SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Síða 24
24 8. nóvember 2009
H
átíðarsalur Háskóla Íslands
var nánast fullsetinn sl.
þriðjudag, þegar dr. Sigrún
Ólafsdóttir, lektor í fé-
lagsfræði við Bostonháskóla, og dr. Jón
Gunnar Bernburg, dósent í félagsfræði við
Háskóla Íslands, kynntu niðurstöður al-
þjóðlegrar rannsóknar á fordómum gagn-
vart geðrænum vandamálum á ráðstefnu
á vegum Hugarafls.
Aðsóknin ein sýnir þann áhuga, sem er
á þessum málaflokki. Á undanförnum
áratug hafa orðið til nokkur grasrót-
arsamtök, sem vinna að málefnum geð-
sjúkra. Hugarafl er eitt þeirra. Það var því
við hæfi, að Herdís Benediktsdóttir, einn
af félagsmönnum í Hugarafli, sem hefur
komið fram sem einörð baráttukona fyrir
umbótum í málefnum geðsjúkra, setti
ráðstefnuna. Nokkrir aðrir félagsmenn í
Hugarafli fluttu örsögur úr heimi þeirra,
sem eiga við geðraskanir að stríða, sem
samtökin hafa safnað saman og halda
áfram að safna saman. Þær sögur eiga
heima í bók, sem mundi stuðla að því að
draga úr fordómum, ef tekið er mið af
þeim sögum, sem þarna voru sagðar. Frá-
sögn dr. Steindórs J. Erlingssonar vís-
indasagnfræðings af geðfræðsluverkefni
Hugarafls í efri bekkjum grunnskóla og
fyrstu bekkjum framhaldsskóla vakti sér-
staka athygli og augljóst, að þar er um að
ræða mikilvæga fræðslustarfsemi meðal
barna og unglinga, sem líkleg er til að
draga stórlega úr fordómum gagnvart
geðsjúkum, þegar tímar líða. Stjórnvöld
ættu að stuðla að því, að þessi þáttur í
starfi Hugarafls verði aukinn verulega.
Meginniðurstaðan í rannsóknum Sig-
rúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bern-
burg er sú, að við Íslendingar stöndum
nokkuð vel, þegar kemur að alþjóðlegum
samanburði á fordómum í garð geðsjúkra
en eftir sem áður eru fordómar hér veru-
legir. Í umræðum á ráðstefnu Hugarafls
kom reyndar fram sú skoðun, að þeir
kynnu að vera meiri hér en rannsóknin
gæfi til kynna. Ástæðan væri sú, að Ís-
lendingar vissu, að það væri ekki við hæfi,
að sýna fordóma á þessu sviði og svöruðu
spurningum í samræmi við það. Einn af
þeim, sem bentu á þetta, var Árni Páll
Árnason félagsmálaráðherra.
Í könnun þeirra Sigrúnar og Jóns
Gunnars kemur m.a. fram, að þriðjungur
landsmanna telur, að fólk með þunglynd-
iseinkenni eigi ekki að gegna opinberum
embættum, og tæpur helmingur að hið
sama eigi við um fólk með einkenni
geðklofa. Til marks um það á hvers
konar sandi þessi afstaða er byggð
er ástæða til að benda á bók, sem
út kom í Bretlandi fyrir rúmum
tveimur áratugum eftir breska sálfræð-
inginn Anthony Storr en bókin heitir
Churchill’s Black dog, Kafka’s mice and
other Phenomena of the Human Mind. Í
bók þessari fjallar höfundur m.a. um ævi-
langa baráttu Winstons Churchills við
þunglyndi og færir rök að því, að einungis
sá, sem kynnzt hafi þeirri botnlausu ör-
væntingu, sem fylgi djúpu þunglyndi,
hefði getað látið sér til hugar koma, þegar
verst gekk í heimsstyrjöldinni síðari, að
hægt væri að vinna sigur á Þjóðverjum.
