SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 22
22 8. nóvember 2009
kannski verstur af þeim öllum.
Gunnar Eyjólfsson er yndislegur maður. Hann
sagði við mig: „Ég get ekkert hjálpað þér, þetta er
allt í hausnum á þér. Þetta er andlegt.“ Með ár-
unum hef ég náð nokkuð góðu valdi á staminu þótt
það hái mér einstaka sinnum. Ekki er langt síðan
ég var í boði og var að reyna að segja til nafns.
Maðurinn sem ég stóð frammi fyrir sneri sér við og
sagði við viðstadda: „Er eitthvað að honum?“ Ég
varð svo reiður að ég þreif í öxlina á honum og
hvæsti: „Það er allt í lagi með mig. Ég heiti Karl.“
Alltaf að gera betur
Þú hefur starfað erlendis og unnið með heims-
þekktum fyrirsætum eins og Kate Moss og Naomi
Campbell. Hvernig náðirðu svona langt?
„Það var fyrst og fremst metnaður og þrautseigja
og svo auðvitað hæfileikar. Þegar ég lít til baka
hugsa ég að ég hafi kannski haft meiri metnað en
aðrir til að sanna mig og standa mig vel því mér
fannst ég alltaf vera öðruvísi en fólk er flest. Þess
vegna festist í mér þessi tilfinning að ekkert sem ég
gerði væri nógu gott, ég þyrfti alltaf að gera aðeins
betur. Þar liggur kannski grunnurinn að miklum
baráttuvilja og metnaði. Nú er ég hinsvegar stadd-
ur á þeim stað í lífinu að ég er sáttur við sjálfan mig
og tilveru mína og þar af leiðandi í meira og betra
jafnvægi. Það er nauðsynlegt að segja stundum við
sjálfan sig: Þú ert búinn að standa þig vel. Ég finn
að það léttir mér róðurinn að hugsa þannig. Maður
verður að vera í endalausri baráttu við að vera
sjálfum sér trúr.
kannski segja að ég hafi upplifað mig sem klofinn
persónuleika því ég lék mér með barbídúkkur um
leið og ég heillaðist líka af öllu sem tengdist veiði-
mennsku og byssum. Ég var veiðimaður í húð og
hár og er það enn og fór oft á veiðar með pabba.
Ég hef alltaf verið heillaður af öllu sem tengist
kvenfólki. Ég er fæddur karlmaður og er mjög viss í
minni karlmennsku. Ég hefði aldrei viljað fæðast
kona svo það sé nú á hreinu!“
Var erfitt fyrir þig á sínum tíma að viðurkenna
kynhneigð þína?
„Já, mjög erfitt. En það er ákaflega einkennilegt
að árið 2009 sé enn verið að tala um samkynhneigð
nánast eins og furðulegt fyrirbæri. Ég þoli ekki
þetta sífellda hommatal. Maður kemur á manna-
mót og fólk vill endilega fara að ræða við mann um
kynhneigð manns. Mér finnst það argasti dóna-
skapur og afar þreytandi satt að segja. Hvað þá
þegar grínistar falla í þá gryfju að finna ekkert á
mann annað en kynhneigðina. Það finnst mér ódýr
húmor. Það þykir óeðlilegt að ræða við gagnkyn-
hneigt fólk um kynhneigð þess og það sama ætti að
eiga við um samkynhneigða.
Kynhneigð mín hefur aldrei aftrað mér í lífinu.
Það hefur stamið hins vegar gert. Ég kom varla upp
orði sem krakki og þá virtist fátt fjarlægara en að
ég ætti eftir að koma fram í sjónvarpi og vera í við-
tölum. Ég gat ekki einu sinni sagt hvað ég hét. Nafn
mitt var frosið í heilanum á mér. Stamið var erfiður
böggull að bera. Skítt með kynhneigðina.
