Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 ✝ Fríða SólveigÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1950. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudag- inn 27. október sl. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Krist- gerður Árnadóttir, f. á Látrum í Aðalvík 29.12. 1916, d. 3.12. 1988, og Ólafur Helgi Jóhannesson, f. í Bol- ungarvík 20.9. 1907, d. 27.10. 1992, systk- ini Fríðu eru Guðlaugur, f. 25.12. 1931 (samfeðra), Sigrún, f. 5.4. 1946, Oddný, f. 25.9. 1948, Jóhanna, f. 26.12. 1951, Anna Kristín, f. 21.12. 1953, og Hrafnhildur Helga, f. 20.1. 1960. Fríða giftist 14. júlí 1979 Gunnari R. Jónssyni, f. 21.2. 1950, áttu þau því perlubrúðkaup í sumar. For- eldrar hans voru Ragnheiður Guð- rún Hjaltalín Gunnarsdóttir, f. 24.5. 1932, d. 14.6. 1977, og Jón Hilmar Jónsson, f. 29.3. 1931, d. 2.4. 1993. Fríða og Gunnar eignuðust þrjú börn; 1) Gunnar Atli, f. 12.3. 1975, synir hans, Kári, f. 15.6. 2001, og Kolbeinn Óli, f. 8.2. 2006, 2) Ragn- heiður, f. 17.11. 1980, og 3) Hákon, f. 21.8. 1983. Fríða ólst upp í Kópavogi og stundaði skóla þar. Á unglings- árunum fór hún í sveit á sumrin á Múla við Ísafjörð. Hún starfaði meðal annars í Kron-Dómus, Laugavegi, og hjá Skrifstofuvélum, Hverfisgötu. Á uppeldisárum barnanna starfaði hún sem dag- mamma áður en hún hóf störf á Leikskólanum Kópahvoli í Kópa- vogi þar sem hún starfaði síðustu 22 árin. Var hún trúnaðarmaður leikskólans í mörg ár auk þess sem hún var í orlofsnefnd Starfsmanna- félags Kópavogs. Úför Fríðu fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 6. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Mamma, mikið er Guð eigingjarn að taka þig frá okkur. Þú varst mér allt, besta mamma í heimi og alltaf til í að hlusta á mig og deila sorg og gleði. Mamma þú varst sú mann- eskja sem fjölskyldur geta ekki ver- ið án. Þú kynntir mig fyrir landinu, fórst með mig í útilegur og ein af mínum fyrstu ferðum var í Þórs- mörk. Ég á fjórða ári í Skagfjörð- sskála með þér og Ingibjörgu ömmu, það er einn af mínum uppá- haldsstöðum á landinu. Þar get ég enn sofið í sömu koju í dag og þegar ég var fjögurra ára. Þú unnir landinu þínu vel og fóruð þið pabbi í margar skemmtilegar ferðir um landið og líka erlendis. Þú varst áhugasöm um forfeður þína og gerðist meðlimur í Átthagafélagi Sléttuhreppinga og smitaðir mig af þeim fræðum. Áður en ég viss var ég farinn með hann Kára minn og Konna bróður vestur og norður í Að- alvík að vinna. Mamma, þú komst oft á óvart og man ég þegar þú kallaðir á mig þar sem ég var að spila CCR og baðst mig um að hækka í græjunum, sveiflaðir ryksugunni á loft og söngst með. Þegar ég heyri þetta lag í dag, minnir það mig á þig dans- andi eftir ganginum á Bjarnó. Orkan þín var öfundsverð hvort sem það var að vinna, vera í nefndum, vinna í garðinum, setja saman fjölskyldu- ferðir, ganga á fjöll, ferðast, nú eða skella skötu í pott og bjóða öllum í kæsta skötu. Garðurinn á Bjarnó hefur aldrei verið fallegri og mun sennilega vera erfitt að halda honum við því hann á viðurkenningu skilið. Á sumrin þegar ég kom í heim- sókn varstu annaðhvort að færa til heilu skógana, nú eða baðaðir þig í sólinni á pallinum sem pabbi smíð- aði, súkkulaði brún og með þitt dökka hár. Pabbi og þú, mamma mín, voruð góð saman og gerðuð húsið ykkar að höll þar sem það stendur í dag brosandi í enda göt- unnar. Kári