Saga - 1984, Blaðsíða 367
Aðalfundur Sögufélags 1984
Aðalfundur Sögufélags var haldinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík
laugardaginn 28. apríl 1984 og hófst kl. 2 e.h. Til fundar komu 40-50 félags-
menn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Kvað hann einkar ánægjulegt fyrir Sögufélag að fá tækifæri til þess að halda
aðalfund í hinum sögufræga hátíðarsal Menntaskólans og færði rektor skólans
þakkir fyrir.
Forseti minntist þeirra félagsmanna, sem stjórninni var kunngut um, að lát-
izt hefðu frá síðasta aðalfundi. Þeir voru eftirtaldir: Agnar Kl. Jónsson sendi-
herra, stjórnarmaður Sögufélags 1965-69, Alexander Jóhannsson kennari,
Baldur Jónsson rektor, Einar Ól. Sveinsson prófessor, Emil Fenger kennari,
Guðmundur H. Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, Gunnar Thoroddsen
fyrrv. forsætisráðherra, stjórnarmaður Sögufélags 1970-78, Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri, Hartmann Pálsson frá Ólafsfirði, Jóhann S. Hannesson
menntaskólakennari, Jón E. Ragnarsson hæstaréttarlögmaður, Kjartan
Bjarnason sparisjóðsstjóri, Kristinn Bergþórsson stórkaupmaður, Magnús
Björnsson verzlunarstjóri, Ólafur R. Einarsson menntaskólakennari, Ólafur
Jónsson ritstjóri, Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, Sigurður Guðgeirs-
son, starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Sigurður S. Thoroddsen
verkfræðingur, Vilmundur Gylfason alþingismaður og Þóroddur Guðmunds-
son frá Sandi, rithöfundur. Fundarmenn heiðruðu minningu hinna látnu
félagsmanna með því að rísa úr sætum.
Forseti tilnefndi Bergstein Jónsson sem fundarstjóra og Agnesi Arnórs-
dóttur fundarritara.
Skýrsla stjómar. Forseti flutti yfirlitsræðu um störf félagsins frá síðasta aðal-
fundi, 30. apríl 1983. Kom þar fram að hinn 31. maí kom stjórnin saman til
fyrsta fundar og skipti með sér verkum skv. félagslögum. Forseti var endur-
kjörinn Einar Laxness, gjaldkeri Heimir Þorléifsson og ritari Helgi Þorláks-
son; aðrir aðalstjórnarmenn voru Ólafur Egilsson og Sigríður Th. Erlends-
dóttir; varamenn voru Anna Agnarsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sem ávallt
voru boðuð til stjórnarfunda ásamt ritstjóra Sójjn, Jóni Guðnasyni. Á tímabil-
inu voru haldnir sjö stjórnarfundir. Afgreiðsla félagsins hefur sem fyrr haft
aðsetur í Fischersundi undir daglegri umsjón Ragnheiðar Þorláksdóttur.
Þá gat forseti rita sem komu út á liðnu stjórnartímabili en þau voru:
Saga, tímarit Sögufélags, 1983. 21. bindi kom út í september s.l. undir rit-
stjórn Jóns Guðnasonar og Sigurðar Ragnarssonar. Ritið er 363 bls., fjölbreytt
að efni, með greinum eftir 18 höfunda ásamt fjölmörgum ritdómum um
nýjustu sagnfræðileg rit. Saga var sett og prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Rit-