Saga - 1984, Blaðsíða 130
128
PÉTUR PÉTURSSON
deilum um það lýkur að mestu. Einna helst mætti í þessu sam-
bandi nefna greinar Gísla Sveinssonar og Ágústs H. Bjarnasonar,
sem birtust í Lögréttu og fleiri blöðum. Voru þeir báðir andstæðir
spíritismanum, og urðu forsvarsmenn hans til andsvara. Sá síðar-
nefndi efaði þó ekki, að fyrirbrigðin gerðust í raun og veru svika-
laust, en hann útskýrði þau á annan hátt en spíritistar og taldi þau
ekki benda til tilveru framliðinna í öðrum heimi.
Þess má geta, að leiðtogi Heimastjórnarflokksins, Hannes Haf'
stein, sem á fyrsta áratugi aldarinnar hafði sjálfur leitt málið hja
sér, snerist á sveif með spíritistum og tók að kynna sér kenningar
þeirra. Hann var meðal hinna fyrstu, sem gengu í Sálarrannsókna-
félag íslands, sem stofnað var 1918.26 Fornvinur hans frá Hafnar'
árunum og félagi við útgáfu Verðandi árið 1882, Einar H. Kvaran,
veitti honum leiðsögn og útvegaði honum bækur um málið. Árið
1913 hafði Hannes misst konu sína og leitaði eftir það huggunar1
spíritismanum.27
Hér hefur verið rakið, hvernig upphaf spíritismans tengdist
Einari H. Kvaran og nokkrum vinum hans og samherjum í stjorn'
málum aldamótaáranna. Þetta er skýrasta dæmið um, hvernig
stjórnmálaskoðun og afstaða til spíritismans fóru saman á fyrsta
áratug þessarar aldar. Þó má spyrja, hvort þessi afstaða eigi ser
einhverjar „dýpri“ orsakir félagssálfræðilegs eðlis. Hér skal sett
fram sú tilgáta, að stjórnmálaósigur sá, sem valtýskan beið 3
fyrstu árum þessarar aldar, hafi gert leiðtoga hennar á íslan
„móttækilegri“ fyrir spíritismanum, vissunni fyrir því, að réttlaeti
væri þó til, og meira að segja örugg vissa fyrir því, að menl1
myndu að lokum uppskera eins og þeir hefðu til sáð. Valtýingar
voru framfaramenn og trúðu á tækniþróun og atvinnuuppbygS
ingu sem undirstöðu að pólitísku og menningarlegu sjálfsta;
íslensku þjóðarinnar. Þeir höfðu unnið markvisst að því að taka
við leiðtogahlutverki í íslenskum þjóðmálum, og allar líkur bentl
til að þeim mundi takast það vegna framsýni og dugnaðar ogttuar
á mátt sinn og megin. Þá gerist það, að pólitískir sviptivinda1^
Danmörku feykja „glaumgosanum" Hannesi Hafstein, ^
26. Félagatal sem birt var í Morgni I 1920. n.
27. Kristján Albcrtsson, Hannes Hafstein. Ævisaga II. Almcnna bókafclagið,
1964, bls. 298-300.
J