Ég byrjaði fjórtán ára hjá talkennara, yndislegri
konu, sem kenndi mér mikið. Allir í fjölskyldu
minni töluðu hratt og mikið en þarna var ég látinn
tala rólega. Seinna fór ég á námskeið hjá Gunnari
Eyjólfssyni. Þangað mættu fimmtán aðrir stam-
arar. Við þurftum að standa upp og kynna okkur
með nafni. Öllum stömurum finnst erfitt að segja
hvað þeir heita og það fannst þessum líka. Þegar ég
heyrði þetta fólk tala varð ég yfir mig hneykslaður
á því að eiga að tilheyra þeirra hópi. Þegar kom að
því að ég kynnti mig stóð ég upp og sagði hátt og
skýrt. „Karl Berndsen heiti ég og það er ekkert að
mér.“ Ég var að koma því rækilega til skila að ég
ætti ekkert sameiginlegt með þeim. En ég var
K
arl hefur verið búsettur í London síð-
ustu tólf ár og hefur starfað um allan
heim við list sína og unnið með stór-
stjörnum. Hann á enn heimili í London
en flutti til Íslands seint á síðasta ári og stofnaði þá
hárgreiðslustofuna og make up stúdíóið Beauty
barinn.
„Ég flutti heim þremur dögum fyrir kreppu og
opnaði Beauty barinn. Ég ætlaði að vera með í góð-
ærispartíinu en því var lokið þegar ég mætti á
svæðið,“ segir Karl. Spurður um vinsældir Nýs út-
lits segir hann: „Ég er mjög þakklátur fyrir þær
viðtökur sem þátturinn hefur fengið. En það fylgir
því mikil ábyrgð þegar fólk hlustar á mann og tek-
ur mark á manni. Ábyrgðartilfinning mín vex
stöðugt og verður sterkari vegna þess að ég sé
miklar breytingar á manneskjum sem koma til mín
í þáttinn. Þetta eru konur sem hafa oftast ekki haft
löngun eða áhuga til að hugsa um sig og hafa oft
verið uppteknar við að þjóna og hjálpa öðrum.
Kona, sem maður ímyndaði sér að væri búin að
leggja sjálfa sig til hliðar til að sinna öðrum, lifnar
svo við og það kemur glampi í augun á henni þegar
hún sér sjálfa sig í spegli eftir að ég hef gefið henni
nýtt útlit. Þetta finnst mér afar gefandi og ábyrgð
mín eykst við hverja áskorun. Ég er líka þannig
gerður að ég vil sífellt vera að ögra sjálfum mér.“
Skiptir útlit miklu máli?
„Útlit skiptir ekki öllu máli en það er mikilvægt
að við gerum eitthvað fyrir litlu manneskjuna sem
er þarna inni í sálarkirnunni. Þetta er eins og
vökvun á blómum. Kaktusinn lifir reyndar allt af
en af hverju ekki að gefa honum smánæringu og
dúlla við hann? Um leið og manneskjan finnur
neista innra með sér líður henni betur sem per-
sónu. Ég hjálpa til við að tendra þennan neista.“
Þoli ekki hommatal
Varstu strax sem barn listrænn og hrifinn af
fötum og tísku?
„Ég hafði gríðarlega mikið ímyndunarfl sem
barn og það hefur ekkert minnkað eftir að ég varð
fullorðinn. Heilinn er sífellt að störfum. Hugs-
anlega hafði ég of mikla sýniþörf í æsku. Það má
Viðtalið
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Viss í
minni karl-
mennsku
Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förð-
unarmeistari, hefur slegið rækilega í
gegn með þáttum sínum Nýtt útlit á Skjá
einum þar sem hann miðlar þekkingu
sinni, breytir útliti einstaklinga til hins
betra og gefur þeim ráðleggingar.
Eftir fjórtán ára flakk um heiminn vil
ég eignast heimili og gjarnan elskhuga.
Ég á reyndar heimili en ekki elskhuga.
Ég myndi glaður eyða ævinni með ein-
hverjum sem myndi kveikja lostann í
mér á hverjum morgni. Ég er bara ekki
viss um að þannig samband sé til.