SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 8
8 8. nóvember 2009
Vikuspegill
Baldur Arnarson
bladura@mbl.is
Þ
að var í maímánuði 1961 sem John F.
Kennedy flutti innblásna ræðu á Banda-
ríkjaþingi. Land hinna frjálsu og hug-
prúðu skyldi komast á tunglið fyrir lok
áratugarins, á undan erkióvininum, Sovét-
ríkjunum. Geimferðakapphlaupið var hafið.
Sex árum áður hafði ungur kínverskur mennta-
maður, Qian Xuesen, flæmst úr Bandaríkjunum
eftir nornaveiðar öldungadeildarþingmannsins
Josephs McCarthys, náins vinar Kennedy-fjöl-
skyldunnar, sem skömmu síðar féll í ónáð.
Þetta er hér rifjað upp fyrir þá sök að Qian, sem
kvaddi þennan heim í síðustu viku, var faðir kín-
versku geimflaugaáætlunarinnar og einn áhrifa-
mesti menntamaður í Kína á síðari hluta 20. aldar.
Maðurinn sem fylgismenn McCarthys bendluðu
að ósekju við kommúnisma varð, án þess að hafa
stefnt að því, þjóðhetja í Kína Maós. Og ekki er
hetjuljóminn minni í Kína Hu Jintaos, núverandi
forseta, sem boðar veglega minningarathöfn.
Eftirsóttir eiginleikar
Þegar Qian hóf nám við hinn virta Tækniháskóla í
Massachusetts (MIT) árið 1934, þá 23 ára, fór af
stað atburðarás í Evrópu sem gerði menn með
hans atgervi eftirsótta af herjum stórveldanna.
Þýskaland nasismans lagði allt kapp á að þróa
eldflaugar þar sem annar afburðasnjall ungur
maður, Wernher von Braun, gegndi lykilhlut-
verki, líkt og hann átti að gera síðar við þróun
geimferðaáætlunar Bandaríkjanna (sjá ramma).
Og ekki minnkaði þörfin fyrir slík heilabú þegar
kjarnorkusprengjan, sem Qian kom að því að þróa
í Manhattan-verkefninu bandaríska, skapaði nýtt
ógnarjafnvægi í köldu stríði þar sem langdrægar
flaugar rændu óttasleginn almenning svefni.
Að loknu meistaranámi í Massachusetts flutti
Qian sig vestur á bóginn og hóf nám við Tæknihá-
skólann í Kaliforníu (Caltech), þar sem leiðbein-
andi hans, vísindamaðurinn Theodore von Karm-
an, hafði á orði að þar færi afburða stærðfræðingur
sem hefði til að bera „óumdeilda snilligáfu“.
Á árunum sem Qian gat sér nafns var ekki búið
að stofna Geimvísindastofnun Bandaríkjanna
(NASA). Rannsóknir hans voru því í þágu hersins
sem naut góðs af framlagi hans til þeirrar tækni að
nota eldflaugar í flugtaki flugvéla, í rannsóknum
sem Karman fór fyrir. Þetta var við rannsókna-
setur Caltech í Kaliforníu, þar sem Qian og félagar
hans stofnuðu miðstöð í þotuhreyfilsrannsóknum.
Miðstöðin, sem í daglegu tali er nefnd Jet Pro-
pulsion Laboratory, rann inn í NASA þegar stofn-
unin varð til í forsetatíð Eisenhowers 1958.
Vissi of mikið
Þremur árum áður fór Qian til Kína, eftir fimm ára
stofufangelsi. Hann þótti búa yfir mikilvægum
upplýsingum og því ekki talið óhætt að reka hann
strax úr landi. Sagan segir að heim kominn hafi
Qian leitað hefndar gegn þjóðinni sem sveik hann.
Dan A. Kimball, næstráðandi í bandaríska sjó-
hernum þegar Qian fór heim, komst svo að orði:
„Þetta var það heimskulegasta sem þessi þjóð
hefur gert. Hann var ekki kommúnisti frekar en
ég og við neyddum hann til að fara.“
Qian var rúmfastur undir það síðasta. Hann
kom aldrei aftur til Bandaríkjanna.
Eldhuginn sem
leitaði hefndar
Fórnarlamb McCarthy-ismans
kom Kínverjum í geiminn
Kominn heim. Qian og Maó formaður á góðri stundu.