Annað dæmi um stjórnmálaleiðtoga,
sem risið hefur jafn hátt í sögunni og
Churchill en átti við þunglyndi að stríða,
er Abraham Lincoln. Í sögu okkar sam-
tíma er norski stjórnmálamaðurinn Kjell
Magne Bondevik, sem var forsætisráð-
herra Noregs á árunum 1997-2000 og
2001-2005, skýrasta dæmið um mann,
sem átti við alvarlegt þunglyndi að stríða
en gat engu að síður stjórnað landi. Það er
frændum okkar Norðmönnum til ævar-
andi sóma, að Kjell Magne Bondevik fór í
leyfi frá störfum sem forsætisráðherra á
meðan hann barðist við þunglyndi sitt og
kom svo aftur og naut stuðnings þjóð-
arinnar til þess. Hefðum við Íslendingar
brugðizt við á sama hátt? Því miður verð
ég að viðurkenna, að ég er ekki viss um
það, og byggi þá skoðun á dæmi úr síðari
tíma sögu okkar, þótt ekki verði farið
nánar út í það hér.
Þegar horft er til síðustu hálfrar aldar er
ég ekki í vafa um, að dregið hefur úr for-
dómum á Íslandi í garð fólks með geð-
raskanir. Því fer hins vegar fjarri að við-
unandi árangur hafi náðst. Það kom skýrt
fram í frásögn Jónu Rutar Guðmunds-
dóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði
Reykjavíkurborgar, af Straumhvarfa-
verkefninu, sem snýst um búsetuúrræði
fyrir fólk með geðraskanir. Hún hefur
staðið frammi fyrir þessari spurningu:
Hefur þú leyfi til að flytja þetta fólk í ná-
grenni við okkur? Það kom líka fram hjá
Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni á geð-
deild Landspítalans, sem benti á, að
vinnumarkaðurinn væri óvinsamlegur
fólki með geðraskanir. Rannsókn þeirra
Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars
Bernburg getur lagt grundvöll að nýjum
átökum á þessu sviði. Hið sama á við um
rannsókn, sem Margrét Eiríksdóttir geð-
hjúkrunarfræðingur kynnti á fundi í Geð-
hjálp í fyrrakvöld, fimmtudagskvöld, en í
umræðum um hana kom m.a. fram, að
kvikmyndir ýti undir þá tilfinningu fólks,
að tengsl séu á milli geðsjúkdóma og þá
sérstaklega geðklofa (er ekki hægt að
finna betra orð yfir þann sjúkdóm?) og
ofbeldis. Héðinn Unnsteinsson, sérfræð-
ingur í heilbrigðisráðuneyti, sem hefur
barizt markvisst fyrir umbótum í þágu
fólks með geðraskanir, benti réttilega á,
að æskilegt væri að fá meiri samanburð
við aðrar Norðurlandaþjóðir og tók Sig-
rún Ólafsdóttir undir það.
Baráttan gegn fordómum í garð geð-
sjúkra verður að halda áfram. Sigur í
þeirri baráttu er ein af forsendunum fyrir
því, að þeir, sem verða fyrir áföllum
vegna þessara sjúkdóma, nái bata. Við
getum ekki sætt okkur við það, að fólk
vilji ekki láta sjá sig meðal annars fólks
vegna sjúkdóms eða að aðstandendur
skammist sín fyrir sína nánustu vegna
sjúkdóms þeirra.
Um fordóma og hinn svarta hund Churchills …
Af innlendum
vettvangi…
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
U
ppi varð fótur og fit á dagblaðinu Il Messag-
gero í Rómaborg 8. nóvember 1973 þegar
umslag sem innihélt hárlokk og hægra eyra
af manneskju skreið inn um lúguna. Þegar
betur var að gáð kom í ljós að hárið og eyrað heyrðu til
ungum manni, John Paul Getty III, sem rænt hafði verið
í Róm 10. júlí sama ár.
