Dægradvöl - 14.01.1932, Síða 10
10
DÆGRADVÖL
fyrir löngu aíöan hefði gefið frænda
sínum, er hafði verið leikbróðir henn
ar í æsku.
Daginn eftir hafði hún farið, og
Robert hafði ekki séð hana síðan.
En hann vissi, að hún bjó hjá föð-
ur sínum, námueigandanum, Fre-
derick Thompson, sem hafði á leigu
þrjár stærstu og auðugustu gull- og
koparnámur landsins. Hann vissi
þess vegna, að Thompson og fjöl-
skylda hans hlaut að vera á „svarta
listanum“, og var hann því hissa,
er hann sá, að hún var að fara með
lestinni.
Hann hafði haldið, að hún og fað-
ir hennar hefðu farið í bíl yfir landa-
mærin, sem voru miklu nær höllinni
en höfuðborginni.
„Ungfrú Thompson“, mælti hann.
„Er það ekki misráðið hjá yður að
fara með lestinni? Þér vitið, í hvaða
áliti faðir yðar er hjá uppreisnar-
mönnunum".
„Ef til vill er það misráðið", svar-
aði hún alvarlega, „en hvað átti eg
að gera? Faðir minn fór til Eng-
lands í verzlunarerindum í síðastliðn-
úm mánuði, og þegar byltingin skall
á, tók þjónustufólkið báða bílana og
ók út til landamæranna. Eg fór með
lestinni til borgarinnar, til þess að
vita, hvort eg gæti komist með þess-
ari lest út úr landinu; hvað gat eg
annað gert?“
„Já, en hvernig fenguð þér far-
seðil?“ spurði Robert hissa. „Þér
vitið þó vel, að faðir yðar er einn af
þeim efstu á „svarta listanum“.
„Farseðil? Eg hefi engan farseðil.
Eg beið þar til lestin fór af stað,
þá hljóp eg fram hjá verðinum, og
þér hjálpuðuð mér upp í. En eg hefi
þó nokkuð af peningum, og eg hélt að
ef til vill gæti eg mútað þeim, sem
taka við farseðlunum".
Robert varð alvarlegur, lagði hönd
sína á handlegg hennar og sagði:
„Það er ekki hægt, ungfrú Tomp-
son. Það er einn af liðsforingjum
uppreisnarhersins, sem tekur á móti
farseðlunum, en ekki hinir vanalegu
lestarþjónar. Og þegar hann kemst
að því, að þér hafið ekki farseðil,
tekur hann yður fasta, og engin pen-
ingaupphæð getur freistað hans“.
Stúlkan sá þegar í hendi sér, að
hann hafði rétt að mæla, og hún
vissi, að ekkert annað en — dauðinn
— beið hennar, ef hún yrði tekin
föst fyrir að ætla að flýja úr landi
án farseðils.
Það fór hrollur um hana.
„Bíðið þér augnablik", sagði Ro-
bert og fór út úr klefanum. Hann
kom bráðlega inn aftur með far-
seðil sinn í hendinni.
„Gjörið þér svo vel“, mælti hann
brosandi, „hafið þennan farseðil, en
reynið eins og þér getið, að láta.
ekki liðsforingjann sjá aftan á hann.
Og þér verðið að muna, að láta sem
þér þekkið mig ekki, þangað til við
erum komin út úr Mexiko“.