SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 14

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 14
alltaf svo gott með kaffinu þegar það koma gestir.“ – Hvað er svona merkilegt við bókina Í kvosinni? „Mér er hún afskaplega hugleikin,“ segir Flosi. „Ég hafði ekki lesið hana í aldarfjórðung, þar til ég leit í hana út af endurútgáfunni. Og þegar ég fór að lesa bókina, þá komst ég að þeirri gleðilegu niðurstöðu, af því að ég er svo sjálfumglaður maður, að mér finnst hún bara afburða skemmtileg. Þetta er sú bók sem ég hef lagt hvað mesta rækt við, bernskuminningar úr Vesturbænum og kátleg- ar sögur af umhverfinu vestur á Vesturgötu og niðri við Tjörn. Þegar bókinni lauk bjuggum við Lilja á Tjarn- argötu 40 og vorum við það að flytja hingað upp í Borg- arfjörð.“ – Þú hlýtur að hafa verið uppátækjasamur í æsku! „Ég held að ég hafi verið eins og aðrir strákar,“ segir Flosi óvenju hógvær. „Eftir að pabbi og mamma skildu átti ég heima á Vesturgötu og Tryggvagötu niðri við höfn. Þar var strákagengi, sem var eins og strákar eru – til í allt. Því er öllu lýst í bókinni og sagt frá því hvernig við dutt- um oft á dag í sjóinn eða þá í Tjörnina.“ Hann hlær. „Ég man eftir því, að alltaf þegar ég datt í Tjörnina kom ég heim til ömmu og sagði henni að ég hefði verið að bjarga barni. Hún var svo elskuleg, blessunin hún amma mín, að hún þóttist trúa þessu í hvert einasta skipti. Ég datt í Tjörnina tíu sinnum á dag eða í sjóinn. Enda áttum við allir kajak og rerum út frá Selsvörinni.“ – Varstu aldrei nærri drukknaður? „Jú, alltaf nærri drukknaður!“ Hann skellihlær. – Hvað varstu gamall þegar foreldrar þínir skildu? „Fjögurra ára, 1934. Það gefur augaleið að ég man mjög óljóst eftir því. En mamma fór beint vestur á Vesturgötu til ömmu og vann svo úti. Ég ólst því upp hjá ömmu.“ – Skilnaðir voru ekki algengir á þessum árum. „Nei, skilnaðir voru eins óskiljanlegir og hjá Ibsen í Brúðuleikhúsinu. Það hefur verið harka í mömmu, að fara úr háborgaralegu hjónabandi í bláfátækt vestur í bæ. Þetta var fáheyrt!“ – Hvers vegna fluttuð þið hjónin í Borgarfjörð? „Það var bara gamall rómantískur draumur. Og eins vorum við hálfgert að flýja undan meiri hávaða og um- ferð og erli, ekki síst af flugvellinum. Enda vorum við eiginlega í fluglínunni.“ – En ekki þurftuð þið að flýja hana alla leið í Borg- arfjörð? „Nei, okkur þótti þetta svolítið rómantískt og elsku- legt. Það er ekkert eins yndislegt og kall og kelling, sem kemur sæmilega vel saman, í kyrrð og ró í dæmalausri sveitasælu, þar sem rýkur úr hverri þúfu.“ Í nöp við ellina Flosi er meitlaður í hugsun og orðum. Og þegar hann tal- ar, þá eru orðin kall og kelling með tveimur ellum. Það eru aldrei neinar málamiðlanir. – Þú ert að verða áttræður, er það stór biti að kyngja að eldast? „Já, og ekki auðmeltanlegur. Mér er meira en lítið í nöp við ellina. Mér finnst hún leiðinleg. Hún sviptir mann öllu atgervi, maður verður hálfaulalegur, eins og maður var bjartur þegar maður var og hét. En það er eins og allt sé að bregðast. Ég get varla hlaupið fyrir hest öðruvísi en að detta dauður úr hjartaslagi. Og fæ þá þessa „angina pectoris“, sem á íslensku útleggst hjartakveisa.“ – Ferðu þá minna á hestbak en áður? „Já, ég er farinn að minnka það, af því að ég er orðinn svo ellihrumur. Það fer voðalega í taugarnar á mér að all- ir segja að ég líti svo dæmalaust vel út. Mér finnst það al- veg afleitt, því ég á ekkert að líta neitt dæmalaust vel út – ég á að bera þess merki að ég er kominn alveg á graf- arbakkann!“ Það tístir í honum. – Þú steigst samt á svið á frumsýningu síðastliðið vor – sem þýðandi Söngvaseiðs! „Það er með naumindum að maður geti staulast upp til að hneigja sig. Ég hélt að ég dytti fram af sviðinu, því mig svimaði svo.“ Hann tekur annars hugar af sér gleraugun og dæsir: „Já.“ – En lífið er ljúft hér í sveitinni? „Við erum bara í keleríi,“ svarar hann og byrjar óðar aftur að hlæja. „Við stundum bara ástaratlot!“ Hann er óstöðvandi. „Af veikum mætti … frá minni hálfu.“ Svo strýkur hann sér um kollinn. „Æ … jáhhh.“ Allt í einu grípur hann bókina og les upphátt úr inn- gangnum, að íslenska þjóðin hafi „brunnið í skinninu að fá ritið endurútgefið“ og bætir við með sínum áherslum að forlagið hafi verið undir „gíííííífurlegum þrýstingi“. Og hann klykkir út með: „En ég þori ekki að efna til mannfagnaðar á afmælinu af ótta við svínaflensuna.“ – Flestir syðra tala bara um hrunið. „Mér er andskotans sama um hrunið. Ég á nóga pen- inga! En svínaflensan er þeim mun ógnvænlegri. Því hún ræðst á alla, líka heiðarlegt fólk!“ Svo skellir hann upp úr. „Kanntu vísuna sem ég bjó til þegar ég tapaði öllum hlutabréfunum mínum í SPRON? Nú er úti auravon innistæður hrapa; öllu sem ég átti í SPRON er ég búinn að tapa. Ég tapaði nokkrum milljónum þar. Mér var bara sagt að þær væru ekki lengur til. Afi minn stofnaði Sparisjóð- inn og þess vegna var ég stofnfjáreigandi. Svo keypti ég svolítið meira þegar SPRON var gert að hlutafélagi, vegna þess að Sparisjóðurinn óskaði eftir því. Ég þarf að gá að því hvort það hafi ekki verið sjálfur bankastjórinn sem lét mig kaupa eða konan hans. Þetta voru 5 eða 10 millj- ónir.“ Hann þagnar. „Þetta er helvíti asnalegt maður.“ – En þú hefur séð það svartara? „Ég var alltaf staurblankur í gamla daga. Ég er það ekkert lengur. Ég er á sæmilegum eftirlaunum og veit ekki annað ennþá en að ég eigi lífeyri í banka og á bók. Það má alveg segja þetta.“ – Hefur þjóðfélaginu fleygt fram á þessum 80 árum? „Það væri út í hött að segja það á þessum tímapunkti, í miðju hruninu. En andlit þjóðfélagsins hefur birst eins og það er. Maður hefur stundum ekki gert sér ljóst í hvers- konar þjóðfélagi maður lifði, hvort það væri þjóðfélag eða þjófafélag. Það ætti að vera orðið deginum ljósara.“ Paródía af leikdómi Það er notalegt að sitja á ruggustólum, eins og Flosi kemst að orði, í stofunni á Stóra-Aðalbergi. En ekki síður á kontórnum, þar sem veggirnir eru klæddir bókum, þar á meðal eftirlætinu Sturlungu, sem Flosi segist hafa fallið fyrir á gamals aldri. – Ertu ennþá að fást við skriftir? „Já ég skrifa systur minni í Ástralíu alltaf reglulega. Við skrifumst á og ég „rapportera“ til hennar tvisvar í viku allan ársins hring. Þetta eru ósköp venjuleg sendibréf um lífið og tilveruna, sem farin eru að skipta hundruðum.“ – Endar þetta sem bók? „Það getur verið. En það er örugglega margt af því, sem á ekki erindi á bókamarkað.“ Hann les upphátt bráðfyndna sögu af nafngreindum manni úr einu bréfinu. – Má ég birta þetta? spyr blaðamaður. „Nei, ertu alveg bandbrjálaður!“ segir hann og hristir höfuðið. „Ertu alveg vitlaus! Ekki til að tala um …“ – Fæstu enn við yrkingar? „Það er alltaf verið að yrkja. En maður á engan séns í nágrannana. Þeir eru betri skáld, þá fyrst og fremst Fúsi í Skrúð. Ég held að hann sé mesti hagyrðingur á landinu! Hún er fræg þessi: Eitt er víst að Flosa finnst feikilega gaman að gera sem allra allra minnst, alveg dögum saman.“ – En þér entist alltaf orka til að skrifa pistla? „Ég held því fram að ég hafi valdið byltingu í pistla- skrifum á Íslandi – þegar ég skrifaði í Þjóðviljann fór fjöldi manns að bera sig til við að skrifa ekki ósvipað.“ Hann þagnar. „En þetta er alltof hrokafullt! Þetta er ekki eftir mér hafandi svona, þú verður að laga þetta til, þannig að það líti út fyrir að ég sé sæmilega siðaður maður. En sann- leikurinn er sá að mér finnst ég sjálfur bara dágóður textahöfundur og ekkert kætir mig eins mikið í lífinu og þegar ég sit við tölvuna og set saman eitthvert helvítis bull og brest í hlátur. Eins og það er nú geðslegt að hlæja að eigin verðleikum, hvað maður er sjálfur sniðugur og skemmtilegur. En svona er þetta nú bara samt.“ – Leitaðirðu í smiðju annarra höfunda? „Ég var voða hrifinn af Kurt Vonnegut. Mér fannst hann dálítið góður. Annars hef ég aldrei leitt hugann að því … það hafa ýmsir svipaðan stíl og ég.“ Hann þagnar kankvís. „Ég er nú ekki að segja að hann hafi stolið neinu frá mér – hann er eldri maður en það.“ Svo fær hann hugdettu! „Ég hef líka skrifað í Morgunblaðið, en það var bara einu sinni eða tvisvar. Það var paródía af leiklist- argagnrýni í Lesbókina, sem birtist síðan í þessari bók …“ Hann teygir sig í bókina eftir að hafa leitað á borðinu og muldrar um leið: „Ef ég væri ekki búinn að týna öllum gleraugum.“ Svo les hann: „Að mínum dómi er gersamlega óhugsandi að skrifa um leiksýningu Leikhúss dreifbýlisins á Dyrabjöllunni, þar sem mér er alls ekki ljóst, hvort þetta hjartnæma „Eftir að ég sneri baki við fram- sóknarhúsinu, þá fór það á haus- inn, eins og Þjóðviljinn fór á hliðina þegar ég hætti að skrifa í hann.“ 14 25. október 2009

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.