Saga - 1984, Blaðsíða 156
154
PÉTUR PÉTURSSON
heimi, nema þær samrýmist fyllilega skynsemi þeirra og
samvisku ... Vér verðum ávallt að hafa það hugfast, að vér
berum sjálfir ábyrgð á gjörðum vorum og megum ekki
varpa þeirri ábyrgð á neinn annan, hvort sem hann er þessa
heims eða annars.14
En hvar bar að setja mörkin? Hvaða anda átti að taka trúanlega
og hverja ekki? Hvað var ósvikinn boðskapur, og hvað var vit-
leysa eða á einn eða annan hátt komið frá miðlinum sjálfum? Pað
er einmitt í þessu atriði, sem hið mikla leiðtogahlutverk manna
eins og Einars og Haralds kemur fram; þeir lögðu línurnar að
þessu leyti. Oft er talað urn mikil áhrif þessara manna á trúar-
skoðanir og lífsviðhorf fólksins í landinu almennt, en ekki er síður
athyglisvert, hvílíkt áhrifavald þeir höfðu yfir spíritistum sjálfurn-
Peim var annt urn „álitið á spíritismanum út á við“, enda var það
forsenda fyrir framgangi spíritismans sem íjöldahreyfíngar, og
allt of miklir árekstrar við grundvallarstofnanir samfélagsins, svo
sem heilbrigðiskerfið (læknavísindin), lög og rétt og kirkjuna,
gátu þvingað spíritismann til að lifa því neðanjarðarlífi, sem hann
varð að sætta sig við annars staðar á Norðurlöndum. Innan félagS'
ins og hreyfingarinnar í hcild voru þeir til, sem áttu erfitt með að
sætta sig við þær hömlur, sem rannsóknarhyggjan og „borgara-
legt velsæmi“ setti þeim, en ekki bar á þessum röddum opinber-
lega, á meðan Haralds og Einars naut við, og sú stefna, sem þeir
mörkuðu var ríkjandi í félaginu löngu eftir að þeir féllu frá.15 P®
ber að hafa í huga, að SRFÍ var ekki hið sama og spíritistahreyfing'
in, þó félagið gegndi lykilhlutverki fyrir hreyfinguna sem slíka alk
frá því það var stofnað. Bæði í Reykjavík og úti um allt land vorn
starfandi óformlegir hópar fólks, sem lengur eða skemur kom
saman á miðilsfúndum, og oftast virðist einhver úr þessum
hópum hafa verið félagi í SRFÍ eða á annan hátt kunnugur því
stefnu þess. Á þessari starfsemi bar félagið ekki ábyrgð nema þa
óbeint.
Þess var áður getið, að dultrú og dulspeki séu yfirleitt séreig11
innvígðra og þrffist helst í lokuðum hópum í skjóli leyndar, eins
og var með Tilraunafélagið, félagið Systkinabandið og félög einS
14. Morgunn VIII 1927, bls. 239-40.
15. Pétur Pétursson op.cit., bls. 28.