Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is    Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri                     Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is LÖGMANNSSTOFAN Logos þjón- ustaði félag á vegum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þann 23. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá Bret- lands sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Á sama tíma hafði lögmað- ur frá Logos, Erlendur Gíslason, umsjón með uppgjöri þrotabús Baugs, sem var einnig í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Baugur var lýstur gjaldþrota í mars sl. Í kjölfar fyrirspurnar Morgun- blaðsins um málið hjá Logos sendi stjórn lögmannsstofunnar frá sér yf- irlýsingu. Í henni segir að mistök hafi verið að senda út tilkynningu fyrir félagið sem um ræðir. „Ekki vegna þess að við teljum að um hagsmunaárekstur hafi verið að ræða eða brot á siðareglum, sem var ekki, heldur vegna þess að þetta er óheppilegt í ljósi þess að starfsmenn okkar annast skiptastjórn Baugs. Ástæðu þessa má rekja til sjálf- stæðs verkskráningarkerfis í Lond- on sem gerði það að verkum að við á skrifstofunni í Reykjavík áttuðum okkur ekki á því hverjir eru eigend- ur félagsins.“ Stjórn Logos lýsir því yfir að henni þyki þetta miður, og að betur verði hugað að þessum málum í framtíðinni. Jón Ásgeir framkvæmdastjóri Um er að ræða tilkynningu vegna breytinga á framkvæmdastjórn hlutafélagsins JMS Partners, en þar settist Jón Ásgeir Jóhannesson í stól framkvæmdastjóra. Logos hafði umsjón með breytingum á fram- kvæmdastjórn JMS Partners Limi- ted og skilaði inn viðeigandi skjölum til fyrirtækjaskrár í Bretlandi. Hluthafar í JMS Partners eru Gunnar Sigurðsson, Piano Holding og Donald McCarthy. Gunnar er fyrrverandi forstjóri Baugs. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var Piano Holding skráð eigandi snekkjunnar 101, sem sögð var hafa kostað tæpa fimm milljarða króna. Piano er skráð á Cayman-eyjum. Hluthafarnir þrír eiga u.þ.b. jafnan hlut í JMS Partners. Þar sem Piano Holding er með heimilisfesti á Cay- man-eyjum er erfitt að afla frekari upplýsinga um það, eða hversu mik- ið fé það leggur inn í JMS. Logos viðurkennir mistök  Logos í London innti af hendi þjónustu fyrir fyrirtæki tengd Baugi í september  Lögmannsstofan Logos á Íslandi gerði upp þrotabú Baugs á sama tíma VEL fiskast í Flóanum og vonandi hafa báts- verjar á Bjargfuglinum verið ánægðir með dag- inn þegar báturinn renndi sér með inn á Reykja- víkurhöfn síðdegis í gær. Næstu daga er spáð ágætu veðri við vestanvert landið og ætti að gefa á sjóinn og vísast verða gæftirnar góðar. BJARGFUGLINN SIGLIR UM SÆINN Morgunblaðið/RAX ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var ræst út um kvöldmatarleytið í gær- kvöld vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu. Karl og kona slösuðust þegar jeppi þeirra valt út af veginum við bæinn Auðólfsstaði í Langadal. Ekki voru fleiri en þau tvö í bílnum. Fljúg- andi hálka var á slysstaðnum. Útkallið barst frá Neyðarlínunni til Landhelgisgæslunnar kl. 18:58 og var þyrlan Líf komin í loftið 18 mín- útum síðar, kl. 19:16, og lenti hún á slysstað í Húnavatnssýslu kl. 20:10. Tuttugu mínútum síðar fór þyrlan á loft að nýju með hin slösuðu innan- borðs og voru þau flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá fór annar jeppi út af veginum í Blönduhlíð um kl. 