SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Side 40
Gatan mín
40 25. október 2009
K
ristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Sigurður
Pálsson skáld hafa búið í Mávahlíð undanfarin
22 ár. Þau segja ýmislegt hafa breyst síðan þau
fluttu fyrst í götuna, t.d. séu Hlíðarnar orðnar
meira miðsvæðis en þær voru áður. „Þá var miðborgin
meiri miðborg,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi að
Leikfélag Reykjavíkur hafi verið í Iðnó, Morgunblaðið í
Aðalstrætinu og Ríkisútvarpið við Skúlagötuna. Skömmu
síðar breyttist það og Hlíðarnar þóttu meira miðsvæðis
þegar Kringlan og Borgarleikhúsið voru opnuð, Morg-
unblaðið flutti í Kringluna og RÚV í Efstaleitið.
Aðspurð segja þau gróðurinn vera einn helsta kost göt-
unnar, en hann vakti áhuga þeirra á hverfinu í upphafi, og
að þar skuli vera kaupmaður á horninu, í Sunnubúðinni.
„Svo það að göturnar skuli vera einstefnugötur hefur í för
með sér að hverfið verður miklu rólegra,“ segir Kristín.
„Maður hefur á tilfinningunni að maður sé í smábæ frekar
en í stórborg og að maður sé óhultari. Svo er þetta líka
mjög kosmópólít gata, Mávahlíðin, maður gengur stundum
hér út og hittir Milan Kundera sem býður góðan daginn
upp á frönsku.“ Sigurður útskýrir að Friðrik Rafnsson,
sem þýðir verk Milans Kundera, búi í Mávahlíðinni og séu
þeir miklir vinir. Kundera komi reglulega að heimsækja
Friðrik og ræða þýðingarnar. „Þetta er mjög óvenjulegt því
Milan Kundera er nú ekki á ferli hvar sem er,“ segir Krist-
ín. „Sama hvar hann er í heiminum fer hann huldu höfði
en hér gengur hann frjáls og það er enginn að áreita
hann.“ ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Líkt og í
litlum bæ
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda