SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Síða 49
25.október 2009 49
Skák
nýkominn frá miklum sigri í
Kína, hætti við að tefla með Norð-
mönnum en hann mun taka þátt í
minningarmóti um Mikhail Tal
sem hefst í Moskvu í byrjun nóv-
ember. Almennt er álitið að nýr
þjálfari Magnúsar sjálfur Garrí
Kasparov hafi ráðlagt Magnúsi að
hvíla sig fyrir þátttöku í Moskvu.
Sigur Dags fylgir hér á eftir. Í
flókinni og skemmtilegri bar-
áttuskák missir hvítur tök á
stöðunni og Degi tekst með
nokkrum hnitmiðuðum leikjum
að knýja fram sigur. Þegar hvítur
féll á tíma eftir 38 leiki var staða
hans sennilega töpuð.
EM - Novi Sad 2009; 1. um-
ferð: Viktor Laznicka – Dagur
Arngrímsson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3
Bf5 5. Rc3e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6
8. Db3 Db6 9. Rxg6 hxg6 10. Bd2
Rbd7 11. Bd3 Be7 12. O-O g5 13.
g3 Hd8 14. Hf2 Dxb3 15. axb3 a6
16. g4 O-O 17. Bf1 e5 18. h3 exd4
19. exd4 c5 20. He2 Bd6 21. Rxd5
Rxd5 22. cxd5 cxd4 23. Bxg5 f6
24. Bd2 Rc5 25. Ha3 Rd3 26. Ha2
Be5 27. b4 Bd6 28. b5 axb5 29.
He4 Re5 30. Kg2 Hc8 31. b3 Ha8
32. Hxa8 Hxa8 33. Bxb5 Ha2 34.
He2 d3 35. Hf2 Bc5 36. Be3 Ha5
37. Bxc5 Hxb5 38. b4 b6
(Sjá stöðumynd)
- og hvítur féll á tíma.
Hjörvar vann átta skákir í röð
Hjörvar Steinn Grétarsson vann
glæsilegan sigur í Haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í
síðustu viku. Hjörvar hlaut 8
vinninga af 9 mögulegum í A-
riðli og gerði sér lítið fyrir og
vann átta fyrstu skákir sínar en
tapaði í lokaumferðinni fyrir Sig-
urbirni Björnssyni. Hjörvar
hækkar um tæp 40 stig fyrir
frammistöðuna sem er reiknuð
uppá 2587 elo-stig. Lenka
Ptacnikova varð í 2. sæti með 6 ½
vinning en Ingvar Þ. Jóhann-
esson þriðji með 6 vinninga. Sig-
urður Daði Sigfússon varð efstur
TR-inga í 4. – 5. sæti með 5 ½
vinning og hlýtur því nafnbótina
Skákmeistari TR 2009. Í B-riðli
sigraði Patrekur Maron Magn-
ússon en Helgi Brynjarsson og
Frímann Benediktsson komu
næstir. Friðrik Þjálfi Stefánsson
vann C-riðilinn og Örn Leó Jó-
hannesson D-riðilinn.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Wisvanathan Anand um heims-
meistaratitilinn fari fram í Sofía í
Búlgaríu í apríl nk. Nýr forsætis-
ráðherra Búlgaríu, Boyko Bor-
isov, hefur persónulega ábyrgst
verðlaunafé sem nemur 2 millj-
ónum evra.
Íslenska liðið er ágætlega
frambærilegt og fylgja því góðar
óskir. Það vekur þó athygli að
sigurvegararnir frá síðasta
Reykjavíkurmóti þeir Hannes
Hlífar Stefánsson og Héðinn
Steingrímsson eru ekki í liðinu
að þessu sinni. Vegna kostnaðar
virðist Skáksambandið hafa gefið
mótið frá sér en styrkir þó ís-
lensku þátttakendurna að ein-
hverju leyti. Þessi afstaða vekur
ýmsar spurningar. Fyrir liggur
að mótið er ein öflugasta flokka-
keppni sem um getur og ætti að
vera á verkefnaskrá SÍ.