Réttsælis frá vinstri: Hitler
kunni að meta von Braun. Kín-
verskt áróðursspjald veg-
samar geimáætlunina. Qian.
John F. Kennedy. Geimferja
NASA flutt með flugi. Úr einni
af tungllendingum NASA.
„Á að kenna vísindamönnum um stríð? Einstein? Hann leitaði svara
við grundvallarspurningum og formúla hans [E=MC2] var notuð til að
smíða kjarnorkusprengju,“ spurði Wernher von Braun í grein í tíma-
ritinu New Yorker 1955, árið sem Einstein dó.
Þessi orð eru rifjuð upp í inngangi bókarinnar Dark Side of the Mo-
on, sem fræðimaðurinn Wayne Bittle, kennari í skapandi skrifum við
Johns Hopkins-háskóla, skrifaði og gaf út fyrr í ár. Spurningin er
Bittle hugleikin en líkt og svo mörg fróðleiksfús börn í Bandaríkj-
unum hlýddi hann á rödd sögumannsins von Braun í Disney-myndum
um geiminn á miðjum sjötta áratugnum.
Að sögn Bittle skiptast menn í tvo hópa, gagnrýnendur og aðdá-
endur, þegar von Braun er annars vegar. Þjóðverjar hafi fyrir tíu árum
hætt við að halda upp á 50 ára afmæli fyrsta vel heppnaða skotsins
á V2-eldflauginni alræmdu, sem síðar var notuð til árása á Lundúnir
þegar stríðið var tapað. Von Braun átti stóran þátt í þróun flaugar-
innar, sem talið er að hafi kostað þúsundir mannslífa, en hún var
smíðuð að hluta í þrælabúðunum Dora, þar sem talið er að 20.000
manns hafi ýmist dáið úr vosbúð og harðræði eða verið líflátnir af
böðlum Þriðja ríkisins. Gagnrýnendur fullyrða að von Braun hafi vit-
að af búðunum, en málsvörn hans er að hann hafi engu ráðið um þær.
Bandaríkjastjórn kaus að strika yfir þessa fortíð snillingsins, enda
naut hún góðs af mikilvægu framlagi hans til hönnunar á Saturn V-
flauginni sem kom Apollo-geimferju tunglfaranna á áfangastað.
Ekki sama Jón og Eldflauga-Jón
Von Braun var áður í SS-sveitunum. Hér er hann
á ferð með Heinrich Himmler.
Sneri heim
Eftir að von Braun og upp-
gjafafélagar hans í liði nas-
ista voru teknir höndum af
bandamönnum í stríðslok yfir-
heyrði Qian hann um eld-
flaugaáætlun Þriðja ríkisins.
Áratug síðar sneri Qian nauð-
ugur viljugur heim til Kína, á
sama tíma og frægð þýska
eldflaugafræðingsins jókst ár
frá ári vestanhafs. Nálgast
má sýnishorn úr bókinni um
ævi von Braun á netinu.
Qian er jafnan talinn einn áhrifa-
mesti, ef ekki áhrifamesti, braut-
ryðjandi í þróun kínverskra eld-
flauga- og geimrannsókna.
Hann leiddi þannig þróun kín-
verska hersins á langdrægum
flaugum, ásamt því að leggja mik-
ilvæga hönd á plóginn við þróun
eftirlits- og veðurathugunarhnatta
á braut um jörðu. Hann fylgdist
svo stoltur með því frá sjúkrabeði
þegar Yang Liwei fór fyrstur Kín-
verja út í geiminn, þegar hann fór
14 hringi í kringum jörðina á spor-
baug í Shenzhou V-geimfari. Kaldhæðnislegt er að geimfarið
skuli kennt við sama tölustaf og Saturn V-eldflaugarnar sem
urðu til að auka á orðstír von Braun fjórum áratugum áður.
Qian hafði mikil áhrif á mótun kínverska stjórnkerfisins,
meðal annars með því að koma því á að liðsforingjar sem
fóru fyrir deildum innan kínverska hersins skyldu hafa meist-
ara- eða doktorspróf frá háskóla. Vestur í Bandaríkjunum
kom hann að þróun geimflaugarinnar X-20 Dyna-Soar, for-
vera geimferjunnar Space Shuttle sem enn er í notkun.
Lykilmaður í Kína
Geimfarinn
Yang Liwei