Saga - 1984, Blaðsíða 149
TRÚARLEGAR HREYFINGAR í REYKJAVÍK
147
°g felagsfræðilegri greiningu einnig að kanna aðrar forsendur
hans. Eftir höfðinu dansa limirnir, og á það einnig við hér. Sýnt
hefur verið fram á, að hin ástsælustu skáld og listamenn, merkir
fræðimcnn og prédikarar, aðhylltust spíritismann, einnig rit-
stJorar stærstu blaðanna og eigendur tveggja stærstu prentsmiðja
landsins. Auk þess hrifust forystumenn í atvinnulífi þjóðarinnar af
stefnunni. Petta fór ekki fram hjá fólki í millistétt eða alþýðu
manna. Heimildir eru urn það, að spíritisminn var orðinn daglegt
ttntræðuefni meðal fólks norður í landi þagar árið 1906.'
Annað atriði, sem einnig ber að hafa í huga, er skyldleiki spírit-
tsnaans við þjóðtrúna, eins og hún birtist í þjóðsögunum, sem
hyrjað var að safna og skrá um miðbik síðustu aldar. Nægir hér að
nefna atriði eins og draugatrú, draumvitranir, fjarskyggni og
t'ttgsanaflutning, til þess að þessi skyldleiki liggi í augum uppi. Á
þctta bentu forsvarsmenn spíritismans og töldu sér oft til tekna.2
pultrúin var hvatinn að miklum hluta þjóðsagnanna, t.d. álfa- og
uldufólEssagna. Sigurður Nordal, sem sjálfur vann að söfnun og
utgáfu þjóðsag na, telur að „ekki verði efast um, að þessar sögur
^gt frá upphafi rætur sínar að rekja til þeirrar trúar, að einhverjar
°sýnilegar verur séu í nábýli við mennska menn og ýmisleg skipti
Vtð þær geti átt sér stað.“3
háargar lýsingar spíritista á andaheiminum og tilverunni eftir
hauðann hafa á sér alþýðlegan blæ,4 enda hafa flestir miðlar þeirra
Vcrið úr alþýðustétt og lítt skólagengnir. Pað er áberandi, að
j estir þeir miðlar, sem lýst hafa þróun dulrænnar reynslu sinnar,
egg]a trúnað á ýmis algengustu dulræn fyrirbrigði þjóðsagnanna
e'Us og álfa og huldufólk.
Söfnun og útgáfa þjóðsagnajókst mjög um og eftir aldamót, og
ý Frœkorn 1.2. 1906; Fjallkonan 19.1. 1906; Nýtl kirkjublað 1906, 6, 20. mars.
fjölda tilvitnana mætti telja hér fram úr ritum spíritista. Hér vcrður látið nægja
að benda á ritgerð Einars H. Kvarans, sem tekin var upp í bókina Eitt veit éo,
3 bls.lSlogáfram.
bigurður Nordal, Forspjall. f Pjóðsagnabókinni, Sýnisbók íslenskra þjóðsagnasafna
jh Almenna bókafélagið, Rvík 1972, bls. xvii.
1 þessu sambandi má benda á tvær ritgerðir, sem Qalla um hugmydir um annað
bf í þjóðsögunum: Jakob Jónsson, Annað líf í íslenskri þjóðtrú. í Morgni XIII
'932; JónasJónasson, Ódauðleiki og annað lífíþjóðtrú íslendinga að fornu og
nÝju. í Skírni LXXXIX 1915.