Saga - 1984, Blaðsíða 150
148
PÉTUR PÉTURSSON
eftirspurn eftir þeim virðist á einhvern hátt mega rekja til Út-
breiðslu spíritismans. Þetta samband er alls ekki einhlítt, og erfitt
er um að segja, að hve miklu lcyti dultrú þjóðsagnanna var enn lif-
andi með almenningi um aldamótin. í þessu sambandi er varasamt
að gera of mikið úr áhrifum raunsæisstefnu og efnishyggju.
Nokkrir þeirra, er söfnuðu eða gáfu út þjóðsögur eftir aldamót,
voru sjálfir trúaðir á raunveruleik þeirra dularfullu fyrirbrigða,
sem sagt er frá í sögunum. Áhugi á þessum fyrirbrigðum hefur
verið upphaf margra sagnanna og þeirrar viðleitni að koma þeim
á framfæri. Benda má á, að nokkrir safnarar voru félagar Guð-
spekifélagsins (Oddur Björnsson, sr. Jónas Jónasson og Þór-
bergur Þórðarson). Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi taldi fyrir-
brigðin vera sönn og gerði sér far urn að fá áreiðanlega sögumenn-
Líklega hefur því verið svipað farið um einn allra afkastamesta
safnarann, Sigfús Sigfússon.5 Fyrirbrigðasögur þær, sem birtusti
tímariti SRFÍ, Morgni, og aðrar frásögur afskyggni og miðlafyrit'
brigðum eru oft nauðalíkar dulrænum þjóðsögum. Einkum a
þetta við um þær sögur, sem birtust í síðari söfnum, er sögum fra
fyrri öldum tók að fækka og notast varð við sögur af atburðum.
sem gerðust í lok 19. aldar eða jafnvel á 20. öld. Sama er að segja
um margar þær sögur af dularfullum atburðum, sem Myers tekur
með í bók sinni um persónuleika mannsins.
Eitt skýrasta dæmið um það, að áhugi á dulrænum þjóðsögum
og „sálarrannsóknum" hafi farið saman, er tímarit það, sem
Hermann Jónasson, fyrrum skólastjóri Bændaskólans á Hólum.
hóf að gefa út 1915 og kallaði Leiftur. Tímarit um dulskynjanir og
þjóðsagnir. f formála tekur hann fram, að hann vilji safna dul'
rænum þjóðsögum, og auglýsir eftir þeim og vill hafa þær sem
best vottfestar. Einnig lýsir hann eftir vottfestum sögum af
raunafundum (miðilsfundum). Hann álítur dulrænar þjóðsögur
styðjast við raunveruleg fyrirbrigði og telur þær hafa gildi, bæði
fyrir menningarsögu þjóðarinnar og sálarfræðina. Hermann ga‘
einnig út bækur um eigin reynslu og annarra, um drauma, dul'
sýnir o.s.frv. Þar er að finna mikla drauma um persónur og sögu'
5. Sjá ritdóm eftir Einar H. Kvaran í Skírni LXXXII 1908, bls. 89; Stcfán EinarS'
son, History of Icelandic Prose Writers, bls. 92.