Dægradvöl - 14.01.1932, Síða 23

Dægradvöl - 14.01.1932, Síða 23
DÆGRADVÖL 23 Frímerki og glæpir. Margir hafa gaman af að safna frímerkjum, og gera sumir sér það að atvinnu, enda mun það vera góð atvinna ef safnað er þeim merkjum,' sem eru í sæmilegu verði. En stund- um rekur frímerkjaágirndin menn út í öfgar, eins og reyndar öll á- girnd gerir. — Nýlega var í Berlín heil fjölskylda myrt út af einu frímerki. Morðing- inn hafði fyrst viljað kaupa það og viljað borga fyrir það offjár, en þegar fjölskyldan vildi ekki selja það náði hann því með valdi og myrti alla fjölskylduna (þrjá menn). Mun frímerki þetta hafa kostað ná- lægt 40 þúsund krónur. Er það mik- il upphæð fyrir eitt frímerki, en þau merki munu vera til, sem virt eru á 150 þúsund og jafnvel 200 þúsund krónur. Þetta er að sögn ekki í fyrsta skiftið, sem morð hafa verið fram- in út af frímerkjum. Árið 1910 var negri einn í Höfðaborg í Afríku, sem hafði verið þjónn hjá frægum afríkönskum frímerkjasafnara. Dag nokkurn sá hann í búðarglugga spjald eitt með álímdum frímerkj- um, er voru til sölu. Á meðal þeirra var eitt mjög gamalt og sjaldgæft Mauritiusmerki, sem hann vissi að var í mjög miklu verði, enda eru ekki til, svo að menn viti, fleiri en 23 stykki af þeirri tegund í heimin- um, svo að verð þeirra er komið upp í 80 þúsund krónur. — Negrinn fór inn í búðina og spurði um verð á spjaldinu, og vegna þess hve ódýrt það var, keypti hann það samstund- is. Um kvöldið lenti hann í drykkju- krá og fór þá að segja félögum sín- um hve góð kaup hann hefði gert og varð það til þess að hann var eltur heim um nóttina og drepinn. Þegar svo morðinginn ætlaði að selja merkið frægum safnara þar í borginni, var lögreglan búin að gera honum aðvart, og var morðinginn tekinn og hengdur. Seinna komst í ljós við rannsókn að merkið var ekki egta, heldur mjög góð eftirlíking af hinu fræga Mauri- tiusmerki. — Stærsta frímerkjasafn í heimi er sagt að sé í París og sé barónsættin Ferrary eigandi þess. 1 það var byrjað að safna árið 1865 og eru nú frímerkin orðin yfir 500 þúsund að tölu og virt á 12 til 15 milljónir króna. — Konungur Englands er ákafur frí- merkjasafnari og er safn hans virt á 6 milljónir króna. Siggi: Segðu þeim allt sem þú veizt, þú verður ekki lengi að því. Nonni: Eg segi þeim allt sem við vitum báðir. Eg verð ekkert lengur að því.

x

Dægradvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.