Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 16

Morgunblaðið - 06.11.2009, Side 16
Margfaldarar fyrirtækja í sambærilegum rekstri og Hagar Síðasta Virði EV/ EV/ EV/ Fyrirtæki verð Hlutafjár /EBITDA EBIT Sales TESCO PLC 407,35 32.337 10,0 14,5 0,73 CARREFOUR SA 29,27 18.462 6,7 11,4 0,39 KONINKLIJKE AHOLD NV 8,58 9.034 5,5 8,7 0,40 SAINSBURY (J) PLC 329,9 6.099 7,3 12,9 0,38 CASINO GUICHARD PERRACHON 54,18 5.349 6,7 10,9 0,45 COLRUYT SA 161,85 4.830 9,2 11,7 0,82 DELHAIZE GROUP 46,2 4.170 4,7 7,2 0,37 JERONIMOMARTINS 6,05 3.407 10,0 14,8 0,59 SONAE 0,895 1.602 9,0 17,5 0,93 GALENICAAG-REG 354 1.363 6,8 10,9 1,06 AXFOODAB 213,5 960 8,7 0,34 Meðaltal 7,69 12,0 0,59 Hagar skv. uppgjöri fyrir 2008 (í milljónum kr) Velta 47.519 Margfaldari, meðaltal 0,59 Virði Haga 27.930 EBITDA 2.270 Margfaldari, meðaltal 7,69 Virði Haga 17.458 EBIT 1.492 Margfaldari, meðaltal 12,03 Virði Haga 17.952 Meðaltal 21.113 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is RÆTT hefur verið um að Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt óþekktum er- lendum fjárfestum muni koma með eiginfjárframlag inn í 1998 og halda í framhaldinu meirihlutaeign í Hög- um. Upphæðir á bilinu 5-7 milljarðar hafa verið nefndar, en ekki hefur tekist að fá staðfest hver upphæð hins vænta eiginfjárframlags verður. Sé miðað við sjö milljarða er ljóst að hluta skuldar 1998 við Nýja Kaup- þing yrði breytt í hlutafé, og 40% hlutur í 1998 yrði þá um 4,7 milljarða virði. Í Morgunblaðinu var hinn 3. nóv- ember ritað um virði smávöruversl- anakeðjunnar Haga og hvort það væri nægilega mikið til að réttlæta að takast á við samanlagðar skuldir félagsins sjálfs og eigenda þess, 1998 ehf. Samanlagðir skuldir Haga og 1998 nema um 60 milljörðum króna. 1998 fékk lánaðar 263,5 milljónir evra, 48 milljarða króna í dag, sum- arið 2008 til að kaupa Haga út úr Baugi. Óvissa með skuldirnar Séu verðkennitölur sambærilegra félaga og Haga bornar saman við ís- lenska félagið er hægt að finna út meðalmargfaldara til að ákveða virði Haga út frá ársreikningum félagsins. Tekið skal fram að miðað er við síð- asta ársreikning félagsins sem hefur verið birtur, en sá reikningur er fyrir fjárhagsárið sem endaði 29. febrúar 2008. Í heildarvirðismati á Högum er miðað við samanlagðar skuldir fé- lagsins ásamt skuldum 1998. Við blasir að Högum er ætlað að standa undir skuldum beggja félaga að óbreyttu, enda eina eign 1998. Óljósasta breytan er hversu mikl- ar skuldir verða látnar fylgja með. Ef samþykktur verður samningur með þeim hætti sem greint er frá hér að ofan má ímynda sér að einhverjar skuldir sitji ennþá á 1998. Miðað við 11,7 milljarða hlutafé í 1998 gæti 10 milljarða skuld fylgt með, en það stenst um það bil á við virði Haga samkvæmt útreikningum sem sjá má í töflu. Heldur er ekki loku fyrir það skotið að Nýja Kaupþing ákveði að verðmeta Haga hærra en einfaldir kennitöluútreikningar sýna, til að mynda á 30 milljarða. Þá væri hægt að láta 1998 enda með 20 milljarða lán á bakinu. Finnur Árnason sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir stuttu að Hagar væru ekki nærri há- marksskuldaþanþoli sínu. Því er mögulegt að auknum skuldum verði velt yfir á Haga til að endurskipu- lagning geti gengið upp. Hagar 20 milljarða virði Í HNOTSKURN »Óvíst er hversu miklarskuldir verða látnar fylgja með 1998, ef af fjárhagslegri endurskipulagningu verður. »Talsvert veltur á hversuhátt Nýja Kaupþing verð- metur Haga, en það ræður skuldabyrðinni sem 1998 verð- ur talið geta borið. Sé smásöluverslanakeðjan Hagar borin saman við erlend fyrirtæki í sambærilegum rekstri og kenni- tölur bornar saman gæti virði fyrirtækisins legið í kringum 20 milljarða króna.  Endurskipulagning skulda 1998 ehf. ræðst af mati Nýja Kaupþings á virði Haga  Högum að óbreyttu einnig ætlað að standa undir skuldum 1998 16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ● FÆREYJA banki, sem nýverið keypti meirihluta í tryggingafélaginu Verði, hagnaðist um 119 milljónir danskra króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs, jafnvirði nærri þriggja milljarða króna. Til samanburðar var tap upp á nærri 50 milljónir króna danskra á sama tímabili í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi nam hagn- aður bankans, sem er skráður í Kaup- höllina, 47,5 milljónum danskra króna, 1,2 milljörðum íslenskra króna. Gróði hjá Færeyja banka ● EIGNASTÝRING Íslandsbanka hélt fund í gær um hlutverk fjárfesta í end- urreisninni. Meðal fyrirlesara var Allen Michel, prófessor í hagfræði við Boston University School of Management. Samkvæmt frétt frá Íslandsbanka sagði Michel að efnahagskerfið myndi aftur ná jafnvægi þar sem Íslendingar væru vel menntaðir, samfélagið þróað, inn- viðir traustir og landið byggi yfir verð- mætum náttúruauðlindum. Því ættu fjárfestar að fjárfesta núna til þess að uppskera ríkulega þegar fram í sækir. Aðrir frummælendur voru Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra, Ársæll Val- fells og Birna Einarsdóttir bankastjóri. Ættu að fjárfesta í dag til að uppskera síðar Fundað Ársæll Valfells, Allen Mich- el og Gylfi Magnússon voru gestir. ● STJÓRN Bankasýslu ríkisins, í sam- ráði við Capacent, fer nú yfir þær 16 umsóknir sem bárust um starf for- stjóra stofnunarinnar, sem ætlað er að halda utan um hluti í fjármálafyr- irtækjum sem ríkið hefur tekið yfir. Reiknað er með að nýr forstjóri hefji störf eigi síðar en um áramót. Meðal umsækjenda um starfið eru Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í HÍ og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, Guðmundur Franklín Jónsson, verð- bréfamiðlari í New York, og Már Wolf- gang Mixa fjármálafræðingur. Aðrir umsækjendur eru Birgir Örn Gunn- arsson, Conor Byrne, Elín Jónsdóttir, Gísli Jafetsson, Halldór Eiríkur S. Jón- hildarson, Ingólfur Guðmundsson, Ing- ólfur V. Guðmundsson, Íris Björk Pét- ursdóttir, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Ólafur Örn Ing- ólfsson og Viðar Kárason. Farið yfir 16 umsóknir um bankasýslustjóra Þetta helst ... STÓRU fyrirtækin á símamark- aðnum hafa tapað markaðshlutdeild í viðskiptum með farsímana. Í fyrsta sinn fer Síminn undir 50% hlutdeild í farsímunum, eða niður í 48% miðað við fjölda viðskiptavina. Þetta má lesa út úr nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um ís- lenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi þessa árs. Fram kemur