SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 33

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 33
8. nóvember 2009 33 byrjað að anda í kafi. Búrinu er ekki snúið við fyrr en menn hafa náð valdi á aðstæðum og eru orðnir algjörlega rólegir. Önnur veltan er erfiðari. Þá halda menn á súrefnisstykkinu og þurfa að setja það upp í sig þegar þeir eru komnir á hvolf í vatnið. „Það er hægara sagt en gert enda þarf að tæma lungað áður en maður getur byrjað að anda eðlilega,“ segir Björn. Þriðja veltan er erfiðust. Þá eru menn með súrefnisstykkið í vasanum og þurfa að finna það áður en þeir setja það upp í sig og byrja að anda. „Þetta er mjög óþægilegt enda fyllist nef- ið strax af vatni. Það er líka erfiðara að anda með þessm litla kút þegar maður er á hvolfi en við venjulega köfun,“ segir Björn. Þrír kafarar eru tiltækir í lauginni fari eitt- hvað úrskeiðis. Björn segir ekki óalgengt að menn þurfi aðstoð, einkum í fyrstu atrennu. „Það er mjög óþægileg tilfinning enda er ekki hægt að stóla á kafara við raunverulegar að- stæður.“ Gera ekkert í sjö sekúndur Þegar menn eru lausir úr búrinu tekur þyrlu- hermirinn við. Þar eru þrepin líka þrjú. Byrjað er á því að dýfa herminum ofan í vatnið án þess að hvolfa honum. Björn segir að byrji þyrla að sökkva eftir nauðlendingu hafi áhafnir skýr fyrirmæli um að setja aðra hönd á hurð eða glugga og hina á beltissylgjuna. Síðan eiga menn að bíða aðgerðalausir í sjö sekúndur eða meðan þyrlan fyllist af vatni. Að því búnu losa þeir höndina af beltinu, finna súrefn- isstykkið, stinga því upp í sig og byrja að anda. Súrefnið í stykkinu dugar í fimmtán sekúndur til tvær mínútur eftir því hvað menn anda ört. Það er því brýnt að vera í góðri þjálfun og halda ró sinni. Á leiðinni upp mega menn ekki gleyma að anda frá sér, annars er hætta á að loftbólur komist í blóðið og leiði til kafaraveiki. Þessi æfing er endurtekin fyrir þá sem ekki ná að klára hana í fyrstu tilraun. Eins og skyrtur í þvottavél Annað þrep æfingarinnar felst í því að hvolfa þyrlunni í 180 gráður í vatnið en miklar líkur eru á því að þyrlum hvolfi lendi þær í sjó, þar sem þyngdarpunkturinn er hár. „Þá förum við eins að nema hvað þetta er miklu erfiðara þar sem þyrlan er á hvolfi. Það er ótrúlegt hvað maður getur ruglast við það. Veit hvorki hvað snýr upp né niður og einföldustu hlutir verða fáránlega flóknir,“ segir Björn. Þriðja þrepið er keimlíkt öðru þrepinu nema hvað herminum er hvolft í myrkri. Björn segir menn ekki skylduga til að ljúka þeirri æfingu en Gæslumenn hafi gert það að þessu sinni. Einnig er boðið upp á aukaæfingu, þar sem hluti áhafnarmeðlima stendur aftur í herm- inum, en sú staða getur hæglega komið upp. „Þetta er mjög erfið æfing. Þar sem menn eru ekki bundnir kastast þeir til eins og skyrtur í þvottavél þegar herminum er hvolft í vatnið,“ segir Björn. Klári menn æfinguna skammlaust eru þeir leystir út með sérstöku viðurkenningarskjali. Spurður hvað gerist standist menn ekki prófið verður fátt um svör hjá Birni enda hefur sú staða ekki ennþá komið upp innan Gæslunnar. „Það hefur enginn fallið ennþá og vonandi kemur ekki til þess.“ Sigurður Ásgeirsson flugstjóri kominn á hvolf í búrinu góða. Áríðandi er að halda ró sinni. Björn Brekkan Björnsson brýst út úr þyrluherminum. Einföldustu hlutir verða flóknir á hvolfi. Kafarar hvolfa Þórarni Inga Ingasyni í laugina. Þyrluhermirinn hjá fyrirtækinu Falck Nutec í Aberdeen er sannarlega mikil völundarsmíð. Gæslumenn fá leiðbeiningar fyrir æfinguna. „Þetta er mjög erfið æfing. Þar sem menn eru ekki bundnir kast- ast þeir til eins og skyrtur í þvottavél þegar herminum er hvolft í vatnið.“ Sóknarfæri | Atvinnusköpun | Skapandi greinar | Erlent samstarf | Tengslanet verkefnasýning NPP Á sýningunni verða þau fjölbreyttu verkefni sem Ísland tekur þátt í innan Norðurslóðaáætlunar kynnt. Verkefnin eru m.a. á sviðum viðbragða við loftslagsbreytingum, menningartengdrar ferðaþjónustu, heilsugæslu, fiskeldis, verslunar, veiða, handverks, viðbragða við stórslysum, almenningssamgangna, nýtingu trjáviðar, endurnýjanlegra orkugjafa, öldrunarþjónustu, vegagerðar og skapandi greina. Norðurslóðaáætlun 2007-2013 er ein af svæðaáætlunum Evrópusambandsins og meginmarkmið hennar er að efla atvinnu-, efnahags-, umhverfis- og félagslega framþróun svæða og landa á norðurslóðum með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Kynning á tækifærum, áherslum og árangri Norðurslóðaáætlunar Ráðhús Reykjavíkur 10. nóvember kl. 12:00 - 18:00 11. nóvember kl. 10:00 - 18:00 Sýningin er öllum opin Fjölbreytt samstarfsverkefni Norðurslóðaáætlunar 2007-2013

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.