Saga - 1984, Blaðsíða 98
96
PÉTUR PÉTURSSON
er þó vænlegt til skilnings á spíritismanum á 20. öld að setja jafn-
aðarmerki milli andatrúar þeirrar, sem einkennir frumstæð þjóð-
félög (anímismi), og nútíma spíritisma, þó svipuð fyrirbrigði sé
að finna í frumstæðri andatrú og meðal spíritista. Viðfangsefni
okkar birtist í gjörsamlega öðru menningarlegu og félagslegu
samhengi, þannig að fræðilegar skýringartilgátur geta þangað
lítið sótt, enda hefur áðurnefnt jafnaðarmerki oftast verið sett í
hita baráttunnar gegn spíritismanum. Leifar af andatrú má finna í
flestum trúarbrögðum heims, einnig hinum svokölluðu æðri trú-
arbrögðum. Þegar leitað er að upptökum þess spíritisma, sem við
þekkjum á okkar öld, beinist athyglin fyrst að þeim, sem helst
voru mótaðir af nútíma viðhorfum og mesta höfðu menntunina,
ekki að þeim sem einangraðir voru við frumstæð skilyrði. Annað
mál er það, að dularfull fyrirbrigði er að finna í þjóðsögum, og
nægir þar að nefna draugatrúna. Það að spíritisminn varð fjölda-
hreyfing eða eins konar alþýðutrú (popular religion), má að ein-
hverju leyti rekja til þjóðtrúar (folk religion). Áhugi á spíritískunt
fyrirbrigðasögum og dularfullum atburðum þjóðsagnanna er ekki
óskyldur eins og getið verður hér á eftir. Hér reikna ég með þrem
flokkum trúar, alþýðutrú, þjóðtrú og kirkjutrú. Það má líkja þessari
flokkun við það, hvernig tónlist er skipt í dægurlagatónlist (popu-
lar), þjóðlagatónlist (folk) og klassíska tónlist (þar með kirkju-
tónlist).5
Sálarrannsóknir og nútíma spíritismi eru oftast talin eiga
upptök sín um miðja síðustu öld. Beinir undanfarar hreyfingar-
innar voru dáleiðslu- og segulkraftalækningar austurríska læknis-
ins F.A. Mesmers, sem oft ganga undir nafninu „animalmagnet-
ismi“, og kenningar sænska vísindamannsins og dulspekingsins
Emanuels Swedenborgs um andana og tilvist mannsins eftir dauð-
ann. Báðir voru þeir uppi á 18. öld.6 Hér ber að nefna kenningar
Swedenborgs og sérstaklega sýnir hans og lýsingar á því sant-
bandi, sem hann taldi sig vera í við annan englaheim og æðri inátt-
arvöld. Um þessi mál ritaði hann mikið og vék þar m.a. að guð-
5. P. Staples, Official and Popular Religion in an Ecumenical Perspective. í P.H-
Vrijhof og J. Waardenburg, Official and Popular Religion 1979, bls. 244 og
áfram.
6. G.K. Nelson, Spiritualism and Society. Schocken Books, New York, bls. 48 og
áfram; E. Briem, Spiritismens historia. Glcrups, Lund 1922, bls. 160 og áfrarn.