SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 16
16 25. október 2009
Á
kveða á aðgerðir til að stemma
stigu við hlýnun andrúms-
loftsins á loftslagsráðstefn-
unni, sem haldin verður í
Kaupmannahöfn í desember. Vís-
indamenn hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að koma verði í veg fyrir að hita-
stigið hækki um meira en tvær gráður á
selsíus. Ef marka má orð ráðamanna er
brýnt að gripið verði til aðgerða, en engu
að síður gengur undirbúningurinn fyrir
fundinn hægt. Markmiðið er að í Kaup-
mannahöfn líti dagsins ljós sáttmáli, sem
á að taka við af Kyoto-sáttmálanum, sem
tók gildi árið 1997 og rennur út 2012.
Nú er hins vegar gerð krafa um að sett
verði skýrari markmið, sem hægt verði
að fylgjast með og sannreyna að verði
haldin. Málið vandast aftur á móti þegar
kemur að útfærslunni og spurt er hverjir
eigi að axla byrðarnar og færa fórnirnar.
Óttast menn jafnvel að fundurinn í
Kaupmannahöfn renni út í sandinn.
Ekki auðvelda efasemdir um vísindin
málin. Um miðjan mánuðinn birtist frétt
á fréttavef BBC um að undanfarin 11 ár
hefði engin hækkun orðið á hitastigi í
heiminum og hlýjasta ár frá því mælingar
hófust hefði hvorki verið 2008 né 2007
heldur 1998. Efahyggjumenn segja þetta
renna stoðum undir kenningar þeirra um
að finna megi margar náttúrulegar
ástæður fyrir hlýnun og kólnun og hlutur
mannsins sé hverfandi. Aðrir segja að
búast megi við sveiflum. Meginþróun
hitastigs sé upp á við, en alltaf megi búast
við að hægi á ferlinu og jafnvel kólni
tímabundið.
Hættulega nærri þrátefli
Fyrir hálfum mánuði var haldin ráðstefna
á vegum stofnunarinnar Project Syndi-
cate, sem er með fjölda dálkahöfunda úr
röðum stjórnmála- og fræðimanna á sín-
um snærum, undir yfirskriftinni frá
Kyoto til Kaupmannahafnar.
Við setningu ráðstefnunnar sagði
Manuel Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, að þrátt
fyrir fundahöld í New York, Pittsburgh
og Bangkok hefði hann „verulegar
áhyggjur út af horfunum á þessu stigi
samninganna þar sem við erum hættu-
lega nærri þrátefli“ og skoraði um leið á
leiðtoga heims að leggjast á árarnar.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, fjallaði sömuleiðis um
hægaganginn í viðræðunum, en kvaðst
bjartsýnn: „Ég held að við getum í raun
náð samkomulagi. Metnaðarfullu sam-
komulagi. Mín tilfinning er sú að heil-
brigð skynsemi verði ofan á og við mun-
um finna praktískar lausnir á þeim
vandamálum, sem eftir eru.“
Kofi Annan, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, dró
upp mynd af þeim afleiðingum, sem spáð
væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för
með sér. Á síðasta ári hefðu 20 milljónir
manna lent á vergangi vegna hamfara,
sem tengdust loftslaginu, og ástandið
ætti eftir að versna. „Það er sorgleg kald-
hæðni að þau lönd, sem hafa gert minnst
til að valda loftslagsbreytingum, líða nú
og munu líða mest fyrir afleiðingar
þeirra,“ sagði Annan. Hann sagði að
sanngirni væri lykilorðið í boðskap sín-
um: „Auk þess að vera algilt og metn-
aðarfullt verður framtíðarsamkomulag
að hvíla á loftslagsréttlæti.“
Réttlæti í loftslagsmálum
Réttlæti er einmitt leiðtogum þróunar-
ríkja efst í huga í loftslagsmálunum.
Graciela Chichilnisky, prófessor í stærð-
fræði og hagfræði við Columbia-háskóla í
New York, skrifar á vef BBC að þróun-
arríki þurfi orku til að draga úr fátækt og
staðreyndin sé einfaldlega sú að 89% af
orkunotkun heimsins séu bundin við
jarðefnaeldsneyti. „Rúmlega 50% íbúa
heimsins lifa á undir tveimur dollurum á
dag og meira en 1,3 milljarðar manna eru
á mörkum þess að komast af og hafa að-
eins einn dollara á dag,“ skrifar hún.
„80% mannkyns búa í þróunarríkjum,
en bera aðeins ábyrgð á 40% losunar-
innar á meðan 60% losunar í heiminum
eiga sér stað hjá ríku þjóðunum, sem eru
20% af íbúum jarðar.“
Auðugustu þjóðir heims bera því mesta
ábyrgð á menguninni. Þegar þær lögðu
grunninn að velferð sinni og velmegun
gilti einu um umhverfismál og gróður-
húsalofttegundir. Þróunarríkin vilja eðli-
lega ekki að aðgerðir vegna synda auðugu
ríkjanna verði dragbítur á þróun þeirra
og ætla mörg þeirra ekki að skrifa undir
nýjan samning nema þau fái fjárframlög
til að aðstoða þau við að laga sig að nýjum
aðstæðum. Því er spáð að 75% af aukinni
orkuþörf í heiminum til 2030 verði í þró-
unarríkjunum.
Sérfræðinga greinir á um hvað það
muni kosta, en ljóst er að upphæðirnar
eru háar. Sumir segja að kostnaðurinn
verði 100 milljarðar dollara á ári árið
2020, en því er jafnvel haldið fram að
upphæðin verði þúsund milljarðar doll-
ara.
Iðnríkin hafa í raun samþykkt að þau
þurfi að opna budduna og styrkja þróun-
arríkin, en hvernig það verði gert og hver
eigi að borga hvað er annað mál og
hremmingar í fjármálalífi heimsins hafa
ekki greitt fyrir lausnum.
Mestrar aukningar á útblæstri gróður-
húsalofttegunda er að vænta á Indlandi
og í Kína. Kínverjar hafa látið að því
liggja að þeir séu tilbúnir til að setja út-
blæstri skorður án þess að skilgreina það
nánar. Þótt mikið vanti upp á að Kínverj-
ar hafi náð lífskjörum Vesturlanda eiga
kínversk stjórnvöld digra sjóði og því
hefur sú spurning vaknað hvort þeir eigi
líka að borga.
Pan Jiahua, framkvæmdastjóri Kín-
versku félagsvísindaakademíunnar, sem
situr í sérfræðinganefnd Kína um lofts-
lagsbreytingar, sagði á blaðamannafundi
á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn að Kín-
verjar þyrftu að koma stöðugleika á losun
áður en hafist yrði handa við að draga úr
henni. Hann vísaði í valdatíð Maós for-
manns þegar stökkið mikla framávið
leiddi til hungursneyðar. „Við þurfum að
reisa húsnæði og skapa ný störf,“ sagði
hann. „Við þurfum ekki að endurtaka
stökkið mikla framávið. Við þurfum að
taka eitt skref í einu.“
Fátækt er aftur á móti mun meiri á
Indlandi og Indverjar eru því mjög tregir
til að samþykkja takmörk við útblæstri.
Þeir líta á slík takmörk sem spennitreyju
í þróunarmálum nema þeim berist drjúg
aðstoð til að taka upp nýja tækni.
Þrýstingurinn er ekki síst á Banda-
ríkjamenn. Barack Obama Bandaríkja-
forseti hefur talað fjálglega um umhverf-
ismál, en hann hefur þó ekki tekið þá
forustu í loftslagsmálum, sem margir
vonuðust til að arftaki George Bush
myndi gera. Þetta helgast meðal annars
af því að Obama er tregur til að gefa fyr-
irheit, sem kæmust ekki í gegnum þing-
ið.
