afgreiðslur dómstóla, og þá ekki síður Hæstaréttar en hinna lægri til að sjá að álagið er þegar ærið. Verkefni munu hlaðast á dómskerfið, ekki aðeins af þeirri ástæðu, sem áðan var nefnd, heldur einnig vegna fjölda stórgjald- þrota og þar með skiptamála af margvíslegu tagi. Verði staða dómstólanna ekki bætt þegar við núverandi fjárlagagerð hlýtur sú hugsun að verða ásækin að það skorti raunveru- legan vilja til að fá trúverðuga niðurstöðu í þessum stóru álitamálum. Íslensku réttarör- yggi verður þá stefnt í hættu. Það mun aftur leiða til þess að hin fjölmörgu sár sem nú eru opin í íslensku þjóðfélagi munu gróa seint og illa. Dómur Hæstaréttar er ábending um álagið á dómstólana} Vandi dómstólanna blasir nú við Spuninn í Ice-save-málinu tekur á sig ýmsar myndir. Ein þeirra birtist í þingræðu Guðbjarts Hann- essonar, formanns fjárlaganefndar, hinn 22. októ- ber sl. Í ræðunni sagði Guð- bjartur „að íslenska Alþingi getur hvenær sem er fellt þessa ríkisábyrgð úr gildi“. Og hann bætti við til áréttingar: „Hafa menn ekkert áttað sig á því?“ Þegar Guðbjartur var innt- ur nánar eftir þessu og beðinn að skýra hvernig það mætti vera að ríkisábyrgðin væri í raun ekki ríkisábyrgð heldur aðeins einhliða yfirlýsing Al- þingis, voru svörin skiljanlega nokkuð vandræðaleg. Hann staðfesti að hann hefði notað þessi orð – nema hvað – um að Ísland gæti fellt út rík- isábyrgðina, en það væri í hans huga „vonlaus aðferð“. Hann telur engu að síður að lagatæknilega séð væri hægt að fella niður ríkisábyrgðina einhvern tímann í framtíðinni en það geti ekki talist skyn- samleg leið í samskiptum þjóða. „Við getum ekki umgengist al- þjóðasamskipti með einhliða ákvörðunum, við verðum að semja,“ sagði hann. Allur þessi fjarstæðukenndi málflutningur Guðbjarts Hannessonar er því miður lýs- andi fyrir Icesave-málið í heild sinni. Menn telja sig geta sagt hvað sem er til að koma klaf- anum á íslensku þjóðina, til- gangurinn helgi meðalið. Því er ekki aðeins haldið fram, líkt og Guðbjartur gerir, að ríkisábyrgðin gildi aðeins þar til Alþingi ákveði annað. Því er ennfremur haldið fram að með því að verða við kröf- um Breta og Hollendinga, um að afnema nánast lagalegu fyrirvarana sem Alþingi setti í sumar, sé verið að styrkja lagalega stöðu Íslands. Þing- menn sem í sumar töldu tæp- ast að fyrirvararnir gengju nægilega langt, þeir hafa nú sætt sig við veikari fyrirvara. Í staðinn spinna þeir þessa dularfullu kenningu til að eng- inn taki eftir að þeir eru alveg klæðalausir í málinu. Í Icesave-málinu er flestum staðreyndum snúið á haus } Ábyrgðarlaus ríkisábyrgð? F lestir eiga sér einhverjar fyr- irmyndir. Þegar stjórnmálamenn eru spurðir hverjar séu þeirra fyrirmyndir nefna þeir ósjaldan látna jötna stjórnmálahreyfinga, innlenda eða erlenda. Sjálfur hef ég sveiflast mikið í vali mínu á fyrirmyndum. Ég dáðist lengi, eins og svo margir aðrir, að Winston Churchill, enda var ég lengi með sögu síðari heimsstyrjaldarinnar á heilanum. Þegar ég lá yfir bókum um sléttu- indjána Norður-Ameríku voru Lakota- höfðingjarnir Sitting Bull og Crazy Horse í miklu uppáhaldi en hins vegar lagði ég fæð á svikarann Red Cloud og fjöldamorðingjann Custer. Með