SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Síða 49

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Síða 49
8. nóvember 2009 49 Jólatilboð ! Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 100% hreinn gæsadúnn • Astma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60°C Dúnsokkar Kr. 6.900,- Hitajöfnunarsæng 140x200 cm Kr. 29.900,- – Oft er stutt í fantasíuna. Þú hefur skemmt þér á þeim slóðum? „Já. Hún hefur reyndar alltaf höfðað til mín. Mér hefur yfirleitt þótt stutt í fant- asíu í daglegri tilveru. Fyrir mér er þetta sjálfsprottið. Ákveðnir hversdagslegir at- burðir geta kveikt þessa hluti hjá mér. Svo finnst mér áhugavert að blanda saman raunsæi og fantasíu, en það er eitt- hvað sem gerist sjálfkrafa. Það er eitthvað í minni persónugerð mundi ég halda. Þannig skrifast sögurnar meira og minna. Mér þykir gaman að blanda saman raunsæi og fantasíu innan sömu sögunnar. Ég hef alltaf í huga það sem Ray Brad- bury sagði, að öll raunveruleg fantasía verði að hafa góða jarðtengingu.“ – Stundum fæ ég á tilfinninguna að þeg- ar fjallað er um verkin þín vilji umræðan stoppa við stílinn. Menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Ertu sammála því? „Já, það fer oft í taugarnar á mér. Mér finnst ekki hægt að aðskilja stíl og efni. Fullyrðing Fransmannsins: Stíllinn, það er maðurinn, hún gildir. Stíll er ekkert af- markað fyrirbæri hjá neinum höfundi, hann endurspeglar alltaf manninn sjálfan og það sem hann er að fást við. Ég held að menn misskilji þetta fyrirbæri oft mjög mikið, og að þetta orð, stíll, sé misnotað. Oft nota menn þetta sem smækkunarend- ingu á höfunda. Ég er ekki eini höfund- urinn sem hefur lent í því. Svo ég taki krítík sem staðnæmist við slíkt, þá finnst mér það oft bera vott um töluverða and- lega leti þegar menn reyna að afgreiða hlutina með svo einföldum hætti.“ – En það hefur loðað við þinn feril. „Já – og ég er ekki mjög sáttur við það. Þessi stílistastimpill getur fælt fólk frá verkum höfunda; hann hefur oft verið tengdur við eitthvað torrætt eða óað- gengilegt.“ Alls ekki virkjunarsinni Nokkuð „heyrist“ af tónlist í þessum nýju bókum Gyrðis, og kemur ekki á óvart þegar fjölbreytilegt safn geisladiska á heimili hans er skoðað. Þá er hann líka mikill áhugamaður um kvikmyndir. „Jú, ég hef mikinn áhuga á hvoru tveggja. Auðvitað hlýtur þetta að síast einhvern veginn inn. Allar listir eru svo náskyldar. Ég held það sé eins með rithöf- und og aðra listamenn, hann verður að kynna sér aðrar listgreinar og þær geta all- ar haft ákveðið gildi fyrir skrif hans, með beinum og óbeinum hætti. Ég hlusta oft á tónlist þegar ég skrifa, yfirleitt reyndar tónlist sem ekki truflar mig! En þess utan hlusta ég á hitt og þetta.“ Gyrðir segist hlusta á klassík, djass … „og blús fyrir tilkomu rafmagns. Ég er það gamaldags. Menn eins og Mississippi John Hurt og Skip James. En það er í músík eins og öðru, verið er að skipta henni hart upp í ýmsa flokka, en allt rennur þetta í raun saman í gagnkvæmum áhrifum. Kvikmyndir eru líka óvefengjanlegur áhrifavaldur á ritlist á 20. öld. Maður sér það á verkum höfunda á því tímaskeiði síðan kvikmyndin kom fram. Rithöfundar þurfa samt svolítið að gæta sín hvernig þeir nýta kvikmyndir í verkum sínum. Svo má líka líta á hitt, að þótt kvikmyndir hafi haft áhrif á bókmenntir, þá hafa bók- menntir haft gríðarleg áhrif á kvikmyndir. Og kvikmyndalistin er sprottin upp úr hinum listunum í grunninn. Þetta er á báða bóga. Skil milli myndlistar, ritlistar og tónlistar eru ekki jafnmikil og sumir vilja vera láta.“ – Þú stígur iðulega inn í heima kvik- myndaleikstjóra og horfir á heildarverkið, hverja myndina á eftir annarri. „Hvort sem það er rithöfundur, kvik- myndaleikstjóri eða tónskáld, þá finnst mér alltaf mjög gott að kynna mér mann- inn og verk hans í botn. Kannski er það vegna þess að ég las einhvern tímann það sem Sigurður Nordal sagði í Einlyndi og marglyndi, að það væri miklu gagnlegra að kynna sér einn mann og verk hans til hlítar heldur en að þeysa á hundavaði yfir verk fjölda annarra. Ég er sammála þessu að mörgu leyti.“ – Nú eru þessar tvær nýju bækur komnar í verslanir, ertu ekki búinn að tæma skúffurnar og tölvan tóm? „Jú, að vissu leyti. Ég er samt alltaf eitt- hvað að krota í minnisbækur, huga að ein- hverju framhaldi, það er ekki hægt að neita því. Aðeins er samt farið að safnast í lónið – þótt ég sé alls ekki virkjunarsinni.“ Morgunblaðið/Einar Falur Allar listir eru svo ná- skyldar. Ég held það sé eins með rithöfund og aðra listamenn, hann verður að kynna sér aðr- ar listgreinar og þær geta allar haft ákveðið gildi fyrir skrif hans, með beinum og óbeinum hætti. „Mér þykir gaman að blanda saman raunsæi og fantasíu innan sömu sögunnar,“ segir Gyrðir.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.