og Kolbeinn Óli eiga eft- ir að sakna þín mikið því þú varst þeim góð og þolinmæði þína í þeirra garð verð ég þakklátur fyrir um alla ævi. Það var gaman að sjá hvað þið Kári urðuð miklir vinir og talar Kári alltaf um þig og gulrótarkökuna þína. Í Aðalvík þegar við gengum upp Fannardalinn sagði Kári, það er svo gott að vera í lopapeysunni frá ömmu Fríðu, því þá er eins og hún sé alltaf með mér. Það var gaman að vera með þér í búðarrápi í Hamra- borginni þegar heyrðist kallað „hæ Fríða“ og þar stóð brosandi barn með glampa í augum. Þetta var bara eitt af mörgum börnum sem þú kenndir á Kópahvoli. Þú ert hetjan mín, mamma, ég hlakka til að hitta þig í öllum fjall- göngunum sem ég á eftir að fara með þér um ókomna tíð, því ég veit að þú verður þar með mér. Mér var það dýrmætt að þú kynntist henni Sonju minni og leist þér strax mjög vel á þessa sveitastelpu, já líkur sæk- ir líkan heim og ekkert er betra en að vera ástfangin líkt og þú og pabbi sem nýlega hélduð upp á perlubrúð- kaup. Ég mun gera allt til að halda minn- ingunni þinni á lofti, ég er þér þakk- látur og glaður þó svo að það sé erfitt að kveðja þig veit ég að ég og mín fjölskylda á sér fallegasta verndaren- gil sem til er á himnum. Mamma, við elskum þig, þinn son- ur, Gunnar Atli, Kári og Kolbeinn Óli. Elsku besta móðir mín, sem hefur gefið mér svo margt. Ég trúi því vart að það sé komið að því að kveðja þig. Þú varst yndisleg móðir og hetjan mín. Sú manneskja sem ég lít mest upp til. Þú stóðst ætíð eins og klettur fyrir mig og bræður mína, okkur til halds og trausts. Þú varst hjartað og límið í fjölskyldunni sem hélt okkur saman. Svo sterkt að minning þín mun halda okkur saman um ókomna tíð. Þetta eru ekki sanngjörn örlög eins yndislegrar manneskju og þú ert, elsku mamma mín. Alltaf barðist þú með jákvæðnina, ákveðnina og brosið að vopni við þær hindranir sem á vegi þínum urðu. Þú hefur áunnið þér virðingu og aðdáun allra sem þig þekkja, fyrir æðruleysi þitt, dugnað, yndisleika og jákvæðni. Ég trúi því að við sem þekkjum þig og elskum njótum forréttinda að hafa átt þig að og fengið að ganga með þér þennan lífsins veg. Það eru svo marg- ar minningar sem koma fram í huga mér nú og ætla ég að halda fast í þær og geyma í hjartastað. Það er rosalega erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig svo fljótt, elsku mamma. Ég á eftir að sakna allra okkar samverustunda, þeirra sem móðir og dóttir eiga saman. Ég á eft- ir að sakna þess að hafa þig ekki hjá mér við þau tímamót sem ég á eftir að upplifa. Ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki hjá mér þegar ég stofna fjölskyldu. Einhvern til að leita ráða hjá og leiðbeina mér. Ömmubörnin þín eru svo óheppin að fá ekki tækifæri til þess að hitta þig og kynnast þér en í staðinn eiga þau eftir að heyra margar yndislegar sögur og minningar um þig. Ég trúi því að ferð þinni sé heitið á góðan stað þar sem afi og amma og allir aðrir horfnir ástvinir taka á móti þér. Þar sem óendanleg fegurð þín og yndisleiki lýsa upp tilveruna og þú hefur nýtt líf þar til við hittumst á ný. