SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 12

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 12
12 25. október 2009 Þ að er eitthvað geggjað við Flosa Ólafsson. Glampinn í augunum þegar hann hlær. Og hrossahláturinn. Hann er sami æringinn, þó að hann verði áttræður 27. október. Í tilefni af því verða endurútgefnar æskuminningar og bersöglismál bókarinnar Í kvosinni, sem hefur verið ófáanleg í tæpa þrjá áratugi. Á kápunni segir hann um sjálfan sig, að þeir sem þekki sig viti að hann vilji ekki gera flugu mein, „nema það sé mjög aðkallandi“, en þeir sem þekki sig ekki haldi yfirleitt að hann sé illmenni. Þegar blaðamaður og ljósmyndari sóttu hann heim að Bergi, sem hann kallar Stóra-Aðalberg af sinni alkunnu hógværð, lá því beint við að spyrja: – Flosi, ertu illmenni? „Ég var oft látinn leika illmenni þegar ég var í Þjóð- leikhúsinu – af því að flestir héldu það.“ – Þú ert þá afar góðlegt illmenni. „Illmenni komast ekki upp með að vera illmenni nema þau séu góðleg. Það er til þess að blöffa menn. Og sjálfur andskotinn er allra kvikinda skemmtilegastur, þess vegna kemst hann upp með illvirkin.“ Datt ýmist í Tjörnina eða sjóinn „Þið verðið nú að fá kaffi, komnir í sveitina,“ segir Lilja Margeirsdóttir, eiginkona Flosa, og á borðum eru pönnukökur, brauð og sulta, og auðvitað kaffi. „Þess vegna er ég svona æstur í að fá gesti,“ segir Flosi. „Ég fæ Þetta er helvíti asnalegt maður Yndislegt er að sækja heim Flosa og Lilju, „kall og kell- ingu, sem kæmur sæmilega vel saman, í kyrrð og ró í dæma- lausri sveitasælu, þar sem rýkur úr hverri þúfu“. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.