SunnudagsMogginn - 25.10.2009, Page 52
Lesbók
52 25. október 2009
mann jafnvel á asnaeyrum. Stundum þarf maður að
bakka og endurskoða, og ferlið getur verið ófyrir-
sjáanlegt. Annars væri maður að mála eftir núm-
erum.“
Margrét segir að í grunninn sé vinnan sú sama,
hvort sem það er í tónlist, kvikmyndum eða öðrum
skapandi störfum. „Tæknin er þó mismunandi og
formið. Reglurnar geta þó skýrt mismuninn eins og
milli þess að skrifa handrit og skáldsögu. Þar er mun-
urinn afgerandi, því þegar maður skrifar kvikmynda-
handrit er erfitt að koma tilfinningum og hugsunum á
framfæri, meðan það er mjög einfalt í bók. Þá notar
maður önnur tæki. Að skrifa bók er líka einangrað
starf en starf við kvikmyndir og tónlist byggist á hóp-
vinnu – alla vega að einhverju leyti.“
Listhneigðin í blóðinu
Í fjölskyldu Margrétar er listhneigðin áberandi; þar
eru rithöfundar, leikarar og tónlistarmenn, og amma
hennar, Finnborg Örnólfsdóttir, var einhver besti
ljóðalesari sem þjóðin átti. Spurningin er hvort maður
verði sjálfkrafa opinn fyrir því að skrifa við það að
alast upp með bókhneigðu fólki.
„Já, ég hugsa það. Maður gerir sér ekki alltaf grein
fyrir því að hlutir sem manni hafa alla tíð þótt sjálf-
sagðir séu það ekki í annarra augum. En á sama tíma
gæti maður þó verið meðvitaðri um það og jafnvel
hræddari við það. Manneskja sem er alin upp við
mikla bókmenntaumræðu, þar sem margir eru að
skapa og skrifa, gæti ákveðið að hún ætti ekkert erindi
í það sjálf. Allir hinir væru svo góðir. Ég man alveg
eftir þeirri tilfinningu frá því ég var yngri. Ég var 26
ára þegar ég byrjaði að skrifa fyrir sjónvarp, og þá datt
mér ekki í hug að ég gæti verið efni í rithöfund. Það
hefur gerst smátt og smátt. Þegar ég er spurð að því
hvað ég geri lendi ég í flækju. Það tók mig langan tíma
að geta kynnt mig sem tónlistarmann. Og þótt ég
hefði verið að vasast í tónlist frá því ég var unglingur
leit ég ekki á mig sem atvinnumann í tónlist fyrr en
löngu, löngu seinna.
Jú, ég er viss um að það hefur haft mikil áhrif að
alast upp með fólkinu mínu, og það hefur verið frá-
bært að geta sótt í það og fengið hvatningu. Ég hef alla
tíð fengið mikla hvatningu í öllu því skapandi starfi
sem ég hef verið í.“
– En hvernig kynnirðu þig í dag, þegar þú ert líka
orðin rithöfundur?
„Ég er ekki enn farin að geta sagt það án þess að
finnast það hálfasnalegt. Í dag kynni ég mig frekar
sem handritshöfund en tónlistarmann; þannig hefur
það þróast því síðustu árin hefur það starf tekið yfir.“
Ég spyr Margréti að því hvort það sé einkenni á nú-
tímanum að listamenn skorði sig ekki við eina grein,
og reyni sig við fleiri. Hún er með aðra uppástungu.
„Ég held að þetta tengist Íslandi. Ég hef enga vís-
indalega staðfestingu fyrir þessu, en ég held að fólk í
útlöndum sérhæfi sig meira. Kannski kemur þetta til
af þeirri nauðsyn að fólk þurfi að vera með alla anga
úti, og að þá sé betra en ekki að vera fjölhæfur. En það
er rétt, stundum eru mörkin mjög á reiki. Ég held að
það hljóti að vera mest kostur. Það kallar þó á mikinn
sjálfsaga. Mér finnst þetta líka horfa öðruvísi við þegar
maður eldist. Þá fer maður að líta á sköpunina meira
sem alvöru vinnu.“
– Er þetta þá ekki spurning um það hvað maður ætli
að verða þegar maður er orðinn stór?
„Það er ekki þannig lengur að fólk eigi að ákveða á
unga aldri hvað það ætli að verða, nema kannski bara í
samkvæmisleik. Fólk hoppar óhrætt úr einu fagi í
annað gjörólíkt og fer í nám hvenær sem er á lífsleið-
inni. Maður þarf ekki að ákveða þetta; maður verður
eitthvað og svo kannski eitthvað allt annað.“
– Yrkirðu ljóð?
„Nei, það hef ég aldrei gert. Jú, ég orti eitt ljóð þeg-
ar ég var tólf eða þrettán ára. Ég hef aldrei náð sam-
bandi við ljóðlistina af einhverjum ástæðum. Ljóð,
smásögur og stuttmyndir höfða ekki til mín. Ég er
meira fyrir stóru formin, en hef ekki hugmynd um
hvers vegna það er.“
Margrét játar því að hana langi að skrifa meira, og
segist þess fullviss að hún eigi eftir að gera það. „Ja,
nema ég verði púuð svo hrikalega niður fyrir þessa
bók og engin nenni að lesa hana. Ég er með bók í
hausnum núna – aðra barnabók, og þarf að hugsa það
vel hvernig ég kem henni inn í dagskrána hjá mér.