18 í gærkvöldi. Einn maður var í bílnum og slasaðist hann ekki. Hálka og hálkublettir voru á Norður- og Norðausturlandi og á Vestfjörðum í gærkvöld. Flutt með þyrlu eft- ir slys í Langadal Morgunblaðið/Brynjar Gauti Líf Hin slösuðu voru komin á LSH um einni og hálfri klst. eftir útkall. Mikil hálka var á vegum í gær og nótt Í NOKKUR skipti á síðustu vikum hefur hent að fresta hafi þurft aðgerðum á Landspítala vegna mikils álags af völdum svínaflensunnar. „Þetta eru nokk- ur tilfelli en í öll- um tilvikum er um að ræða valaðgerðir sem við metum sem svo að geti þá beðið ein- hverja daga eða vikur og megi að meinalausu hnika til. Hins vegar hafa engar krabbameinsaðgerðir beðið eða bráðaaðgerðir,“ sagði Björn Zoëga forstjóri Landspít- alans. Mikið álag hefur verið á allri starfsemi Landspítalans að und- anförnu af völdum svínaflensu. „Nú er ástandið hins vegar með skásta móti,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Átta svínaflensusjúklingar voru í gær á gjörgæslu og um 30 á almennum deildum. Reiknað er með að almenn bólu- setning gegn svínainflúensunni hefj- ist á höfuðborgarsvæðinu 16. nóv- ember, en bólusetning forgangshópa gekk greitt fyrir sig. sbs@mbl.is Frestað vegna flensunnar Björn Zoëga Almenn bólusetning hefst 16. nóvember HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr- skurðaði í gær að útgerðarfyrir- tækið Festi ehf. í Hafnarfirði yrði tekið til gjaldþrotaskipta, en Lands- bankinn óskaði gjaldþrotaskipta á fyrirtækinu fyrir um mánuði. Jón Auðunn Jónsson hefur verið skip- aður skiptastjóri fyrirtækisins. Um 100 manns hafa starfað hjá Festi. Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Á fyrri stigum hafði Festi ehf. farið fram á að gjaldþrota- skiptabeiðni Landsbankans á hend- ur fyrirtækinu yrði afturkölluð. Sagði lögfræðingur Festar for- sendur fyrir slíku eftir að lög um að- gerðir í þágu fólks og fyrirtækja vegna bankahrunsins tóku gildi. Þetta samþykkti Landsbankinn ekki og bar því við að erfiðleikar Festar væru að mestu ótengdir banka- hruninu. sbs@mbl.is Festi ehf. er farin í þrot Donald McCarthy er þekkt nafn á Bretlandseyjum, en hann var hlut- hafi í House of Fraser á sama tíma og Baugur, og gegndi stjórnarfor- mennsku í fyrrnefnda fyrirtækinu. McCarthy hefur verið nokkuð um- svifamikill á sviði smásölu í Bret- landi. Árið 2007 keypti McCarthy 3% hlut í Baugi. Jafnframt tók hann sæti í stjórn Baugs, auk tengdra fyrirtækja, til dæmis Moss Bros. Við vinnslu fréttar var reynt að afla upplýsinga um hvort Donald McCarthy væri einn þeirra erlendu fjárfesta sem sagðir eru ætla að fjárfesta í rekstri 1998 ehf., en það fékkst ekki staðfest. Sat í stjórn Baugs og tengdra fyrirtækja SÍÐUSTU sólarhringa hafa amma og afi þriggja ára drengs verið með hann á flótta undan barnavernd- aryfirvöldum. Nokkur misseri eru frá því að móðir barnsins var svipt forræði vegna vímuefnaneyslu. Barnið hefur að mestu alist upp í skjóli ömmu sinnar og afa síðan þá en þau hafa verið í samstarfi við barnavernd í sinni heimabyggð. Fólkinu hefur ekki tekist að halda móður drengsins frá heimili hans og vill barnavernd því að drengurinn fari í fóstur til vanda- lausra. Þegar sækja átti drenginn gripu barnaverndaryfirvöld og lög- regla hins vegar í tómt. Barna- verndaryfirvöld líta málið alvar- legum augum. sbs@mbl.is Með dreng á flótta Á að setja í fóstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.