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. ók.) Eftir stendur minning um fagra, jákvæða, sterka, yndislega og ein- staka konu, hana mömmu mína, sem aldrei gleymist svo lengi sem við lif- um. Ég elska þig svo óendanlega mikið, elsku mamma. Þín dóttir, Ragnheiður. Elsku mamma. Ég skil ekki af hverju þú þurftir að fara svona ung frá okkur. Ég get ekki sagt þér hversu mikið ég á eftir að sakna þín. Þú hefur ávallt verið hjartað í fjöl- skyldunni, svo hlý og svo góð. Mér hefur ávallt þótt aðdáunarvert hversu sterk þú ert, stolt og óhrædd að segja þínar skoðanir á hlutunum. Ótrúlegt hvað var stutt í brosið hjá þér og oftast fylgdi hlátur þar á eft- ir. Við höfum alltaf verið góðir vinir og getað talað um allt, fyrir það er ég mjög þakklátur. Allt sem þú hef- ur komið nálægt hefur dafnað svo vel, hvort sem það eru við systkinin og pabbi eða garðurinn og húsið, og auðvitað meira til. Áhugi þinn á náttúru og landi hefur verið hvetj- andi og ég veit að margar fjallgöng- urnar eiga eftir að vera tileinkaðar þér. Þessar ótal minningar af okkur fjölskyldunni saman á ferð um land- ið eru mér kærar. Þá sérstaklega þær þar sem þú varst að telja ofan í okkur nöfnin á fjöllunum og fugl- unum í kring. Sífellt að ýta undir áhugann hjá okkur börnunum á landinu og veistu hvað, mamma, þér tókst það. Núna eftir að þú lést hef ég fyrst fundið fyrir þeirri þörf að hafa einhvern að fylgjast með mér, einhvern verndarengil. Kannski er það af því að þú hefur alltaf staðið við bakið á okkur systkinunum í gegnum tíðina, eins og klettur. Sterk, ákveðin og skilningsrík. Ég veit að þú átt eftir að passa upp á okkur öllsömul um ókomna tíð. Bara eins og þú hefur alltaf gert og gert vel. Ég óska þess að þú fylgist með okkur áhyggjulaus. Því þú ert búin að kenna okkur vel. Við erum búin að standa vel saman og ætlum okkur að gera áfram. Öll smituð af þeim mikla kærleik sem þú bjóst yfir og komst svo auðveldlega frá þér. Ég mun ávallt geyma minningu þína stoltur í hjarta mínu. Þín ömmubörn eiga eftir að heyra ófáar sögurnar af þér og hversu ótrúlega góð mann- eskja þú varst. Ætli þú sért ekki á leiðinni í einhvern fínan sumarbú- stað núna, sem er umkringdur berjamó, göngustígum í allar áttir og miklum fuglasöng. Ég vona að ferðalagið verði ljúft. Ég elska þig, mamma, og mun alltaf gera. Þinn sonur, Hákon. Elsku Fríða. Mikið er erfitt að sætta sig við að þú sért farin, langt fyrir aldur fram. Minningar um góða konu streyma fram og það sem kemur upp í hug- ann er fyrst og fremst þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér í gegnum strákana þína og þakklæti fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Við fengum að heyra það frá fyrsta degi að strákarnir okkar áttu bestu mömmu í öllum heiminum, það þurfti ekki að sannfæra okkur lengi því betri tengdamömmu var ekki hægt að hugsa sér. Þegar við hugsum til baka er brosmild og hjartahlý kona sem kemur upp í hugann, kona sem var alltaf boðin og búin til að aðstoða við það sem til féll. Kona sem hafði gaman af ferðalögum og það voru ófá skiptin sem þú sagðir frá og sýndir okkur myndir frá ferðum þín- um og Gunna með glampa í augum. Þú varst límið í fjölskyldunni, hóaðir öllum saman og hafðir gaman af mannfagnaði. Börn áttu ákveðinn stað í hjarta þér, þess fengu barna- börnin að njóta. Ekki má gleyma garðinum þínum, þessum sælureit sem þú eyddir löngum stundum í hvort heldur sem var að dytta að eða sóla þig. Það var stundum eins og sólin skini bara á Bjarnó, miðað við litarhaftið þitt. Þú hafðir einstak- lega notalega nærveru, góðvild og hlýja einkenndi þig, sem við söknum svo mikið. Elsku Gunni, Gunnar Atli, Ragn- heiður og Hákon við vitum að sökn- uður ykkar