SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 41

SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 41
25.október 2009 41 E kki er það sérlega kynferðislega örvandi að horfa og hlusta dag eftir dag á vansvefta og geð- vonda ráðamenn þessarar þjóðar æla yfir okkur pöpulinn eilífum leiðindum um Icesave og önnur skyld mál. Þegar koddahjalið í rúminu heima snýst svo líka nær einvörðungu um peningaáhyggjur og allsherjar yfirvofandi harðindi, þá er ekki að undra þótt fólk nái honum ekki upp. Þetta steindrepur alla rómantík. En þó svo að við komumst með engu móti undan kreppunni er engin ástæða til að láta þennan skratta kæfa allan neista í sál og líkama. Sláum heldur í klárinn og leggjum okkur fram um að fullnægja andlegum og líkamlegum þörfum okkar sem aldrei fyrr. Merkilegt nokk, kreppan býður upp á ýmis tækifæri í þeim efnum. Yfirvinnu- bann, færri vinnutengdar utanlandsferðir og minnkandi starfshlutfall; allt færir þetta okkur aukinn tíma til samveru. Nú er lag að nýta hann til unaðsstunda. Um að gera að fá útrás fyrir eyðslusemi á þeim vettvangi, fyrst það er ekki lengur hægt á öðrum. Ekki spara kossa, knús og kelerí. Það slær klárlega enginn hendinni á móti kossaríkidæmi. Þörf fyrir líkamlega nánd eykst verulega í kreppu og því er full ástæða til að nota hvert tækifæri til að spreða snertingu. Það er bæði hollt og gott fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur. Fyrir þau pör sem hafa verið saman í áraraðir er tilvalið að rifja upp tilhugalífs- taktana, þegar þau áttu ekkert nema hvort annað. Hvernig væri að skella sér á ein- breiðan bedda eða geraða standandi upp við vegg? Gefa skít í allan hallærislegan lúxus og hætta að tengja sæluna við kampavín, jarðarber eða silki. Ofvaxið freyðibað er ekki forsenda þess að njóta, það er miklu skemmtilegra að troða sér saman í lítinn sturtuklefa. Fyrir einhleypa er full ástæða til að njóta þeirrar stað- reyndar að á krepputímum líður fólki ekki ósvipað og á stríðstímum: Allt verður frekar öfgakennt af því að allt er meira og minna á heljarþröm. Þá á fólk það til að verða brjálæðislega ástfangið. Allar til- finningar verða ýktar, líka ástin. Þegar í rúmið er komið hamast fólk eins og eng- inn sé morgundagurinn. Þess vegna er um að gera fyrir hinn einhleypa í kreppunni að nýta sér þetta almenna hungur, þeysa þrútinn af kynorku út á galeiðuna og taka fagnandi því sem á vegi verður. Vissulega losar lostinn okkur ekki við kreppuna en hann dregur úr leiðindum. Og gleymum ekki að efnið sem kynferðisleg fullnæging framkallar í heilanum er gleðiefni. Hver þarf ekki á því að halda á þessum síðustu og verstu? Nú ríður á að safna gleðistund- um. Hættum að hemja okkur og látum tepruskap lönd og leið. Það er svo miklu skemmtilegra. Leyfum greddunni að taka af okkur völd. Tökum jafnvel sveltandi skáld fyrri tíma til fyrirmyndar og ger- umða undir leiði, það skapar netta auka- spennu að komast að því hvort frygð- arhljóð dugi til að vekja upp drauga. Þeir munu allavega skemmta sér þokkalega trúi ég, þótt þeir nái kannski ekki upprisu. Stigið í vænginn Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Leikkonan Pálína Jónsdóttir slær á skynjarana og stjórnar hljóð- myndinni og vídeói. Svo eru einnig strengir undir höndum og niður í mitti og einnig eftir hryggsúlunni. Í leikhúsi er valinn maður í hverju rúmi og auk leikara og leikstjóra eru sérhæfðir tæknimenn sem stýra hljóði