Saga - 1984, Blaðsíða 308
306
RITFREGNIR
samanlagt reyndust þessi tækifæri leiða til vandræða og ófarnaðar, en þá var
Ingólfur genginn frá borði og ábyrgðin kom á herðar eftirmanna hans í land-
búnaðarráðuneytinu.
Stjórn landbúnaðarmála var allan stjórnmálaferil Ingólfs háð vandfenginni
málamiðlun og auðvelt að hleypa henni upp, ef menn sáu sér hag í því, bæði
innan flokks og milli flokka. Ingólfur virðist hafa haft traust helztu forystu-
manna flokks síns, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, og ekki kemur það
fram, að hann hafi goldið þess að hafa verið í andstöðu við ríkisstjórn Ólafs
Thors 1944-46. Það orð fór af Ingólfi sem ráðherra, að hann gætti þess vand-
lega við stöðuráðningar, hvar umsækjendur voru í flokki. Rit Páls er þó ekki
til vitnis um slíkt. Ingólfur minnist þess hins vegar, að það vakti athygli, þegar
hann réð til að standa fyrir einu útibúi kaupfélagsins mann, sem taldist til
Framsóknarflokksins.
Suðurland hefur ætíð haft sérstöðu um skipan samvinnufélaga. í öðrum
helztu landbúnaðarhéruðum er eitt og sama samvinnufélag kaupfélag, mjólk-
ursamlag og sláturfélag. Á Suðurlandsundirlendinu eru þessar þrjár greinar
aðskildar, mjólkursamlagið er eitt, kaupfélagssvæðin eru þrjú, en sláturfélags-
svæðið er víðara. Þar við bætist, að í Rangárþingi hafa verið tvö kaupfélög
síðan 1949, annað í Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, en hitt, Kaupfélagið
Þór, hefur staðið utan þess og verið í samtökum um innkaup með ýmsum
verzlunum utan Reykjavíkur. Þegar Kaupfélagið Þór var stofnað, voru fyrir
tvö Sambandskaupfélög í Rangárþingi. Kaupfélagið Þór náði yfir svæði þeirra
beggja. Ingólfur leitaði í upphafi hófanna um inngöngu í Sambandið, en for-
stjóri Sambandsins vildi það ekki.
Ingólfur segir nokkuð frá átökum um flutninga Kaupfélags Árnesinga fyrir
Mjólkurbú Flóamanna, m.a. á mjólk frá framleiðendum í Kaupfélaginu Þór.
Lauk þeim málum þannig, að mjólkurbúið tók flutningana í eigin hendur. Ég
hefði kosið að frétta meira afviðgangi Kaupfélagsins Þórs í samanburði við hitt
kaupfélagið í Rangárþingi og um það, hvernig iðnaður efldist á Hellu, ég vil
ætla í skjóli kaupfélagsins.
Nokkrir menn, sem áttu varanleg skipti við Ingólf sem alþingismann og
ráðherra, gera grein fyrir þeim kynnum í síðara bindinu. Athyglisverð er
ábending Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra (bls. 286): „...mér fannst Ing-
ólfur ekki sterkur félagsmálamaður. Hann hafði meiri áhuga á einstaklingum
en félögum. Hann hafði takmarkaðan áhuga á að efla búnaðarfélög og búnað-
arsambönd."
Páll Líndal hafði það hlutverk að kanna ýmsar heimildir til að tryggja, að rétt
væri farið með. Þrátt fyrir það stendur víða „að ég ætla“, „ef ég man rétt“ og
annað í þeim dúr, þótt til séu heimildir til að taka afallan vafa. Truflar það les-
anda, sem vill vita vissu sína og spara sér að leita heimilda.
Leiðrétta þarf frásögn af skólabyggingu á Hvanneyri á bls. 121 í II. bindi-
Segir þar frá samkeppni um uppdrátt að nýrri skólabyggingu og að síðan hafi
gengið nokkuð greiðlega að fá fé til verksins. „Þessari byggingu, sem er mikið