Saga - 1984, Blaðsíða 346
344
RITFREGNIR
Ég hef valið árið 1981 til þess að gera nokkurn samanburð á þessum tveimur
árbókum eða annálum en efnistök þeirra eru með allólíkum hætti. Þá verður
einnig lauslega vikið að Árbók íslands 1981 sem bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út
en þar er fyrst og fremst um myndaannál að ræða. Hvað gerðist á íslandi 19811
er efnismikil bók með smáu letri og mörgum myndum. Atburðum er ekki
raðað í tímaröð heldur eru þeir flokkaðir eftir innihaldi en innan hvers efnis-
flokks er tímaröð þó yfirleitt haldið. Reynt er að segja sem ítarlegast frá og frá-
sögnin fyrst og fremst byggð á dagblöðum, tímaritum og skýrslum en ekki þó
sett upp í „fréttaformi", eins og algengast er í dagblöðum, heldur í fremur
þurrlegu formi og er sjaldan vitnað í viðtöl og ekki mikið um að líflegar frá-
sagnir séu látnar halda sér. Þetta er eins konar skýrsla þar sem lítil áhersla er
lögð á að lifa sig inn í stemmningu tímans. Bókin virðist vera samviskusam-
lega unnin og er ágæt sem uppflettibók um einstakar staðreyndir en getur vart
talist skemmtileg aflestrar.
Aðalkaflar bókarinnar Hvað gerðist á íslandi 1981? eru þessir: Alþingi -
stjórnmál, Atvinnuvegir, Bjarganir-slysfarir, Bókmenntir - listir, Dóms-og
sakamál, Efnahags- og viðskiptamál, Eldsvoðar, Fjölmiðlar, Iþróttir, Kjara-
og atvinnumál, Menn og málefni, Náttúra landsins og veðurfar, Skák og
bridge, Skóla- og menntamál og Ýmislegt. Flestir kaflarnir skiptast svo i
undirkafla með smáum fyrirsögnum. Myndir eru á flestum síðum. íslenskur
antiáll 1981 er með allt öðrum hætti og sver sig fremur í ætt við Öldina okkar.
Bókin er í sama stóra brotinu og hin fyrrtalda en letur stærra og uppsetning öll
líflegri. Réttri tímaröð atburða er haldið og kaflaskipting byggist á mánuðum
ársins. Hver atburður er settur upp sem frétt með stórri fyrirsögn. Mynd-
notkun er mikil. Útgefendur íslensks annáls lýsa tilgangi sínum ágætlega í for-
mála:
Hér er eins og í fyrri annálum leitast við að gera grein fyrir atburðum og
hinum ýmsu deilumálum sem upp hafa komið á mörgum sviðum þjóð-
lífsins. Eru þátttakendur látnir skýra afstöðu sína sem unnt er með eigm
orðum og reynt að forðast endursagnir eftir fongum. Ávallt er sagt frá
stöðu mála þann dag sem fréttin er dagsett og ekki tekið tillit til síðari
atburða. Eru bækurnar þannig röð svipmynda, sem þó falla saman i
heild við lestur. Annálarnir eru því ekki aðeins heimildir um atburðina
sjálfa, heldur einnig um afstöðu manna til þeirra og um þau viðhorfsem
uppi hafa verið í þjóðfélaginu. Vera kann að einhverjum þyki miður að sja a
prenti þau orð sem látin voru falla fyrir aðeins fáum árum, en hvorki er unnt
að skilja samhengi atburða né þróun sögunnar sé einhverjum þáttum haldið
leyndum og vafasamt að nokkrum væri greiði gerður með slíku.
Frásagnarmáta og stíl dagblaðanna er haldið eftir föngum, enda eru þau, eins
og í öðrum hliðstæðum bókum, aðalheimildirnar og raunar oft einu heimild-
irnar sem völ er á.
Það er kannski aðalgallinn við íslenskan annál sem heimild að sjaldan kemur