og vídeói, sé hið síð- arnefnda til staðar. Það verður hins vegar brugðið út af vananum í leikritinu Völva, eftir Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi, sem sýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Í þessum einleik Pálínu klæðist hún hljóðkjól og stjórnar þar með sjálf hljóði og vídeói. Fatahönnuðirnir Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjóns- dóttir hönnuðu kjólinn en Walid Breidi, sem sérhæfir sig í gagn- virkum innsetningum, hannaði rafmiðilinn sem liggur utan á kjóln- um og er jafnframt hluti af honum. „Í kjólnum eru skynjarar sem virka eins og tölvuhljóðfæri,“ segir Filippía. „Pálína slær á skynj- arana og stjórnar hljóðmyndinni og vídeói. Svo eru einnig strengir undir höndum og niður í mitti og einnig eftir hryggsúlunni. Vírarnir leggjast eins og kónguló yfir bakið á henni.“ Filippía segir að við hönnun kjólsins hafi þær Guðrún báðar notast við aðferðir sem þær þekki vel. „Guðrún beitir afskaplega fallegri aðferð við að hekla sem er algert iðnaðarleyndarmál. Svo kem ég með kindagarnir sem ég hef notað áður. Kjóllinn er því blanda af náttúrulegum efnum og gerviefnum,“ segir hún og bætir við að kjóllinn hafi verið hugsaður sem sjálfstæður sýningargripur á safni. Hann krefst hins vegar töluverðs viðhalds. „Það þarf að vökva kjól- inn, því hann skorpnar saman ef garnirnar þorna. Þegar það er raki í kjólnum vegur hann fimm kíló. Það er gaman að nota þunga bún- inga, þeir eru góð mótstaða fyrir leikarana að vinna með,“ segir Fil- ippía og bætir við að hún hneigist til að setja Pálínu í þunga búninga. Kjóllinn hefur vakið athygli forstöðumanns gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, Kristins R. Þórissonar, og eftir sýninguna 30. október verða haldnar umræður um hann. Í umræðunum, sem ganga undir heitinu Nýjustu listir og vísindi, mun Kristinn ræða um tæknina sem notuð er í kjólnum og hvernig hún er í samanburði við annað sem hann hefur fengist við í háskólasamfélaginu. ylfa@mbl.is Hljóðkjóll sem þarf að vökva Morgunblaðið/Ómar Lostafulla kreppan Vafalaust dettur engum í hug, sem sér heklaðar hálsfestar Elvu Daggar Árnadóttur, að það er minna en ár síðan hún lærði að hekla. Nú heklar hún af miklum krafti og selur festarnar undir nafninu Elva design. Elva er ekki lærður hönnuður en segist aftur á móti hafa hannað eins lengi og hún man eftir sér. „Ég lærði að hekla um áramótin síðustu þegar ég fékk smákennslu hjá mömmu. Svo lærði ég meira á netinu og fór að fikra mig áfram með þetta,“ segir Elva. „Ég hef alltaf verið hrifin af því að vera með annað um hálsinn en venjuleg háls- men.“ Elva bjó í Madríd síðasta vor og segist hafa fengið innblástur úr blómlegu görðunum þar. „Þegar byrjaði að vora komu svo falleg blóm í fallegum litum að ég fékk þessa hugmynd að hekla blómamunstur,“ segir hún. „Eins og gengur verður niðurstaðan oft öðruvísi en maður lagði upp með. Hálsmenin áttu t.d. að vera öðruvísi en svo prufaði maður sig áfram með efnið og sá hvað virkaði og við það urðu til þessi blóm sem ég nota núna í hálsmenin. Það er það skemmti- lega við hönnun, maður byrjar með eina hugmynd og svo þróast hún í gegnum ferlið.“ Hálsmenin eru öll handgerð af henni sjálfri og eru þau seld í Epal. ylfa@mbl.is Módel: Svala Lind. Hár og förðun: Anna Soffía. Ljósmynd/Egill Ibsen Elva Dögg Árnadóttir Blómlegir garðar í Madríd innblástur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.