Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 18

Dægradvöl - 14.01.1932, Blaðsíða 18
18 DÆGRADVÖL Macrae og Jordon sneru sér við. Bak við þá stóð Jeffrey West- man. Hann var hár og beinvaxinn, vöðvastæltur og karlmannlegur á velli. Hann var hvasseygður, og hafði rauðleitt skegg, sem glóði í sólskin- inu. — Hann var ungur, þessi ameríski fílaveiðari frá Mbeni. Hinn gáfulegi svipur hans bar vott um erfiða reynslu, sem hann hafði fengið í Ituriskógunum. Hann var sannur æfintýramaður, sem hafði svarað hinu dularfulla kalli skóganna. Hann elskaði lífshætturnar, því hann hafði gaman af að berjast — og vinna sigur. Á því augnabliki, sem Mac leit í augu hans, vissi hann, að vin- ur sinn, Jordon, hafði á réttu að standa. Þetta var maðurinn, sem hægt var að búast við, að gæti leyst úr vandræðunum. Þá vissi hann líka, að þetta var maður, sem ekki lét kaupa sig til að gera hvað sem var. Hann fór að hugsa hlítt til þessa fílaveiðara, sem hingað til hafði ver- ið honum ókunnugur. „Jeffrey Westman?" spurði hann um leið og hann rétti honum hönd sína. Westman tók þétt í hönd hon- um og kinkaði kolli. „Hvers vegna sögðuð þér, að eg vildi ekki fara upp til Itrui, Jord- on?“ spurði hann með djúpri bassa- rödd. „Þér hafið þá heyrt?“ „Eg bæði sá og heyrði. Eg var nið- ur frá hjá trúboðunum. Jordon skilur betur en þér lífið hér í Kongó. Eg ætla að fara, Collins var vinur minn“, sagði hann og sneri sér að Macrae. „Við skulum koma inn, þar ar svalara“, sagði Jordon. „Eftir því sem faðir Renaud seg- ir mér“, mælti Westman, þegar þeir voru komnir inn í skrifstofuna, „þá er Collins þriðji hvíti maðurinn, sem lætur lífið við að fara þangað upp- eftir, Macrae. Hvað kemur til?" „Eg veit ekki, Westman“, sagði Mac. „Eg var sendur hingað frá Boma fyrir mánuði síðan af félagi mínu. Það á auðuga gullnámu við vík eina í Ituriánni ofarlega. Það er í það minnsta álitið, að náman sé auðug, þó að ekkert hafi komið þaðan nema fáeinar smásendingar og þrír menn — hvítir — hafa látið lífið, við að fara þangað, til að grafast fyrir or- sökina. Tveir af þeim komu aldrei aftur. Og þessar litlu og fáu send- ingar hafa skapraunað eigendunum og gert þá órólega. Collins, eins og þér vitið, kom aftur á baki svertingj- ans, hálfdauður eða meir. Það er fórnfýsi Tamwa að þakka, að hann kom aftur, annars hefði hann farið eins og hinir. Enginn hefði vitað, hvað um hann hefði orðið. Þetta er allt sem við vitum enn þá, hitt ætla eg að grafast fyrir um“. Westman horfði á þá báða, Mac og Jordon nokkra stund.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.