aldrinum hef ég hins vegar komist að því að best sé að líta sér nær þegar maður leitar fyr- irmynda. Fyrirmynd, samkvæmt orðsins hljóðan, á að vera manneskja sem þú telur að sé holdgervingur ákveðinna gilda og eiginleika sem þú vilt tileinka þér. Churchill var maður drifinn áfram af metnaði og valdafýsn auk þess sem hann var drykkjumaður mikill. Þar er ég alls ekki að draga úr mikilvægi hans í baráttunni gegn nasismanum, heldur segja að ég vilji ekki móta líf mitt að hans fyrirmynd. Miklu betri fyrirmyndir hef ég fundið í öfum mínum tveimur og trúi ég því að geti ég hagað lífi mínu í samræmi við það hvernig þeir höguðu sínu verði ég farsælli og ham- ingjusamari en ella. Afar mínir voru báðir harðduglegir, heiðarlegir og sjálf- stæðir menn. Þeir tóku hlutverk sín sem fjöl- skyldufeður alvarlega og sáu vel fyrir þeim sem á þá treystu. Þeir voru fastheldnir á fé án þess að vera nískir og voru ekki upp á aðra komnir. Föðurafi minn og nafni notaði tækifærið sem hernámið bauð og vann myrkrana á milli fyrir breska herinn í Hvalfirði í nokkur misseri og þegar hann taldi sig hafa unnið sér inn nægilega digran sjóð keypti hann jörð í Flóan- um. Hann gat ekki hugsað sér að eiga viðskipti við kaupfélagið á Selfossi vegna þess að hann vildi fá beinharða peninga fyrir vörur sínar, en ekki aðeins inneign í kaupfélaginu. Hann vann þá baráttu og þegar þau hjónin brugðu búi og fluttu til Selfoss greiddi hann nýtt einbýlishús út í hönd. Móðurafi minn kom sjálfum sér í gegnum nám við Versl- unarskóla Íslands og vann fyrir skólagjaldinu sjálfur. Að námi loknu fór hann til Þýskalands þar sem hann aflaði sér starfsreynslu áður en hann flutti aftur heim og stundaði verslun víðs vegar um landið. Báðir voru þeir þrjóskir og með afar fastmótaðar pólitísk- ar skoðanir. Ekki er ég viss um að þeir væru mér sammála um allt í þeim efnum, en ég sé mjög eftir því að hafa ekki fengið tækifæri til að rökræða við þá um stjórnmál eftir að ég náði sæmilegum andlegum þroska. Mestu máli skiptir að þeir höfðu alltaf tíma fyrir mig og voru mér góðir vinir. Ég get ekki hugsað mér betri fyr- irmyndir en þá. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Að hafa góðar fyrirmyndir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Dómstólarnir eru tifandi tímasprengja FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Þ að vakti að vonum gríð- arlega athygli þegar Hæstiréttur ákvað að dæmdum nauðgara skyldi sleppt úr gæslu- varðhaldi vegna þess að Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði ekki skilað frá sér dómsgerðum málsins til sak- sóknara, en þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því dómurinn var kveð- inn upp. Frágangur á gögnum þessa máls er á lokastigi og verða þau væntanlega send til ríkissaksóknara í dag. „Þetta er auðvitað ömurlegt mál. En þótt allir séu af vilja gerðir geta fleiri mál fylgt í kjölfarið. Þetta er tif- andi tímasprengja og fyrsta sprengj- an féll í Hæstarétti á miðvikudaginn,“ segir Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómir Reykjavíkur og starf- andi formaður Dómstólaráðs. Helgi segir að álagið á dómstólana sé orðið gríðarlegt nú þegar. Þetta sé bara byrjunin og reikna