SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 40

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Side 40
40 8. nóvember 2009 Þ að er kannski sérkennilegt að hafa aðallega áhuga á tónlist og matargerð! Tónlistin er alltaf einhvers staðar innan í manni en matargerðin er líka mikil skemmtun. Mér finnst óskaplega gaman að elda og sérstaklega með öðrum,“ segir Sverrir Páll Erlendsson, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri og áhuga- maður um mat. Ekkert toppar það – ef góð tónlist er leikin á meðan, segir hann. Lengi býr að fyrstu gerð „Ég á dálítið mikið af matreiðslubókum, margar eru fallegar en ég fer ekki oft eftir þeim. Fæ hugmyndir en finnst ég ekki þurfa að fara eftir uppskriftunum. Mér hefur hins vegar alla tíð þótt ég þurfa að fara eftir uppskriftum þegar ég baka, nema pönnukökur. Ég hef oft reynt að gera þær eftir uppskrift en það hefur æv- inlega mistekist!“ Hann segir músík og matargerð fara Ilmurinn er indæll! Sverrir Páll og ferðafélagar hans stoppuðu til að forvitnast í bænum Gilroy í Kaliforníu þegar góður hvítlauksilmur tók allt í einu við af kúamykjulyktinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Maðurinn sem bjó til hvítlauksísinn! Sverrir Páll Erlendsson er mikill áhugamaður um matargerð. Voðalegt að enn séu til karlar sem eru ósjálfbjarga í eldhúsi, segir hann. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is vel saman enda hvort tveggja list, þótt sumir átti sig ekki á því. „Ég á góða vin- konu sem hváði þegar ég lýsti því yfir, einhvern tíma þegar ég var að elda í veislu, hve gaman ég hefði af þessu. Henni hefði aldri dottið í hug að það væri gaman, hún hefði alltaf eldað heima hjá sér af því hún þurfti að gera það.“ Sverrir Páll telur það afskaplega hollt ungum börnum, ekki síst drengjum, að fá að fylgjast með því sem gert er í eldhúsi. „Ég fékk að hjálpa til við að elda og baka hjá mömmu minni og ömmu heima á Siglufirði, og þannig verður maður sjálf- bjarga. Mér finnst voðalegt nú þegar komið er á 21. öldina að enn séu til karl- menn sem eru ósjálfbjarga í eldhúsi; geta varla soðið vatn.“ Sverrir Páll miðlar ekki nemendum MA einungis kunnáttu sinni í íslenskum fræðum því á þemadögum – Ratatoski – býður hann gjarnan upp á sýnikennslu um mat; fjallar um krydd eða grænmæti Matur Flokkið allan þvott. Dökkur og svartur þvottur sér. Ljós og hvítur þvottur sér. Það sem fer í suðu er t.d. handklæði, viskustykki og borðtuskur ásamt hvítum bómullarbolum og nærbuxum (ljósum). Suða er 90°C. Notið lítið þvottaefni, það getur valdið kláða og einnig er það sóun og mengun ef það er notað í of miklu magni. Mýk- ingarefni notið þið ekki í handklæði, tuskur og viskustykki og ekki í ung- barnaföt. Ekki er gott að þurrka sér með hand- klæði sem mýkingarefni hefur verið sett í. Gott er að nota þvottaefni fyrir svartan þvott eða þvottaefni fyrir litaðan þvott í dökkan og svartan fatnað, því stundum kemur það fyrir að það eru eins og hvítar rákir eða flekkir í þvottinum. (Það er þvottaefni sem ekki hefur skolast nógu vel úr.) Næst tölum við um þvotta- vélina sjálfa. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans. Þvottur í þvottavél Húsráð Margrétar Drykkur vikunnar Bláber og súraldin Akureyrska útgáfan; Mojito með aðalbláberjum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson V eitingamenn á Strikinu á Akureyri tóku upp á því í haust að bjóða eigin útfærslu á kúb- verska kokteilnum vinsæla Mojito með að- albláberjum. Vildu breyta til og þótti kjörið að blanda nýtíndum berjum við hina hefðbundnu upp- skrift. Drykkurinn hefur slegið í gegn að sögn, hvort sem er áfengur – þar sem ljóst romm er notað skv. venju – eða óáfengur. Í hefðbundnum Mojito er ljóst romm, hrásykur, lime (súraldin), sódavatn og minta. Í upprunalegu upp- skriftinni ku reyndar hafa verið notað yerba buena, en sú planta er bragðminni en venjuleg minta. Mojito er afar svalandi drykkur og vinsæll fyrir mat. Blaðamaður smakkaði bláberjaútgáfuna óáfenga og var ekki svikinn; mintan og limebragðið fór vel saman við himnesk aðalbláberin. Þegar gerður er hefðbundinn Mojito er lime, sykur og mintulauf fyrst sett í glas og kramin varlega, til þess að laufin tætist ekki um of. Rommi er síðan bætt við og glasið fyllt með sódavatni. Í akureyrsku útgáf- unni er hins vegar öllu skellt í blandara og hrært sam- an. Mojito er einn vinsælasti kokteillinn á Kúbu. Sagnir hafa verið af því að upphaf drykkjarins megi rekja allt til 16. aldar en þarlendir halda því nú fram að það hafi ekki verið fyrr en undir lok 19. aldar sem Mojito varð til og vinsæll varð hann ekki fyrr en um 1930. Mojito mun hafa verið uppáhaldsdrykkur Ernest Hemingways og barinn Bodeguita, þar sem skáldið sat gjarnan, er nú vinsæll viðkomustaður túrista í Havana. Mojito með aðalbláberjum

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.