Saga - 1984, Blaðsíða 324
322
RITFREGNIR
flokkurinn gat því óheftur valið byltingarleiðina — þó svo að byltingin hafi
aldrei orðið annað en frómar óskir. Auk þessa bendir svo Elvander á, að and-
stæður dreifbýlis ög þéttbýlis hafi verið litlar í Danmörku og Svíþjóð miðað
við það sem gerðist í Noregi. Þessar andstæður telur Elvander meðal annars
hafa kristallast í valdatöku Martins TranmÆ/jogfélagaíflokknum árið 1918, og
ekki síst árið 1972 í baráttunni um inngöngu Noregs í Efnahagsbandalag Evr-
ópu.
Þótt sájarðvegur, sem Elvander hefur fært plóg sinn í, sé lítt unninn afsagn-
fræðingum, þá hafa engu að síður sést viss tilþrif á liðnum árum, sem benda til,
að viðfangsefnið laði að. Annars er Elvander ekki sagnfræðingur, heldur pró-
fessor í félagsfræði, og setur það óneitanlega mark á ritið, þó ekki í neikvæðri
merkingu. Rannsóknin byggir á fjölda sagnfræðirita og er dæmi um ágætan
árangur þvervísindalegra vinnubragða.
Megináherslan er lögð á tímabilið eftir seinni heimsstyrjöld, og það er eink-
um hér sem þjóðfélagsfræðingurinn fær að njóta sín, enda fer hann á kostum
gegnum atkvæðahlutföll, kosningaþátttöku, vinstrisveiflur, hægrisveiflur,
stjórnarmyndanir, þróun og uppbyggingu framleiðslu og fleira. Annars er
efnið í heild sett fram með fjölda línurita og taflna, sem auka mjög notagildi
bókarinnar, en hún er að öðru leyti náma upplýsinga og sjónarmiða. Sýnt er
fram á möguleika til mismunandi túlkunar og niðurstöður eru teknar saman i
lok hvers kafla.svo að þægilegt er að rifja upp og átta sig. Þannig uppfyllir ritið
helstu kröfur.sem gera verður til góðrar handbókar.
Óneitanlega hefði verið áhugavert að sjá hvernig eða hvort mismunandi
vaxtarskilyrði settu mark á samvinnu og tengsl flokkanna þriggja, til dæmis
hvernig sænskir og danskir sósíaldemókratar brugðust við róttækni norska
Verkamannaflokksins. Þess ber þá að gæta,að slíkt liggur að mestu utan þess
ramma, sem höfundur gaf sér í upphafi. Verkið er ekki frumrannsókn, heldur
byggist það á þeim sæg rita, er skrifuð hafa verið um verkalýðshreyfingu og
samfélagshætti landanna þriggja, sem rannsókn Elvanders nær yfir.
Þrátt fyrir fnarga kosti bókarinnar dregur hún dám af augljósri pólitískn
hneigð höfundar. Sú hneigð kemur strax fram í nafni bókarinnar: Skandinavisk
arbetarrörelse, sem gefur til kynna að hún fjalli um og kryfji skandinavíska
verkalýðshreyfingu. Bókin er í raun aðeins krufning á þremur sósíaldemo-
krataflokkum. Aðra strauma innan landanna þriggja lætur höfundur að mestu
Iiggja á milli hluta. Sterk sósíaldemókratísk hneigð,og sú staðreynd, að höf-
undur er Svíi, gerir það að verkum,að viðmið hans er sænskt. Þannig fer ekki
á milli mála, að hann telur samþjöppun valds og miðstýringu í sænskri verka-
lýðshreyfingu af hinu góða, en valddreifð uppbygging dönsku verkalýðs-
hreyfingarinnar er að hans áliti merki veikleika.
Sagnfræðirannsóknir markast óhjákvæmilega af heimildavali og þeim
spurningum.sem varpað er fram. Hvað varðar rannsókn Elvanders, vcrður
hann tæpast með réttu gagnrýndur fyrir framsetningu þeirra spuminga, sem
hann vill fá svör við (en óneitanlega hefði verið spennandi að taka Finnland og