megi með flóðbylgju mála á næstu mánuðum. „Mál sem tengjast bankahruninu munu skipta hundruðum og þar af verða mörg mál af áður óþekktri stærðargráðu. Þá munu dómstólarnir væntanlega fá til umfjöllunar álita- mál sem ekki hafa áður komið til þeirra kasta. Það sér hver heilvita maður hvað það þýðir,“ segir Helgi. Hann segir að starfsmannafjöldi héraðsdómstólanna hafi verið ákveð- inn í aðskilnaðarlögunum árið 1989, sem tóku gildi árið 1992. Var þá tekið mið af málafjölda á árunum 1983 til 1988. Ekki hefur fjölgað um einn ein- asta starfsmann hjá héraðsdómstól- unum frá árinu 1992 og fjöldi héraðs- dómara er sá sami og þá, 38, þrátt fyrir stóraukinn málafjölda. Að sögn Helga var hægt að bjarga málunum með því að vinna dóms- gerðirnar að miklu leyti í yfirvinnu en það sé ekki lengur heimilt vegna nið- urskurðar. „Það er í raun afrek hvernig dómstólunum, þ.e. héraðs- dómstólunum og Hæstarétti, hefur tekist að halda uppi skilvirkni miðað við fjölgun mála og hvernig að dóm- stólunum er búið,“ segir Helgi. Hann segir að málshraðinn megi ekki koma niður á gæðunum, sjálfu réttarríkinu. Það sé grunvallaratriði. Því munu málin hrannast upp að óbreyttu og málatíminn lengjast verulega. Lögum samkvæmt hvílir sú skylda á héraðsdómstólunum að endurrita allar yfirheyrslur í sakamálum þegar dómi er áfrýjað til Hæstaréttar. Helgi telur alveg fráleitt að dómstóll sem er búinn að ljúka sínu verki, bú- inn að kveða upp sinn dóm, þurfi að annast þetta verkefni fyrir rík- issaksóknara. Eðlilegra væri að það væri í verkahring embættis rík- issaksóknara. Það kemur í hlut dómritara að sjá um þetta verk. Þeir þurfa að end- urrita hvert einasta orð af seg- ulböndum, sem mælt er við rétt- arhaldið. Ekki dugi að endurrita það sem ákæruvaldið og verjendur telji hafa skipt máli fyrir sönnunarmatið og ekki kemur fram í dóminum sjálf- um. Helgi segir að meginhlutverk dóm- ritara sé að vera dómurunum til að- stoðar. Æ minni tími gefist til þess sem sé verulegt áhyggjuefni. Morgunblaðið/G.Rúnar Vegna álags á dómstólana eiga þeir fullt í fangi með að sinna sínu lögbundna hlutverki. Menn óttast hið versta þegar flóð- bylgja mála skellur á dómstól- unum á næstu mánuðum. Dómstólar Það tók dómritara Héraðsdóms Reykjavíkur margar vikur að vélrita upp af segulböndum allan málflutninginn í Baugsmálinu. GÍFURLEGT álag er á dómriturum í Héraðsdómi Reykjavíkur sem eru sex talsins í fullu starfi. Þeir þurfa að sitja í öllum réttarhöldum. Taka má sem dæmi að 54 mál eru á dag- skránni í dag, föstudag. Þar af er aðalmeðferð í fimm málum. Síðan þurfa dómritarar að ganga frá dómsgerðum í áfrýjuðum mál- um. Þetta er mikið verk því það tekur 5 klukkustundir að meðaltali að vélrita eina klukkustund í rétt- arhaldi. Nefnir Helgi sem dæmi að yfirheyrslur í einu máli hafi staðið yfir í rúmar 13 klukkustundir og 67 klukkustundir, eða tvær vinnuvik- ur, tók að vélrita upp réttarhaldið. Þegar Baugsmálinu lauk á sínum tíma, unnu menn að því í striklotu í margar vikur að ganga frá dóms- gerðum. „Ég finn það á mínu fólki, að rétt fyrir jól og sumarleyfi eru menn að niðurlotum komnir,“ segir Helgi. MIKIÐ ÁLAG ››
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.