SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 28
Ruslatunnur geta
verið fínerís hæg-
indastólar.
H
vernig væri að breyta gömlu gúmmíslöngunni í snyrti-
buddu, ruslagámnum í sófa eða götótta ullarteppinu í
tískupils og um leið auka verðmæti þessara gripa til
muna? Uppvinnsla eða „upcycling“ eins og það kallast á
ensku er eitt heitasta æðið í hönnunarheiminum í dag en afurðir sem
hafa farið í gegn um uppvinnslu seljast eins og heitar lummur um
þessar mundir.
Uppvinnsla er ákveðin tegund endurvinnslu en í stað þess að brjóta
hráefnið (þ.e. gömlu hlutina) niður í frumeindir áður en byggt er upp
úr þeim að nýju eru þeir nýttir beint í sköpun nýrra hluta um leið og
upprunanlegt útlit þeirra fær að njóta sín að einhverju eða mestu leyti.
Þetta er mun ódýrara og umhverfisvænna því töluverð orka og pen-
ingur fer í að bræða plast og málma, endurvinna pappír eða t.d. búa til
garn eða ný efni úr gömlum flíkum, eins og hefðbundin endurvinnsla
gengur m.a. út á.
Raunar hefur uppvinnsla viðgengist í þriðja heims löndum í árarað-
ir, þar sem umbúðir og gamall fatnaður er endurnýttur til hins ýtr-
asta, en þar er hún fremur ástunduð af nauðsyn en í því skyni að hlífa
umhverfinu.
Skólar senda inn hráefnið
Nú er uppvinnsla hins vegar að verða æ meira áberandi í hinum vest-
ræna heimi sem helgast einmitt af auknum áhuga á umhverfisvænum
vörum, sér í lagi þeim sem fást á sanngjörnu verði en eru engu að síður
ábatasamar fyrir framleiðandann. Þannig hafa hugvitsamir hönnuðir
töfrað fram allt frá skartgripum til húsgagna úr rusli með því t.d. að
breyta rifnum söndulum í armbönd, ónýtum blöndurum í lampa og
úreltum hjólabrettum í borðplötur.
Reuters fréttastofan segir frá nokkrum slíkum framleiðendum, s.s.
bandaríska fyrirtækinu TerraCycle sem sérhæfir sig í að nýta umbúðir
í framleiðslu sína. Á heimasíðu fyrirtækisins má m.a. finna töskur,
leikföng og pennaveski úr drykkjar- og kexumbúðum. Fyrirtækið
greiðir skólum og ýmsum hópum minniháttar upphæð fyrir að senda
sér umbúðirnar og á heimasíðunni má einnig skrá sig til þess verks.
Fyrirtækið stofnaði Tom Szaky árið 2001 og í nýrri bók sinni, „Re-
volution in a Bottle“, segist hann vera að vinna að því að útrýma hug-
myndinni um úrgang með því að sanna að hægt sé að endurnota, end-
urvinna eða uppvinna allt. „Við elskum áskorunina sem felst í því að
horfa á hvers kyns úrgang og ímynda okkur eitthvað stórkostlegt sem
gæti komið út úr honum,“ segir Szaky. „Okkar vörur eru bæði grænni
og ódýrari.“ Þetta eru orð að sönnu – sé heimasíðan skoðuð aftur má
sjá að ágætis skólataska úr Capri Sun ávaxtasafaumbúðum kostar um
13 dollara, eða rétt rúmar 1.600 krónur. Flugdreki úr umbúðum utan
af Oreo-kexi kostar tæpa fjóra dollara, eða innan við 500 kall. Þess má
geta að bókarkápan utan um bók Szakys er sérstaklega gerð til þess að
hægt sé að skila henni inn til uppvinnslu.
Diaz girt með brunaslöngu
Fleiri fyrirtæki hafa vakið heilmikla athygli, s.s. breski framleiðandinn
Elvis & Kresse Organization (E&KO) sem nýtir iðnaðarúrgang til að
búa til nýjan lúxusvarning. Á heimasíðu þeirra má sjá mikið úrval
glæsilegra belta og handtaska úr brunaslöngum. Þar er verðið öllu
hærra en hjá TerraCycle; beltin kosta á bilinu 25 til 55 pund, eða um
5.000 til 11.000 krónur, enda er hönnunin eftirsótt af fræga fólkinu.
Meðal þeirra sem hafa látið mynda sig með E&KO belti er leikkonan
Cameron Diaz og hollenska hljómsveitin Moke.
Þá framleiðir fyrirtækið einnig heimilisvörur, s.s. glasa- og diska-
mottur úr brunaslöngunum sem og grófa kertastjaka úr vatnspípum.
„Við vonumst til að geta breytt lúxus fylgihlutaiðnaðinum með góðu
fordæmi,“ segir James Henrit einn af stofnendum E&KO en fyrirtækið
horfir fyrst og fremst til þess að endurvinna gróft „hráefni“.
Þá má ekki gleyma hönnunarbúðinni Gabarage sem staðsett er í Vín
í Austurríki. Þar framleiða menn heilu húsgögnin úr tilfallandi dóti en
einnig bjóða þeir viðskiptavinum sínum að róta í gegn um drasl á borð
við notuð geisladiskahulstur, gamla tölvukubba og úreltar röngten-
filmur til að velja sér hráefni í sína eigin, sérhönnuðu tösku. Upp-
vinnsluteymi verslunarinnar sér svo um sköpunina.
Ljósmynd/Sandra Krimshandl-Tauscher
Ruslinu breytt
í lúxusvöru
„Uppvinnsla“ er nýjasta æðið í
hönnunarheiminum þar sem
gamalt drasl fær á sig nýjan
svip og eykur verðgildi sitt til
muna um leið
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Umbúðir utan af kart-
öfluflögum eru litríkt og
flott hráefni í t.d. tösku
að mati TerraCycle
Gamlar 8mm ræmur verða
að loftljósi hjá Garbage.
Gamlar möppur fá nýtt
hlutverk sem fatastandur.
Ónýtar bruna-
slöngur eru
fyrirtaks hrá-
efni í háklassa
handveski.
Umferðarskilti
getur hæglega
breyst í lítið borð
í meðförum Gab-
arage.
Snillingarnir hjá Gab-
arage breyta aflóga
fótbolta í blómapott.
28 25. október 2009