SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Qupperneq 18
18 8. nóvember 2009 Svo liggur leiðin til Ghent í Belgíu, þar sem Ásdís verður með gjörning í kvikmyndahúsi – „krassar“ kvikmyndahús eins og hún gerði í Róm á dögunum.“ Heimurinn krufinn Það liggja bækur á víð og dreif um vinnustofuna, eftir helstu menningarvita heimsbyggðarinnar, á borð við Dylan Thomas og Truman Capote. Og samræðurnar eru í þeim anda. „Það er mjög góður vinnustaðamórall!“ segir Ragnar. „Svo hafa Sigurður [Magnús Finnsson] og Þorlákur [Einarsson] unnið með okkur, þeir eru miklir pælarar, og það er búið að kryfja heiminn oft þessa mánuði,“ segir Ragnar. Og hann hefur engar áhyggjur af neikvæðri gagnrýni á The End. „Hver og einn skilur verkið sínum skiln- ingi. Það finnst mér skemmtilegt. Í augum Dantes gon- dólaræðara er þetta málari með lítið ímyndunarafl. Og gömlu feneysku konurnar, sem eru brjálaðar yfir subbuskapnum, sögðu setningu sem mér finnst gaman að heyra: „Kallið þið þetta list?“ Skrýtnastur fannst mér gaurinn sem grét yfir málverkunum. Ég starði bara á hann opinmynntur. Hann sagðist vera svona hrifnæmur!“ – Saknarðu einhvers í þessari einangrun? „Já, maður saknar kreppunnar á Íslandi,“ segir hann og hlær, en verður svo alvarlegri í bragði. „Ég sakna Íslands, þannig er ég alltaf í útlöndum, ég get ekkert að því gert. Ég sakna andrúmsloftsins þar. Það er svo gaman að vera listamaður í Reykjavík, borg sem er morandi af skapandi fólki. Munurinn er mikill á því og að búa hér innan um pítsur, pasta og grímubúðir. Þó að Feneyjar séu óneitanlega fallegri, þá eru þær ekki eins inspírerandi.“ Endalokin eiga vel við um staðsetningu sýning- arinnar, vatnið í Grand Canale sleikir hellurnar á stétt- inni við vinnustofuna og tvisvar hefur flætt yfir gólfið. „Þá mætum við í stígvélum, stöndum í vatninu, málarinn og módelið,“ segir Ragnar. „Ef þetta væri at- riði í bíómynd, jafnvel eftir Tarkovsky, þá væri það of tilgerðarlegt. En þannig eru Feneyjar, allt snýst um vatnið sem er alltumlykjandi og þess vegna magna ég það upp með hljóðverki.“ Flissar sig í gegnum alvarleikann Ótal þræðir úr listalífi heimsins eru samofnir í Fen- eyjum mánuðina sem tvíæringurinn stendur yfir og gerjunin er mikil. „Við fáum heimsóknir frá lista- mönnum hvaðanæva úr heiminum,“ segir Ragnar. „Þegar flæddi inn á vinnustofuna, þá var Florian [Reit- ner] úr austurríska listahópnum Gelatin í óðaönn að bjarga verkunum – það var ótrúlega sætt.“ – En hversu mörg eru málverkin orðin? „Af einhverjum ástæðum veit ég það ekki,“ segir Ragnar og yppir öxlum. „Ég forðast að vita það.“ – Ekki eitt á dag? „Næstum því. Það dettur einn og einn dagur út, ef maður gleymir sér í einu málverki.“ – Og eitt meistaraverk á viku hef ég heyrt … „Það er kvótinn,“ svarar hann brosandi. „Einn af fastagestunum, Gianni Sirch, ítalskur listfræðingur og prófessor í arkitektaskóla hérna, heldur því fram og vill að ég máli meistaraverk á hverjum degi! Það er því farið að myndast svolítið gengi hérna í Feneyjum, Gi- anni, Dante og svo Giovanni, sem rekur veitingastað í götunni sem við förum gjarnan á.“ Og listamennirnir við kanalinn renna saman við mannlífið í Feneyjum smám saman. „Maður gerir sig heimakominn og lífið fer að ganga sinn vanagang. Páll þoldi ekki Søren Kierkegaard, en hefur öðlast skilning á honum í gegnum endurtekninguna – þannig er fyrir okkur komið. Við förum til dæmis á sömu veitinga- staðina, annars vegar til Giovannis og hins vegar á Paradiso, sem er ódýr og skemmtilegur. Og eigandinn er algjör nagli, Rúnar Marvins þeirra Feneyinga. Ég sá hann sigla hérna framhjá á bát um daginn með sígar- ettu í kjaftinum, aðra hönd á mótornum og djass- grúppa spilaði um borð.“ – Svo var kvikmyndahátíð í sumar! „Við vorum rosalega spenntir,“ segir Ragnar. „Við héldum að það hlyti einhver frægur að líta við hjá okk- ur, en sá frægasti sem rak inn nefið var maður sem kynnti sig og sagðist vera formaður fuglaskoð- unarfélags þeirra Ítala – ekki var það beysnara en það. En skemmtilegt samt. Það var hins vegar magnað að „Þá mætum við í stígvélum, stönd- um í vatninu, málarinn og mód- elið. Ef þetta væri atriði í bíómynd, jafnvel eftir Tarkovsky, þá væri það of tilgerðarlegt. En þannig eru Feneyjar, allt snýst um vatnið sem er alltumlykjandi...“ MoMA kaupir Endalokin Nútímalistasafnið MoMA í New York hefur fest kaup á The End, myndbandsverki úr Klettafjöllunum, sem er hluti af Endalokasýningu Ragnars Kjartanssonar. Einnig er nútíma- listasafnið í Dallas á meðal kaupenda. Myndbandsverkið er selt í fimm eintökum. Samkvæmt heimildum fer hvert þeirra á tæpar 10 milljónir, en til sam- anburðar má geta þess að Listasafn Íslands hefur um 15 milljónir á ári til listaverkakaupa. Auk þess mun höfundurinn eiga tvö eintök af verkinu. Og er það þegar uppselt, að sögn Barkar Arnarsonar hjá galleríinu i8. Ekki er afráðið hvort málverkin verða öll seld í einu lagi, þó að Ragnar hallist að því, en einnig hefur verið rætt um að selja hverja mynd fyrir sig eða mánuð fyrir mánuð. En ljóst er að afurð gjörningsins verður sýnd í Hafnarborg um miðjan jan- úar og geta Íslendingar séð þar öll málverkin á einum stað. MoMA á fyrir verk eftir fjóra íslenska listamenn, Steinu Va- sulka, Jóhönnu Boga, Elías Hjörleifsson og Ólaf Elíasson. Kunn er sagan af því þegar forstjórar MoMA vildu kaupa Fjalla- mjólk Kjarvals árið 1961, sem þá var í einkaeigu Ragnars í Smára. Þeir buðu offjár fyrir verkið og sögðu að aðeins Munch hefði gert jafnáhrifamikið verk á Norðurlöndum. En Ragnar vildi ekki selja og var verkið síðar hluti af gjöf hans til Lista- safns ASÍ. Hann skýrði ákvörðun sína þannig í bréfi, að Ís- lendingar ættu að huga vel að andlegum uppsprettulindum sínum, ekki síður bestu verkum listamanna, en fossum, gufu- hverum og fiskimiðum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.