Dægradvöl - 14.01.1932, Qupperneq 22

Dægradvöl - 14.01.1932, Qupperneq 22
22 DÆGRADVÖL hárinu, sera var alblóðugt, og fann þrjá smásteina, sem setið höfðu fast- ir í því, af því að það var mjög hrokkið. Hann skoðaði þá og ætlaði að fara að kasta þeim, en hætti við það og stakk þeim í vasa sinn. Westman reis á fætur. „Þetta eru verk mannætanna, Mac, það er auðsjáanlegt af þessum djúpu skurðum í enninu, þeir eru hefndarmerki þeirra. En eitthvað hefir fælt þá snögglega í burtu, ann- ars hefðu þeir ekki skilið eftir annað ein's sælgæti eins og höfuðið, nema því að eins, að það eigi að vera eins- konar viðvörun. Þeir hljóta að hafa drepið hann snemma í morgun“. Macrae ætlaði að fara að segja eitthvað, en Kilimi, sem hafði ver- ið að skoða höfuðið og leita í gras- inu umhverfis þá, stóð nú snögg- lega á fætur og var auðsjáanlega í geðshræringu. „Bwana!“ mælti hann skjálfandi, „Aniotos! Watu wabaya! — 111- mennin, sjáðu bwana!“ Hann sýndi þeim, það sem hann hafði fundið. Var það áhald úr járni, svipað mannshendi í lögun, með stuttu skafti. Voru á því fimm mislangar álmur, sem mintu á fing- ur, og voru þær oddhvassar sem nál- ar og bognar í endann. „Þetta er morðtól Iturimannæt- anna“, mælti Westman er hann tók við þessu ljóta vopni og sýndi Mac- rae. Wambubasvertinginn horfði ótta- sleginn á vopnið, muldraði fyrirbæn- ir fyrir munni sér og ranghvolfdi augunum af hræðslu. Sjálfur Kil- imi var lafhræddur og sneri West- man sér því að honum og sagði: „Ert þú hræddur Kilimi? Þú átt ekki að vera hræddur við óvini þína. Wambubasvertingjarnir eru hrædd- ir; ef til vill hlaupa þeir í burtu. Farðu til þeirra' Kilimi og segðu þeim að vera ekki hræddir við óvini sína“. Þetta hafði góð áhrif á svertingj- ann. Hann rétti úr sér og þandi út brjóstið. „Nei, bawana, Kilimi er ekki hræddur. Kilimi hleypur ekki burtu“, sagði hann. Hann gekk reiðilega til svertingj- anna, ávítaði þá fyrir hræðsluna, og sagði þeim að það væri skammar- legt að vera hræddur við óvini sína. Smám saman fór hræðslan af þeim, en hann stappaði í þá stálinu og urðu þeir rólegir. Nú var haldið af stað aftur, og bað Westman þá að halda vel hópinn. „Hvernig hefir þú náð svo miklu valdi á Kilimi?“ spurði Macrae og lét í ljósi undrun sína. Framh. Kennarinn: Hvað er vindur? Nonni litli: Vindur er loft, sem er að flýta sér.

x

Dægradvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.