í skýrslunni að hægt hefur á fjölgun farsímanotenda, en frá síðasta ári hefur þeim aðeins fjölgað um 1%, voru í lok júní sl. ríf- lega 333 þúsund en til samanburðar töldust Íslendingar vera um 320 þús- und um síðustu áramót, samkvæmt þjóðskrá. Hlutfallslega eykur Nova mark- aðshlutdeild sína langmest og kemur því ekki á óvart að fyrirtækið fékk í fyrradag verðlaun Ímark sem mark- aðsfyrirtæki ársins. Fór hlutdeild Nova í farsímunum úr 4,2% á síðasta ári í tæp 14% í ár. Á sama tíma minnkaði hlutdeild Símans úr 57% í 48%, hlutur Vodafone fór úr 36,4% í 32,6% en Tal jók sína hlutdeild úr 2,9% í 5,4%. Heildarvelta á fjarskiptamark- aðnum á fyrri hluta ársins var 21,3 milljarðar króna. bjb@mbl.is Sótt að farsímarisunum  Síminn og Vodafone tapa hlutdeild á farsímamarkaðnum  Nova þrefaldar hlut sinn og Tal bætir einnig við sig  Velta á fjarskiptamarkaðnum um 21 milljarður Markaðshlutdeild á farsímamarkaðnum Fjöldi viðskiptavina 30. júní 2009 5,4% 48,1% 32,6% 13,9% Nova Liv Bergþórsdóttir tekur við markaðsverðlaunum Ímark. Morgunblaðið/Heiddi Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is MIKILL kraftur var á skuldabréfa- mörkuðum í gær og er dagurinn sá þriðji veltumesti það sem af er ári. Heildarveltan nam 22,2 milljörðum króna og einkenndist markaðurinn af flótta fjárfesta úr óverðtryggðum skuldabréfum yfir í verðtryggð. Velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 16,8 milljörðum króna en velta með verðtryggð íbúðabréf 5,4 millj- örðum. Valdimar Ármann, sérfræðingur hjá GAM Management, segir að markaðurinn hafi eðli málsins sam- kvæmt verið að bregðast við vaxta- ákvörðun Seðlabankans og túlka megi viðbrögðin á þann átt að verð- bólguvæntingar fari vaxandi á ný. Sem kunnugt er olli síðasta mæling á neysluverðsvísitölunni ákveðnum vonbrigðum og verðbólga reyndist meiri en væntingar stóðu til. Einnig kann gengislækkun krónunnar yfir daginn að hafa aukið á áhyggjur fjárfesta yfir verðbólgunni í hag- kerfinu. Áður en síðasta mæling neysluverðsvísitölunnar var birt töldu margir að mestu áhrif geng- islækkunarinnar væru nú komin fram í verðlag. Verðbólgumælingin virðist ganga þvert á þá skoðun og þar af leiðandi er næmi verðlags fyr- ir breytingum á gengi krónunnar enn mikið. Samkvæmt upplýsingum frá hag- fræðideild Nýja Landsbankans nam hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa 4-13 punktum en á sama tíma lækk- aði krafa íbúðarbréfa um 3-14 punkta. Sem kunnugt er endur- speglar hækkandi ávöxtunarkrafa skuldabréfa minnkandi eftirspurn eftir þeim og lækkandi krafa hið gagnstæða. Mikil skuldabréfavelta Skuldabréf Mikil velta var á mark- aðnum með ríkisskuldabréf í gær. Brugðist við verð- bólgu og stýri- vaxtaákvörðun FBI handtók alls 14 manns í gær vegna gruns um innherjasvik í tengslum við vogunarsjóðinn Galleon Management. Mun þetta vera stærsta svikamál tengt vogunarsjóðum sem upp hefur komið í New York. Hafa lögmenn og sérfræðingar m.a. verið handteknir en á myndinni er Raj Rajaratnam, stjórnandi Galleon, sem ákærður var nýverið og á hann yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm. Reuters Fleiri teknir fyrir innherjasvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.