SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Qupperneq 33
25.október 2009 33 Ég elska Ísland, landið leikur svo stórt hlutverk í mínu lífi og ég hef mikil og góð tengsl við ættingja mína þar. Það er slæmt að ég skuli ekki tala málið al- mennilega en ef ég dveldi á Íslandi í eitt ár myndi ég áreiðanlega ná þessu. Annars reyni ég að æfa mig eftir mætti þegar ég fer í heimsókn til ykkar! Ég ætla að giftast unnusta mínum á næsta ári, hann er Skoti og heitir Jamie McCall. Við fáum íslenskan prest sem heitir Sigurður Arnarson til að gifta okkur.“ Anna-Maren lauk námi í líffræði við Oxfordháskóla en ákvað síðan að halda áfram að vinna við markaðs- og kynningarstörf. „Ég hefði alveg eins getað lært sagnfræði eða lagt stund á listir, hef alltaf litið á sjálfa mig sem opna fyrir öllum greinum, hef viljað skapa en einnig haft áhuga á vísindum og fræðum. Best er að geta unnið með alls konar fólki og gert eitthvað sem mér finnst skipta máli.“ Anna-Maren er minnt á Icesave og annað klúður. Hún er bæði bresk og íslensk. Er stundum togstreita í henni vegna þessara mála? „Það er vissulega dálítil togstreita í mér. Mér finnst gott að fólkið sem lagði peninga inn á Icesave skuli fá endurgreitt en er mjög döpur yfir því að það var nauð- synlegt að gera þetta með þeim hætti sem gert var. Ég hafði auðvitað miklar áhyggjur af Íslandi í hruninu og hugsaði svo mikið til allra þar, hafði áhyggjur af ætt- ingjum mínum. Þetta var allt saman mjög vont.“ „Við skiptum ekki aðeins um leiðtoga“ En hvaða hlutverki gegnir hún hjá Íhaldsflokknum? „Opinberi titillinn er yfirmaður miðlunar á vöru- merkinu og þetta þýðir að ég hef umsjón með allri hönnun. Við skiptum m.a. um flokksmerki en ég stýri líka vali á öllum auglýsingum og kynningu, hvort sem það er mynd eða myndskeið í sjónvarpi, herferð með plakötum eða kynningarátak á netinu. Þetta er mjög víðtækt, ég kem líka að samskiptum við fjölmiðla og í rauninni öllum almannatengslum okkar. Þetta er þess vegna mikilvægt starf og mjög spennandi líka. Við skiptum ekki aðeins um leiðtoga heldur stokkuðum upp flokksstarfið og allt viðmót Íhaldsflokksins og það er frábært að geta komið að þessu sem fagmanneskja. Ótrúlega gefandi og skapandi. Og enn mikilvægara er að það skiptir svo miklu máli fyrir alla þjóðina hvernig okkur tekst upp. Ég er því óskaplega ánægð í vinnunni!“ Hún er spurð hvort hún reyni að fá frambjóðendur og jafnvel gamla flokksþingsfulltrúa til að vera nú- tímalegri í klæðaburði, hrista af sér gamalt íhaldsryk. Anna-Maren hlær dátt og segir það aldrei koma til greina, þannig afskipti yrðu mjög illa séð. Flokkurinn sé með flesta félaga af öllum flokkum Bretlands og þeir séu sjálf undirstaðan. Hún viðurkennir að meðalaldur skráðra flokksfélaga sé hár (hann er rösklega 60 ár) en það sé reyndin í öllum flokkum og auk þess sé ung- liðahreyfingin mjög sterk og virk hjá íhaldsmönnum. Stundum er sagt að spuni og yfirborðskennd aug- lýsingamennska einkenni of mikið nútímastjórn- málin, innihaldið ætti að vera aðalmálið. Leggur Anna-Maren og hennar fólk of mikla áherslu á ímynd- ina? „Ég held að fólk verði að horfa á heildarmyndina. Allt sem við gerum byggist á grunni sem er og mótar sjálft innihaldið. Öll stefnumörkun sem