Önnur „ekki-þátttaka“ vekur
mikla athygli. Magnús Carlsen,
Íslendingar töpuðu 1 ½ : 2 ½ fyrir
Tékkum á Evrópumóti landsliða
sem hófst á fimmtudaginn í Novi
Sad í Serbíu. Íslenska liðið sem er
skipað þeim Jóni Viktor Gunn-
arssyni, Degi Arngrímssyni,
Birni Þorfinnssyni og Braga Þor-
finnssyni er nr. 32 í styrk-
leikaröðinni af 38 þátt-
tökuþjóðum.
Það bar helst til tíðinda að
Dagur Arngrímsson vann stór-
meistarann Viktor Laznicka, og
Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli
við Robert Cvek. Jón Viktor tap-
aði hinsvegar fyrir David Navara
og Björn fyrir Vlastimil Babula.
Tékkneska liðið er þrettánda í
styrkleikaröðinni.
Margir af sterkustu skák-
mönnum heims taka þátt í Evr-
ópumótinu t.a.m. Venselin
Topalov sem er stigahæsti skák-
maður heims. Á dögunum var
gengið frá því að einvígi hans við
Dagur vann – en naumt tap fyrir Tékkum
LÁRÉTT
1. Fugl sem er ekki ataður í Norðurdakóta. (6)
3. Áfengi í herbúðum er af fínni sort. (8)
7. Sírena fær fleiri til að flækjast um plöntu. (8)
10. Mér heyrðist aðsjáli Pétur lenda í end-
urskipulagningu. (8)
11. Stutt ferð eftir mal. (7)
13. Mannspartar í borg. (6)
15. Stjórnsöm en full af úrræðum. (6)
16. Þrjú dönsk fá andvara frá heimskustu. (7)
17. Óþekktur kemur um jólin með plöntuna. (7)
18. Sjá fyrirtæki bjóða upp á harpix. (8)
21. Lausri ók einhvern veginn ásamt ketti. (8)
23. Kaup eða kaup í leik? (8)
24. Leikfélagi sem er ekki til samkvæmt máls-
hættinum. (10)
26. Þurrka út innyfli fjöldskyldumeðlimanna. (8)
27. Góðir félagar hvítrar kúlu? (10)
30. Svipaðir stafir finnast stundum á líkama okk-
ar. (7)
32. Kusu hóp ósk með töfra orðum. (10)
33. Klukkan er kurfsleg hjá presti. (7)
34. Efnahagsþrengingar hjá frændum hunda
verða miklar ógöngur. (10)
LÓÐRÉTT
1. Kyn sem Dilli og óþekktur fá sem ljósgjafann.
(10)
2. Ótrúlegur er á mörkum þess að vera falskur.
(5)
4. Vant rómi og tortryggni. (9)
5. Varla þrengst. (7)
6. Slíkur ýr getur orðið ljóðrænn. (8)
8. Bytta las rósina einhvern veginn. (9)
9. Prósenta sem Einar fær fyrir að flækjast í
tungumáli. (9)
12. Halda sýningu á peningum og láta í ljós. (7)
14. Epli bera óbreyttir Rómverjar. (8)
19. Ari með Per M. gubbar yfir tæki. (10)
20. Sá fyrsti fundinn af skapvondum. (8)
22. Fær kaup möglunarlaust en fjarlægir margt í
staðinn. (8)
25. Jósef rak skrímsli í benduna. (8)
28. Sjálf í allegóríu. (3)
29. Málmur fer í hlekkinn (6)
31. Kjarkur Natríum nær að þurrkast upp. (5)
VERÐLAUN eru veitt fyrir rétta lausn kross-
gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með
nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðs-
ins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frest-
ur til að skila úrlausn krossgátu 24. októ-
ber rennur út næsta föstudag. Nafn
vinningshafans birtist laugardaginn 31.
október. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í
vinning. Vinningshafi krossgátunnar 18.
október sl. er Ásdís Viggósdóttir. Hún hlýt-
ur í verðlaun bókina Rán eftir Álfrúnu Gunn-
laugsdóttur. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun