SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 31
25.október 2009 31 bensíni þegar lent er á áfangastað og við fórum aðeins fram yfir það. Hjá því varð ekki komist. Lendingin var eiginlega það sem við þurftum að vanda okkur mest við því það að lenda stélhjólsvél í sterkum hlið- arvindi á brautina er ekki auðvelt. Það gekk allt upp hjá okkur í þetta skiptið, það er óþolandi að missa af mynd eftir svona erfitt flug. Þegar við vorum lentir var okkur tjáð að það væri komið flugbann yfir svæðið þar sem ísbjörninn var. Einungis yrði leyft flug í sjö mílna fjarlægð og 5.000 feta hæð. Verður Íslandssagan og atburðir á Ís- landi myndaðir í framtíðinni á Google Earth, sem er forrit sem sýnir myndir teknar úr gervihnetti? Það þarf að vera einhver glóra í því hvernig reglur eru settar, saman getum við auðveldlega skrásett söguna með skynsemi. Það er hlutverk ljósmyndara og kvik- myndatökumanna um allan heim að skrá söguna í myndum. Það á við um atburði sem þennan því allir vilja jú sjá myndir af ísbirni sem kemur á land við Ísland. Ég skil vel að það þarf að fara varlega við svona aðstæður, en það var nú ekki eins og hálf þjóðin færi í flug í 30 metra vindi á sekúndu að skoða þennan ísbjörn. Það hefur alltaf verið góð tilfinning að ná myndum á vettvangi atburða við erfið skilyrði þar sem reynir á menn. Morg- unblaðið hefur alltaf farið vel með at- burði á erfiðum stundum, það var okkar uppeldi af góðum mönnum og verður áfram. Það var samt skrítið að vinna fyrir tvö blöð, annars vegar Morgunblaðið og hins vegar 24 stundir, sem á þessum tíma vildu bæði myndirnar. Morgunblaðið birti myndina í fimmdálki yfir forsíðuna en 24 stundir vildu fá stóra tveggja dálka mynd sem var tíu sentimetrar á kant. Ég hafði ekki heyrt áður að eitthvað væri til sem héti „stór tvídálkur“. Ég hef aldrei skilið tilganginn í því að nota mynd í dagblað þar sem lesandinn sér ekki hvað er á myndinni. Ég var líka viss um að hann færi ekki af stað, ég hafði gert þetta áður á Grænlandi og farið í nokkra leiðangra með ísbjarnarveiðimönnum út á hafísinn og lært inn á hegð- unarmynstur dýranna. Ísbjörn er annars óútreiknanleg skepna, sennilega með vitrustu og tignarlegustu dýrum jarðarinnar og þarf að hafa allan vara á sér nálægt þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.