er meiri en orð fá lýst. Megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Takk, elsku Fríða, fyrir vegferð- ina. Þú auðgaðir líf okkar. Þín verð- ur sárt saknað en minningin um þig verður ávallt í hjarta okkar. Takk fyrir allt, þínar tengdadætur, Katrín og Sonja Sif. Í dag kveðjum við systur okkar Fríðu. Hetjuna okkar sem við höfum fylgst með síðustu árin heyja bar- áttu við sjúkdóminn sem að lokum tók hana frá okkur. En ekkert getur tekið frá okkur allar þær góðu minn- ingar sem við eigum um hana. Við systurnar höfum fylgst að í gegnum lífið. Framan af vorum við fimm í foreldrahúsum en Anna kom aftur heim á unglingsaldri. Mikill ys og þys fylgdi systraskaranum og oft var glatt á hjalla. Þegar við stofn- uðum sjálfar fjölskyldur fylgdumst við að með uppeldi barna okkar. Þar var Fríða í essinu sínu því hún var svo barngóð. Heimili hennar og Gunnars var henni mjög dýrmætt. Hún bjó fjölskyldunni gott heimili þar sem allir voru velkomnir í heim- sókn og allir fengu sömu hlýju mót- tökurnar. Fríða starfaði við leikskólann Kópahvol í yfir 20 ár og eignaðist fjöldann allan af litlum vinum þar, sem heilsuðu henni svo hlýlega á förnum vegi. Þegar Fríða eignaðist ömmustrákana sína – gullmolana sína, fengu þeir góða ömmu sem fræddi þá um allt það sem litlir strákar þurfa að vita og kunna. Fríða var alltaf til í að gera eitt- hvað skemmtilegt, bregða sér á tón- leika eða sýningar, ferðast og fara í gönguferðir, enda mikið fyrir úti- vist. Alltaf var hún fyrst til að bjóða fram aðstoð sína ef einhver þurfti á að halda. Hún lagði mikið upp úr því að halda góðum tengslum innan stórfjölskyldunnar og var að eðlis- fari bjartsýnismanneskja og mikil félagsvera. Margar góðar samveru- stundir höfum við öll átt saman. Þar ber fyrst að minnast árlegra systra- ferða okkar sem voru farnar fyrstu árin með alla fjölskylduna, en síð- ustu árin hafa þessar ferðir breyst í systraferðir án maka og barna. Þær ferðir verða dýrmætar í minning- unni; við sitjum systurnar í hlýjum bústað og röbbum, eldum góðan mat og föndrum með misgóðum árangri, förum í heita pottinn og hlustum á Hund í óskilum. Fríða sá til þess að systurnar hreyfðu sig utandyra þessar helgar. Nú verða þessar ferð- ir ekki þær sömu án hennar. Einn fastur punktur í tilverunni var skötuveisla í desember hjá for- eldrum okkar. Eftir að þau létust tóku Fríða og Gunnar að sér þennan sið með myndarbrag og Fríða var búin að merkja inn á dagatalið hve- nær skatan ætti að vera í ár. Það er ekki hægt að minnast Fríðu án þess að minnast á Gunnar, eiginmanninn sem hefur fylgt henni í gegnum allt, alltaf verið til staðar og stutt við bakið á henni. Það eru ekki bara þeir sem eru sjúkir sem eru hetjurnar, heldur líka þeir sem næstir standa. Það hefur verið aðdá- unarvert að fylgjast með honum, börnum þeirra og tengdabörnum og sjá hvað þau hafa verið dugleg og stutt hvert annað vel. Góðir vættir veiti fjölskyldu hennar styrk. Fríða var afar ræktarsöm við eldri kynslóðina og tók hún pabba okkar oft til sín í veikindum hans og reyndist honum vel. Það er kannski táknrænt að þau eiga sama dánar- dægur, þriðjudaginn 27. október. Við þökkum Fríðu fyrir allt það sem hún var okkur öllum. Við þökkum fyrir að hafa átt svona góða systur. Við þökkum fyrir að eiga allar þessar góðu minningar. Saknaðarkveðja, Sigrún, Oddný, Jóhanna og Anna. Í minningunni er ávallt sól. Það var