við höfum kynnt síðustu árin byggist á nútímalegri íhaldsstefnu. Við höfum t.d. kynnt mikið af tillögum varðandi um- hverfisvernd. Mitt starf felst í að koma þessum til- lögum og hugmyndum á framfæri og minna um leið fólk á grundvallargildi okkar. En við breyttum mörgu í boðskapnum vegna þess að okkur fannst margt af því gamla gefa kolranga mynd af okkur. Plakötin okkar sýna vel hvað ég á við, þar er undir- strikað hvað við viljum leggja áherslu á og þau eru ólík öllu öðru sem beitt er í stjórnmálum núna. Við erum að hampa nútímahugsun, framleiðni, krafti og sókn til framtíðar af því að þetta er það sem við stöndum fyrir. Þetta er oft einfaldur boðskapur og sagður á manna- máli en grundvallargildi okkar fara ekki milli mála. Rétt, við beitum nýstárlegum aðferðum og hönnun en gildin eru skýr. Þetta eru gildi Íhaldsflokksins, þau eru innihaldið í öllu sem við gerum, hverjar sem umbúð- irnar eru hverju sinni.“ – Sum plakötin minna dálítið á gömul áróðursspjöld frá Stalínstímanum. Voru þau fyrirmynd að stílnum? „Ég held að það sé rétt ábending,“ svarar Anna- Maren. „Það var margt sem hafði áhrif á okkur og við skoðuðum gömul plaköt sósíalista sem voru mjög ein- föld en áhrifamikil. Sum af okkar plakötum end- urspegla þessa nálgun. En við höfum líka skoðað vandlega snjallar og vinsælar myndir á bolum, teikn- arar sem gera þessar myndir eru oft mjög góðir. Einn þeirra heitir Mark Titchner, hann notar mjög bein- skeyttar hugmyndir. Við notum því góðar tjáskipta- hugmyndir af öllu tagi til að miðla okkar eigin boð- skap.“ Guardian áfram eftirlætishelgarblaðið – Foreldrar þínir kusu Verkamannaflokkinn og það gerðir þú líka, eða hvað? „Já, það er rétt, þau kusu alltaf Verkamannaflokk- inn og urðu fyrir sjokki þegar ég snerist. En þau styðja mig dyggilega og eru stolt af því sem ég er að gera, auk þess veit ég að mamma var orðin mjög vonsvikin yfir Verkamannaflokknum. Við sjáum til hvað þau gera. Ég hafði aldrei velt fyrir mér að kjósa Íhaldsflokkinn áður en David Cameron varð leiðtogi. Mér fannst íhaldsmenn ekki höfða neitt til mín áður en hann tók við en ef ég á að vera hreinskilin var ég ekki mjög póli- tísk. Allir stjórnmálamenn fóru í taugarnar á mér þeg- ar ég var yngri! En ég hafði samt sterkar skoðanir á afmörkuðum málefnum, umhverfismálum, mannréttindum og fleiri slíkum. Cameron vakti áhuga minn og í fyrsta sinn fannst mér ég hlusta á stjórnmálamann sem talaði af skynsemi, hefði eitthvað raunverulegt fram að færa. Og varð mjög hissa þegar ég skildi að ég var sammála þeim gildum sem hann ræddi um. Ég snerist því mjög skyndilega.“ – En lest enn vinstrablaðið Guardian eða hvað? „Já, það er enn eftirlætishelgarblaðið mitt! Reyndar er það ekki síst vegna þess að það fjallar svo mikið um ferðalög og ég hef ferðast mikið um heiminn.“ – En hvað með framtíðina, ferðu kannski sjálf út í stjórnmál? „Ég er mjög hrifin af því sem ég er að gera núna og nýt starfsins í botn. En hver veit?“ Allir stjórnmálamenn fóru í taug- arnar á mér þegar ég var yngri! Anna-Maren með for- eldrum sín- um, Philip Ashford og Erlu Kiernan. Hún á tvö yngri systkin, Peter og Christinu. David Cameron og eiginkonan, Samantha Cameron.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.