SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 27

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 27
25.október 2009 27 Þórarinn: „Mamma hefur alltaf verið mikill grúskari og á kafi í bókum og úrklippum enda af þeirri kynslóð sem ekki hafði tölvur við vinnu sína. Í staðinn klippti hún texta í sundur og límdi sam- an, svipað og maður gerir í tölvum í dag. Hún var þessi „erkifríl- ansari“ svo það hefur alltaf verið mikið kaós og óreiða í kringum hana. Við fluttum til Kaupmannahafnar þegar ég var fimm ára og bjuggum þar í fimm ár. Þar byrjaði mamma á ritgerða- smíðum og stærri textum. Eftir að við fluttum heim aftur var hún blaðamaður á DV, Tím- anum og víðar svo þar eru hennar rætur. Á árunum í Kaupmannahöfn var rosalegur gestagangur á heimilinu. Mamma og pabbi voru með íbúð þarna úti sem virkaði dálítið eins og sendiráð því á þessum tíma tíðkaðist að Íslendingar kæmu út og fyndu aðra Íslendinga til að gista hjá. Þeir sem voru með stórar íbúðir tóku því á móti mörgum svo ótrúlega margt fólk fór þarna í gegn. Það er mikil tónlist í föðurfólkinu mínu en mamma hefur enga tónlistarhæfileika eða -skoðanir og ég held að það sé ekkert að flækjast fyrir henni – hún setur aldrei á músík heima. Það er hins vegar gaman að fara með henni á tónleika því hún mænir yfirleitt ofan í tónleikaskrána allan tímann og telur niður atriðin. Það er al- veg listgrein út af fyrir sig. Hún er samt mjög stolt af elsta syni sínum, Tuma bróður, sem er tónlistarmaður. Þótt tónlistin sé í föðurættinni hef ég lítið haft af henni að segja að öðru leyti en því að ég var í pönkhljómsveit þegar ég var ung- lingur, eins og allir á þeim tíma. Ég erfi því ekki tónlistina frá pabba en frekar grúskið og sagnfræðiáhugann frá mömmu. Ég var dæmigert skilnaðarbarn og ég held að ég hafi verið í 11 grunnskólum sem barn. Því fylgdi rótleysi og ég var mikill vand- ræðaunglingur – var eiginlega óalandi og óferjandi frá og með unglingsárunum. Mamma gerði sitt besta til að ná utan um þetta en ég held að hún hafi staðið frekar ráðalaus gagnvart mér. Að lok- um lét ég mig hverfa þegar ég var 19 ára til Evrópu en þar flakkaði ég um í 13 mánuði og málaði á göturnar. Það endaði með því að mamma fór að leita að mér enda lét ég ekkert heyra frá mér í sex mánuði. Ég var svo staddur á torgi í hafnarborginni Algeciras að mála þegar mamma og systir mín stóðu skyndilega við hliðina á mér. Það var eiginlega lygileg uppákoma. Þetta var á afmælisdeg- inum hennar, 15. mars 1986, og ég varð mjög hissa, hafði ekki talað íslensku í marga mánuði en eftir að þær birtust samkjaftaði ég ekki. Á þessum tíma var lífið fyrir mér ein myndasaga og ég held að ég hafi verið of sjálfhverfur til að átta mig á hlutunum. Það var því eiginlega ekki fyrr en áratugum seinna sem það rann upp fyrir mér að mamma hefði í raun og veru verið að leita að mér og haft áhyggjur af mér þarna úti. Þetta gæti ekki gerst í dag – ef dóttir mín týndist, þótt ekki væri nema í sex klukkutíma, værum við bú- in að lýsa eftir henni. Eftir að ég flutti heim aftur bjó ég eitt árið sem ég var í Myndlist- arskólanum til skiptis hjá mömmu og pabba. Samband okkar mömmu hefur verið ágætt hin síðustu ár og til dæmis höfum við Auður [Jónsdóttir] konan mín, sem er líka rithöfundur, iðulega fengið hana til að lesa yfir texta fyrir okkur. Hún er mjög góð í því og glögg og við höfum óhikað fengið hana til að hjálpa okkur að því leyti. Mamma er alls ekki þessi klassíska, íslenska ömmutýpa, kannski af því að hún er svo mikið barn í sér. Ég held að hún upplifi sjálfa sig svolítið aldurslausa og fer því ekki auðveldlega inn í hefðbundið hlutverk ömmunnar. Einu sinni í mánuði eða svo tekur hún sig þó til og býður ömmustelpunum sínum í bíó en kannski upplifir hún sig þá frekar sem eina af stelpunum en sem ömmu. Ég notaði mömmu engu að síður sem sérstaka ömmutýpu í nýju bókina mína, Bókasafn ömmu Huldar – þótt hún sé ekki beinlínis fyrirmynd. Hún smellpassaði sem grúskari og nornin sem reynist vera góð. Mamma á líka mikið af bókum, reykir vindla líkt og sögupersónan og barnabörnin kalla hana ömmu Huld. Þetta verður því sennilega bautasteinn fyrir hana til framtíðar og eftir 100 ár munu afkomendur okkar systkinanna kannski nota þessa bók sem heimild. Það eru því allar líkur á að með þessu sé ég að falsa sög- una.“ Bautasteinn til framtíðar Einu sinni í mán- uði eða svo tekur hún sig þó til og býður ömmustelp- unum sínum í bíó en kannski upplifir hún sig þá frekar sem eina af stelp- unum en sem ömmu. Teikning Þórarins af Ömmu Huld en svartlistasýning á teikningum hans úr bókinni opnar á morgun í Eymundsson Austurstræti. Bækur hafa aldrei verið fjarri þar sem þau mæðgin eru annars vegar en Inga Huld segir ekki víst að þau lesi sömu bækurnar. Þau hafa bæði mikinn sagnfræ- ðiáhuga en geta ekki státað af tónlistarhæfileikum líkt og margir aðrir í fjölskyldunni. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.