SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Blaðsíða 32
32 25. október 2009 H ún er aðeins 29 ára og er samt komin í hóp nánustu ráðgjafa Davids Cameron, leið- toga breska Íhaldsflokksins sem flest bendir til að muni sigra í þingkosning- unum á næsta ári. Anna-Maren Ashford á að bæta ímynd íhaldsmanna, tryggja að flokkurinn birtist al- menningi eins og leiðtoginn kýs að hann geri, að Bretar sjái framsækinn, kraftmikinn flokk sem vilji tryggja velferðina en um leið sýna ábyrgðarkennd í fjármálum og heiðra hefðirnar. Anna-Maren snertir taug í Íslend- ingum, móðir hennar, Erla Kiernan, er íslensk og sjálf er Anna-Maren með bæði breskt og íslenskt vegabréf. „Hvað segir þú gott?“ segir Anna-Maren á kórréttri íslensku og án hreims þegar blaðamaður hringir í hana. Hún segist samt ekki tala málið nógu vel en hafi lært heilmikið á þrem mánuðum í Háskólanum hér eftir að hún lauk stúdentsprófi en auk þess komið oft hingað til lands í skemmri heimsóknir. En hver er hún? „Mamma átti íslenska móður en pabbi hennar var enskur, Stanley Kiernan,“ segir Anna-Maren. „Hann bjó á Íslandi mestalla ævina, var sendur þangað í seinni heimsstyrjöld og kynntist þá ömmu minni, Maren Níelsdóttur, sem ég heiti eftir. Afi, sem talaði alla tíð íslensku með sterkum hreim, átti súkkulaðiverksmiðju og var þekktur á Íslandi, hann kynnti Íslendingum súkkulaðipáskaegg! Mamma er úr sex barna hópi og alin upp í Reykjavík, hún er arkitekt. Hún er núna sextug, fór 19 ára held ég til Skotlands, alveg peningalaus en fékk strax styrk til náms í arkitektúr við Edinborgarháskóla, grein sem ekki var hægt að læra á Íslandi. Mamma er mjög metn- aðarfull og ákveðin kona! Hún fékk síðan vinnu í London og kynntist þar föður mínum, Philip Ashford sem er skipulagsfræðingur. Þau verja reyndar miklum tíma í Reykjavík vegna þess að þau hafa keypt sér þar íbúð, fara þangað nokkrum sinnum ári. „Dálítil togstreita í mér“ Anna-Maren Ashford er bresk-íslensk og er meðal helstu ráðgjafa Davids Cameron Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is. Anna-Maren Ashford: „Rétt, við beitum ný- stárlegum aðferðum og hönnun en gildin eru skýr. Þetta eru gildi Íhaldsflokksins, þau eru innihaldið í öllu sem við gerum, hverjar sem umbúðirnar eru hverju sinni.“ Plaköt sem Anna-Maren hefur látið hanna. Hér er bent á að Verka- mannaflokkurinn hafi hlaðið upp ríkisskuldum sem lendi síðar á börn- unum. „Nef pabbans, augu mömmunnar, skuldir Gordons Browns.“ David Cameron hafði gegnt embætti leiðtoga breska Íhaldsflokksins í hálft ár þegar hann árið 2006 réð ungan ráðgjafa hjá markaðsfyrirtækinu Rainey Kelly Campbell Roalfe/Y&R, Önnu-Maren Ashford, í nýja stöðu ráðgjafa til að hressa upp á staðnaða ímynd flokksins. Kannanir höfðu sýnt að kjósendur væru ágætlega sáttir við stefnuna en litist illa á sjálfan flokkinn. Ekki var nóg að nýi leiðtoginn væri ungur, fleira þurfti til. Anna-Maren hófst þegar handa, hún lét í samráði við umdæmisfélög flokksins hanna nýtt merki fyrir hann, mynd af eikartré. Gamla merkið var frá tíma Thatcher á níunda áratugnum, kyndill sem tákna átti frelsið. En eikin á að minna á umhverf- isvernd, rætur og hefðir. Anna-Maren hefur unnið mikið að skipulagningu flokksþinga. Fullyrt er í breskum blöðum að hún hafi jafnvel fengið suma staðnaða og rykfallna jakkafata- kalla á þingunum til að hressa upp á útlitið, ganga um með opið í hálsinn. Plakötin hennar þykja beinskeytt og snjöll og hugtök eins og „félagsleg ábyrgð“ og „vel- ferð“ eru ekki lengur einkaeign Verkamannaflokksins. Og Cameron hlýddi ráðum ímyndarsérfræðinganna og sýndi á sér mjúku hliðarnar. Hann hjólar í vinnuna og leggur áherslu á einlægan áhuga sinn á umhverf- ismálum og siðbót í stjórnmálum. Valið á Önnu-Maren vakti verulega athygli fjölmiðla, ekki síst að hún skyldi viðurkenna að hafa áður stutt Verkamannaflokkinn. Ekki hinn dæmigerði, ungi íhaldsmaður. „Það er einhver vægðarlaus kraftur í henni,“ sagði gamall vinnufélagi, James Murphy, og taldi að þessi eiginleiki gæti verið að hluta frá ís- lenskri móður hennar. Brown getur reynt að pakka tillögum sínum í fallegan gjafapappír en í þeim er samt skattasprengja, segir á þessu plakati. Neðst er al- menningur hvattur til að láta Brown ekki komast upp með þetta. Rykið dustað af Íhaldsflokknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.