Hún er ekki um Aþenu, sem gæti þó átt það til að
lenda í fleiri æsilegum ævintýrum síðar.“
Þegar ég spyr Margréti hvernig hún vinni kveðst
hún setjast niður um leið og börnin hennar á skóla-
aldri eru farin í skólann. „Mér finnst besti tíminn til
vinnu frá því snemma á morgnana til tvö til þrjú á
daginn. Þá fer hugurinn að leita í annað. Ég reyni að
vinna ekki um kvöld og helgar – nenni því ekki leng-
ur. En þetta er samt bara tíminn sem maður situr við
skriftir. Eðli svona vinnu er það að maður fær aldrei
frið fyrir verkinu, það mallar stöðugt með manni. Ég
vann á auglýsingastofu í þrjú ár og mér fannst það
sérstakt að vera ekki með vinnuna í hausnum þegar
ég fór heim.“
Krónískur undirliggjandi sjúkdómur
Þótt Margrét segist ekki ætla að byrja að skrifa næstu
bók alveg strax, þá er hún nú samt byrjuð á henni.
„Hún er komin í gang og ég hugsa mikið um hana. Ég
er byrjuð á henni, bara ekki byrjuð að skrifa. Ég vil
líka sjá fyrst hvernig Aþena plumar sig. Ég er spennt
og pínu stressuð. Ég er nýgræðingur á bókamark-
aðnum. En ég er auðvitað með margt fleira í gangi; ég
er að skrifa kvikmyndahandrit og sjónvarpsþætti og
er á fullu í því. Ég hætti heldur aldrei í músík. Það er
krónískur undirliggjandi sjúkdómur sem getur bloss-
að upp hvenær sem er.“
H
ún er ekki einhöm; hefur látið til sín taka í
tónlist, tónsmíðum, handritsgerð, kvik-
myndum, leikhúsi og dagskrárgerð fyrir
sjónvarp og útvarp. Margrét Örnólfsdóttir
er skapandi manneskja og þegar vetur herðir tökin á
mannfólkinu sleppir hún takinu á sinni fyrstu skáld-
sögu. Var það ekki bara eðlilegt framhald af því sem á
undan er gengið í hennar listræna lífi?
„Jú, ætli það hafi ekki bara verið eðlilegt. Ég hafði
hugsað um það lengi að mig langaði að skrifa barna-
bók, en aldrei fundið mér næði til þess. Það var í byrj-
un ársins, þegar allt var í biðstöðu, að ég settist niður
og byrjaði, í stað þess að gera ekki neitt. Það gekk svo
vel að ég kláraði bókina.“
Aþena (ekki höfuðborg Grikklands) heitir bókin, og
þar segir frá stelpunni Aþenu sem er ellefu ára, – að
verða tólf. „Aþena er á þeim skemmtilega aldri þegar
krakkar eru að finna sinn stað í tilverunni, eru milli
vita, ekki orðnir unglingar og varla börn lengur. Hún
er líka að leita að sínum stað í fjölskyldumyndinni, því
hún á ekki hefðbundna vísitölufjölskyldu, heldur býr
hjá mömmu sinni og stjúpa og litlum bróður. Það er
líka ýmislegt í fjölskyldusögunni sem er óvenjulegt.
Henni finnst hún pínulítið einangruð og utangátta.“
Svörin við enda leyndardómsins
Sögusviðið er íslenska sumarið, þegar krakkar hafa
tíma og frelsi til þess að lenda í ævintýrum.
„Aþena fær skilaboð frá dularfullri persónu sem
langar að kynnast henni. Það endar með því að hún
fer í mikið leyniferðalag sem fjölskylda hennar má
helst ekki vita af. Þetta hefur afdrifaríkar afleiðingar
fyrir Aþenu og um leið fær hún svör við ýmsum þeim
hlutum sem hún hefur verið að velta fyrir sér.“
– Er þetta sjálfstæðisbarátta?
„Já, ég held að allir krakkar á þessum aldri eigi í
sjálfstæðisbaráttu. Þau byrja reyndar miklu fyrr, um
það bil þegar þau standa á fætur og læra að segja sína
meiningu. Á aldri Aþenu eru börn mjög að berjast fyr-
ir sínu persónulega rými, og mér finnst sá aldur
spennandi. Þau geta svo margt upp á eigin spýtur þótt
hindranirnar séu margar.“
„Já, örugglega,“ segir Margrét, þegar ég spyr hana
hvort hún sæki hugmyndir í sín eigin börn, „en líka í
sjálfa mig sem barn. Mér finnst ekki svo langt síðan ég
var krakki og er sama manneskjan og ég var þá. Þegar
maður skrifar fyrstu persónu sögu eins og þessa verð-
ur maður hálfandsetinn. Þegar maður sest niður fer
maður að verða persónan, hugsa eins og hún og taka
ákvarðanir eins og hún myndi gera.
Ég skrifa beint af augum. Þótt ég hafi almenna hug-
mynd um söguna og hvert ég vilji láta hana fara, þá
skrifar hún sig svolítið sjálf. Það gerist svo margt þeg-
ar maður byrjar að skrifa og skriftirnar leiða mann inn
á óvæntar brautir. Ég held að galdurinn í allri sköpun
sé að leyfa efninu að koma manni á óvart og draga
Margrét Örnólfsdóttir varð lands-
þekkt sem tónlistarmaður. Hún
kynnir sig sem handritshöfund en
er nú líka orðin rithöfundur.
Maður verður
hálfandsetinn
Bókmenntir
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is