Ef við hefðum 1000 jarðir …
Breski fræðimaðurinn Nicholas Stern var
á ráðstefnu Project Syndicate og sagði að
rynni loftslagsfundurinn í Kaupmanna-
höfn í desember út í sandinn væri það
ekki eins og að fresta því að leggja veg eða
reisa skóla: „Ef þetta tefst er hættan mun
meiri, en við höfum grunninn til að ná
samkomulagi.“ Stern sagði í skýrslu árið
2006 að 2°C hækkun á hitastigi myndi
kosta 1% af þjóðaframleiðslu heimsins. Í
nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankanum
kemur fram að kostnaðurinn vegna lofts-
lagshlýnunar yrði mun meiri í hinum fá-
tæku ríkjum heimsins. Kostnaðurinn
yrði um 4% af þjóðarframleiðslu í Afríku
og 5% á Indlandi. Það kemur því ekki á
óvart að áhyggjur af hægagangi umræðna
í aðdragandanum að fundinum í Kaup-
mannahöfn skuli valda áhyggjum í þró-
unarlöndunum.
Hagfræðingurinn Joseph Stiglitz var
meðal þátttakenda í ráðstefnu Project
Syndicate. Hann var spurður um áreið-
anleika vísindanna að baki fullyrðing-
unum um hlýnun loftslags af manna-
völdum og svaraði því til að hefði
mannkynið yfir að ráða þúsund plán-
etum á borð við jörðina væri einfalt að
vera með tilraunastarfsemi. Þá væri hægt
að halda uppteknum hætti og færi svo að
ein pláneta yrði óbyggileg væri hægt að
færa sig yfir á þá næstu. „En við höfum
bara eina jörð, ekki þúsund, og eigum því
ekki annars kost en að fara eftir viðvör-
ununum,“ sagði Stiglitz.
Loftslags-
klúður í Kaup-
mannahöfn?
Í desember koma leiðtogar ríkja heims saman í
Kaupmannahöfn til að gera nýjan loftslagssátt-
mála, sem taka á við af Kyoto-sáttmálanum.
Hægt hefur gengið að fá ríki heims til að leggja
fram raunverulegar skuldbindingar, þótt ráða-
menn tali fjálglega um þessi mál í ræðum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Bandaríkin: Losa um sjö milljarða tonna af
kolefni á ári í andrúmsloftið eða 20 tonn á
mann. Takmark Bandaríkjamanna er að árið
2020 verði losun komin niður á það stig, sem
hún var árið 1990. Það er 3-4% samdráttur.
Evrópa: Í desember samþykktu
aðildarríkin 27 í Evrópusambandinu
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda um 20% fyrir árið 2020
miðað við útblástur 1990 og koma
hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa
af heildarnotkun í 20%.
Suður-Ameríka: Brasilía skiptir máli í
samningunum. Brasilíumenn segja að
ríku löndin beri ábyrgðina á ástandinu
og þurfi að axla þyngstu byrðarnar.
Vilja að ríku löndin dragi úr losun um
40% árið 2020. Eru andvígir því að
komið verði á kolefnisviðskiptum til
að draga úr eyðingu skóga, en flest
ríki heims virðast vera því fylgjandi.
40%
Þáttur Kínverja og Bandaríkja-
manna í heildarlosun kolefna í
heiminum.
2°C
Sú hækkun á hitastigi, sem vís-
indamenn telja óhætt að eigi sér
stað umfram meðalhita fyrir iðn-
væðingu. Líkön vísindamanna
benda til þess að hækki hitinn
meira hefði það geigvænlegar af-
leiðingar.
50%
Samdrátturinn í losun koldíoxíðs
sem sagt er að þurfi að eiga sér
stað fyrir 2050 miðað við stöðuna
sem var 1990 til að koma í veg fyr-
ir að hitastigið hækki um 2°C.