Saga - 1984, Blaðsíða 237
KOMMÚNISTAHREYFINGIN A ÍSLANDI
235
Alþýðuflokksins tók harða afstöðu gagnvart kommúnistum innan flokksins
°g Alþýðuflokkurinn sótti um inngöngu í Alþjóðasamband sósíalista í des-
ember 1926. Sú inngangajók mjög ágreininginn innan Alþýðuflokksins milli
sósíaldemókrata og kommúnista." (Bls. 89)
Ég tel, að þessi söguskoðun stangist á við staðreyndir í tveimur mikilvægum
atriðum: 1) fslenskir kommúnistar ætluðu sér aldrei að vera í flokki með
..sosíaldemókrötum" til frambúðar. Markmið þeirra frá upphafi var að yfirtaka
Alþýðuflokkinn eða stofna kommúnistaflokk. Pessi grundvallarásetningur
snerti á engan hátta skyndilega inngöngu Alþýðuflokksins í II. Alþjóðasam-
bandið í desember 1926 eða samvinnu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokks-
ms. Hér nægir að vísa til Kominternályktunarinnar frá 1924, ræðu Einars Ol-
geirssonar í mars 1926 og stofnunar Spörtu í nóvember 1926. 2) Til þess að
þessi söguskoðun fái staðist verður nánast að slá striki yfir „þriðja tímabilið" í
sogu Kominterns, tímabilið frá 1928-1935, þegar „sósíalfasistalínan" var höfð
að leiðarljósi. í ofangreindri söguskoðun er ekki gerð nein grein fyrir áhrifum
þessarar stefnu á hugmyndir og starf íslenskra kommúnista — m. a. að þeir hefja
haustið 1928 virkan undirbúning að stofnun kommúnistaflokks og hatursfullar
atásir á forystu Alþýðuflokksins.
Raunar vilja kommúnistar helst, að „sósíalfasistastefnan" falli í gleymsk-
unnar dá, sbr. Theodore Draper: The Ghost of Social- Fascism. Commentary
1970 (febrúar), bls. 39.
' ^ stefnuræðu sinni á Kominternþinginu 1935 sagði Ceorgi Dimitroff m.a.:
Auðvitað hlýtur raunveruleg framkvæmd samfylkingarinnar að verða með
ýmsum hætti eftir aðstæðum hvers lands. Hún hlýtur að taka á sig ýmsar
myndir, allt eftir eðli og ásigkomulagi verklýðssamtakanna, pólitísku
þroskastigi þeirra, raunverulegu innanlandsástandi, viðhorfsbreytingum í
alþjóðahreyfingu vcrkalýðsins og svo framvegis. (G. Dimitroff: Samfylking
gegnfisisma. Rvík 1936, bls. 42.)
meginatriðum reyndu kommúnistaflokkarnir að útfæra samfylkingarbarátt-
Una á svipaðan hátt. Sú stefna íslenskra kommúnista í kosningunum 1937 að
hjóða einungis fram í sumum kjördæmum, en styðja annars staðar frambjóð-
endur Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, vart.d. ekkcrteinsdæmi. Hið
sama gerðu kommúnistaflokkar í öðrum löndum, t.d. Noregi og Bretlandi.
^já um þetta: Hans F. Dahl: Behind the Fronts: Norway. Joumal of Contempor-
arY History 5 (1970) nr.3, bls. 47; Henry Pelling: The British Communist Party.
London 1975, bls. 87.
Stofnun Sósíalistaflokksins, sem KFÍ stóð að ásamt Héðni Valdimarssyni, á
hms vegar vart hliðstæðu.
KFÍ var lagður niður og stofnaður nýr flokkur, sem var ekki í Komintern. Pað
et samt ekki rétt að draga miklar ályktanir af þessari þróun mála um sjálfstæði
■slenskra kommúnista frá Komintern. Það er ekki skynsamlegt aðeinblína á hin
onnlegu tengsl. Pannig hélt Stalín áfram að stýra kommúnistaflokkunum sem
eimshreyfmgu eftir að Komintern var lagt niður árið 1943. Sjá Leonard
^ciapiro: Soviet Attitudes to National Communism in Westcrn Europe. í
oward Machin (ritstj.): National Communism in Western Europe: A Third Way
Socialism? London 1983, einkum bls. 47.