SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 2
2 25. október 2009 18 Emilíana Torrini Danmörk, Finnland, Bretland, Belgía, Frakkland, Pólland, Þýskaland, Tyrkland, Slóvakía, Svíþjóð, Ítalía, Holland, Ungverjaland, Sviss, Lúxemborg, Austurríki. Portúgal í kvöld. Evróputúrnum að ljúka. 16 Loftslagsklúður í Danaveldi? Stemma á stigu við gróðurhúsaáhrifum á umhverfisráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Er það raunhæft? 26 Tengsl: Mæðgin í myndlist „Mamma er alls ekki þessi klassíska íslenska ömmutýpa,“ segir Þórarinn Leifsson um Ingu Huld Hákonardóttur. 36 Kvikmyndir: Zombieland Viðtöl við ungu stórleikarana Abigail Breslin ogJesse Eisenberg. Lesbók 52 Fyrsta bókin Margrét Örnólfsdóttir styður sjálfstæðisbaráttu krakka. 54 Frá Agöthu á Öldugötu Ragnar Jónasson slæst í hóp glæpasagnahöfunda. 50 Veflistakonan Hildur Bjarnadóttir notar íslenska ull og íslenskar jurtir í liti. Efnisyfirlit 20 E nn er rætt um Icesave. Á meðan stofnanavæðist bús- áhaldabyltingin. Um það má lesa á mót- mælaspjaldi á Austurvelli: „Mótmælendur krefjast aðstöðu við Austurvöll fyrir veturinn. Skýli með gashitara, kaffiaðstöðu, með því og ruslafötu.“ Allt lífsgæði sem eru til staðar inni í Alþingishús- inu. Nokkrir mótmælendur meikuðu það inn í hlýjuna og horfa nú út um gluggana á gamla félaga norpa úti í kuldanum. Á Alþingi er rætt um Icesave eins og vant er; mál sem rænir hvaða bjartsýnismann sem er húm- ornum. Það er fimmtudagur. Og í hádeginu sló í brýnu með Steingrími J. Sigfússyni og Bjarna Bene- diktssyni. Lætin voru slík að sjónvarpsáhorfandi hringdi og kvartaði undan hávaða í þingsalnum. „Þetta var falleg replikka,“ segir Helgi Hjörvar. „Það sést best á því að Steingrímur velti Bjarna upp úr því sem hann sagði í meirihluta og Bjarni velti Steingrími upp úr því sem hann sagði í minni- hluta.“ Pétur H. Blöndal lendir í matsalnum, sveiflar gleraugunum eins og flugvélahreyflum, og segir: „Ég sé þetta samþykkt. Þetta er skelfilegt.“ Kaffivélin tekur þátt í samsærinu. „Coffee Spout Missing“. Engar málamiðlanir þar. Hún er á mála hjá Bretum. Davíð Stefánsson, Vinstri grænum, er dottinn inn á þing. Ekki lítið í húfi fyrstu dagana. „Ég kem beint í Icesave og skuldavanda heimilanna,“ segir hann. – Viltu ekki bara hlaupa héðan út? spyr blaða- maður. „Nei,“ svarar hann og setur sig í stellingar. „Axla ábyrgð.“ Í þingsalnum lafir íslenski fáninn að baki Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta og munn- vikin á henni lafa líka. Enn er rætt um Icesave. Ragnheiður Elín Árnadóttir stendur í pontu og talar um leikhús fáránleikans. Steingrímur og Jón Bjarnason stinga saman nefjum í hliðarsal. Þeir eru nauðalíkir, brúnn jakki og sama hárgreiðslan. En Jón er með gleraugu. Þegar Steingrímur sest er hann með svarta bók, sem á stendur gylltum stöfum: „Saga Íslands“. Svo skilur hann svarta Sögu Íslands eftir á borðinu þeg- ar hann stendur upp til andsvara, en tekur hvítan penna með sér í pontuna. Þannig vill hann skrifa söguna. Ragnheiður Elín er á öðru máli og svo fer að þau hnakkrífast í þingsal, hvorugt í pontunni. Stein- grímur sakar hana um að saka sig um landráð, en hún sakar hann um að saka sig um að saka hann landráð, nokkuð sem hún hafi aldrei sakað hann um. „Fyrirgefðu, er ég að ónáða þig,“ segir hún snúðugt. Ekki eru margir vitni að orðasennunni. Flestir stólar auðir. Á nokkrum borðum liggur Bænda- blaðið. Sumt breytist aldrei. pebl@mbl.is Svipmynd frá setningu Alþingis. Þar ganga ekki allir í takt þessa dagana. Enn er rætt um Icesave. Morgunblaðið/Golli Sumt breytist aldrei Laugardag 24. október: Litrík menning í dag og á morgun í Gerðubergi frá kl. 13 til 17 um er- lend áhrif á menningarlífið hér á landi. Flóamarkaður og dagskrá fyrir börn, m.a. Sóla á sögubílnum Æringja báða dagana kl. 14. Einn- ig taka þátt Fitore Berisha, lista- kona frá Kosovo, Vadim Fedorov, tónlistarmaður frá Rússlandi, og salsakennarinn Edna Mastache frá Mexíkó! Sunnudagur 25. október Gamanóperan Ástardrykkurinn eft- ir Donizetti frumsýnd í Íslensku óp- erunni. Garðar Thór Cortes og Dís- ella Lárusdóttir leika elskendurna ungu, Bjarni Thor Kristinsson er kuklarinn sem bruggar drykkinn og Ágúst Ólafsson er keppinauturinn Balcore. Þriðjudagur 27. október Hádegistónleikar ÓP-hópsins og Valgerðar Guðnadóttur í Íslensku óperunni. Aríur, dúettar, tríó og samsöngvar úr óperum frá ýmsum tímum. Og kaupa má samlokur og drykki til að seðja hungrið. Föstudagur 30. október Leikritið Fjölskyldan frumsýnt í Borgarleikhúsinu, epísk saga í anda sígildra verka 20. aldarinnar frá verðlaunahöfundinum Tracy Letts. Ættfaðirinn hverfur spor- laust, fjölskyldan safnast saman á óðalinu og smám saman leita gömul leyndarmál og heitar ástríð- ur upp á yfirborðið Föstudagur 30. október Heimildarmyndin This Is It um Michael Jackson frumsýnd í Smárabíói. Þar eru meðal annars upptökur af undirbúningi tónleika- ferðarinnar sem aldrei varð. . Við mælum með... Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Umsjón Barnablaðs: Signý Gunnarsdóttir, signyg@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Skapti Hall- grímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Á vettvangi GERÐU FRÁBÆR KAUP ILVA Korputorgi, Blikastaðvegi 2-8 112 Reykjavík laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 2 0 0 9       LAGERSALA laugardag og sunnudag L ÍTIÐ ÚTLITSGÖLLUÐ HÚSGÖGN OG SMÁVARA Forsíðumyndina tók Hörður Sveinsson af Emilíönu Torrini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.