sól um hádegisbil einn sumar- daginn fyrir löngu þegar Fríða labb- aði léttfætt út götuna heima á leið til vinnu í Kaupfélaginu. Andvarp heyrðist og það kom frá stráknum sem var við lóðarmörkin í viðgerð- arvinnu. „Ó, fríða Fríða,“ heyrðum við krakkarnir hann segja. Það var líka sól eitt sumarkvöldið fyrir löngu þegar ég suðaði í Fríðu um að fá að vera aðeins lengur úti og fékk aldrei þessu vant leyfi pínustund. Var síð- an kippt inn af tröppunum ör- skömmu síðar af ákveðinni ungri konu því stundin var liðin. Með þessu kvað hún litlu systur alveg í kútinn því þetta var svo yndislega rökrétt á sinn hátt en kom svo á óvart að ekki var hægt að mótmæla. Þær eru einnig sólríkar minningarn- ar um ótal gönguferðir, ferðalög, stuð á landsleikjum, pottasetur og pallakaffi því Fríðu systur fylgdi alltaf svo mikil sól. Fyrir nokkrum vikum fórum við systurnar í okkar árlegu sumarbústaðaferð og þrátt fyrir að ekki væri farið í pottinn og takmarkað prjónað í þetta sinn tók Fríða samt eitt Scrabble með glæsi- brag. En það var ljóst að sólargeisl- arnir voru farnir að dofna. Elskuleg systir mín var þeim kostum búin sem ég tel hvað eftirsóknarverðasta, hún hafði í ótakmörkuðu magni lífs- gleði, jákvæðni og hlýju. Einmitt þannig stóð hún keik fram á síðustu stundu í langri og erfiðri baráttu. Baráttu sem háð var með ómetan- legum stuðningi Gunnars og barnanna. Það var falleg myndin sem við mér blasti eitt kvöldið fyrir skömmu, af Gunnari við rúm Fríðu, horfandi á hana og haldandi í hönd hennar. Sú stund endurspeglaði mikinn kærleik og virðingu, fallega birtu og frið, en því miður komið að sólarlagi. Í öllum mínum minningum um Fríðu mun sólin samt skína skært því í hverri minningu er breitt bros og hlýtt faðmlag. Takk fyrir allt, elsku hjartans systir. Hrafnhildur (Habbý). Elsku Fríða, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kynntist Fríðu á leikskólanum Kópahvoli vorið 1990. Árið 1997 ákvað lítill hópur frá leikskólanum að ganga Laugaveg- inn, en í þeim hóp vorum við Fríða og Dagbjört. Eftir það sumar héld- um við áfram að fara á hverju ári í einhverja ferð um hálendið. Ég sakna þess tíma þegar við vor- um að skipuleggja gönguferðirnar. Þessar ferðir okkar voru nú meiri ævintýraferðirnar. Í einni ferðinni skiptum við um fararstjóra því við vildum komast hraðar yfir og skoða meira. Í annarri ferðinni hafði Skaftá svo flætt yfir bakka sína. Þannig var að þegar við fórum að sofa þurftum við að ganga langa leið að ánni til að ná í vatn, en þegar við vöknuðum var komið stórfljót við skálann. Og þannig var það að þegar við hittumst gátum við alltaf rifjað upp eitthvert sérstakt ævintýri úr hverri ferð sem við fórum í. Elsku Fríða, nú ertu farin að skoða aðrar náttúruperlur sem þú áttir eftir að skoða. Ég er forsjón- inni afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég votta Gunnari og börnum inni- legustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Ólafsdóttir. Fríða Sólveig Ólafsdóttir Fríða ljúf þrá, og þver, sína leið hún fer. Í símann vildi spjalla, lengi vel við alla. Börn sín söng í svefn, var hún heil í gegn. Skóna vildi á sig reima, láta ögn á fjöllin reyna. Ótta og víl hún ekki sótti, húmor betri þótti. Þig ég alltaf vin minn kalla. Aðalgeir Tómas Stefánsson. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Fríðu Sólveigu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.