Í bréfi sem fylgdi eyranu og hárlokknum stóð: „Þetta
er eyrað á Paul. Fáum við ekki lausnargjald greitt innan
tíu daga sendum við ykkur hitt eyrað. Hann mun með
öðrum orðum koma í litlum bútum.“
Skömmu eftir að hinum sextán ára gamla Getty var
rænt barst fjölskyldu hans orðsending frá mannræningj-
unum þar sem þeir fóru fram á sautján milljón banda-
ríkjadala lausnargjald. Fjölskyldan skellti skollaeyrum
við beiðninni enda grunaði hana í fyrstu að drengurinn,
sem þótti ódæll, væri með þessum hætti að reyna að
svíkja fé út úr afa sínum, olíubaróninum J. Paul Getty.
Hermt er að afinn hafi verið tregur að borga vegna þess
að þá yrði hinum barnabörnum hans fjórtán einnig rænt
og lausnargjalds krafist.
J. Paul Getty lét son sinn endurgreiða sér lausn-
argjaldið á 4% vöxtum. Fátt virðist hafa verið með þeim
feðgum því sá eldri skrifaði son sinn að mestu út úr
erfðaskránni áður en hann lést árið 1976. J. Paul Getty
yngri dró sig í hlé frá olíubransanum og gerðist mann-
vinur og bókasafnari í Bretlandi, þar sem hann var síðar
aðlaður. Hann lést árið 2003.
John Paul Getty III hefur átt erfitt uppdráttar eftir
þessa miklu lífsreynslu. Hann ánetjaðist áfengi og lyfjum
og árið 1981 tók hann of stóran skammt af lyfseð-
ilsskyldum lyfjum með þeim afleiðingum að hann lam-
aðist fyrir lífstíð og missti hér um bil sjónina. Hann er
enn á lífi, búsettur á Írlandi.
Getty III gekk að eiga ljósmyndarann og kvikmynda-
gerðarkonuna Giselu Zacher og á með henni tvö börn.
Annað þeirra er kvikmyndaleikarinn Balthazar Getty,
sem fæddist árið 1975. Hann er þekktastur fyrir leik sinn
í sjónvarpsseríunum Alias og Bræður og systur og fyrir
það að vera ástmaður leikkonunnar Siennu Miller.
Getty III og Zacher skildu.
orri@mbl.is
Fengu
eyra sent
í pósti
Á þessum degi
8. nóvember 1973
John Paul Getty III skömmu eftir að hann var leystur úr prísundinni. Balthazar Getty
J. Paul Getty, yngri
Skömmu síðar sendu mannræningjarnir frá sér aðra
lausnargjaldsorðsendingu en hún barst fjölskyldunni
aldrei vegna póstverkfalls á Ítalíu. Orðsendingin sem
ritstjórn Il Messaggero fékk í hendur var sú þriðja í röð-
inni og nú var lausnargjaldið komið niður í 3,2 milljónir
bandaríkjadala.
Nú grátbáðu foreldrar Gettys III, J. Paul Getty yngri,
sem um þær mundir var forstjóri Ítalíudeildar fjöl-
skyldufyrirtækisins, og sundknattleiksdrottningin Gail
Harris, sem voru skilin, gamla manninn um að endur-
skoða afstöðu sína. Hann lét sig hafa það og tókst meira
að segja að gera mannræningjunum gagntilboð sem þeir
tóku, 2,8 milljónir bandaríkjadala.
Hlekkjaður við staur í helli
Rúmum mánuði síðar fannst John Paul Getty III á lífi á
Suður-Ítalíu. Honum hafði verið haldið í helli, þar sem
hann var hlekkjaður við staur.
Mannræningjarnir náðust aldrei en talið er að þeir hafi
tengst einum skæðustu glæpasamtökum Ítalíu, Ndrang-
heta.
J. Paul Getty
John Paul Getty III