SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 08.11.2009, Blaðsíða 53
8. nóvember 2009 53 Ö nnur bókin í þríleik Jóns Kal- mans, Harmur englanna, tekur við þar sem Himnaríki og helvíti endar. Sögusvið, tími og persónur eru á kunnuglegum nótum og „strákurinn“ er áfram sögumaður. Landpósturinn Jens kemur til sögu, nautsterkur og hugaður, ímynd sannrar karlmennsku. Hann ber við- kvæma ást í brjósti, hann er sjóhræddur en óttast ekki manndrápsbyl á heiðum. Þögull og bældur neyðist Jens til að dragnast með strákinn, síspyrjandi bókaorm sem sér sýnir og getur aldrei þagað, þegar hann vildi helst vera einn að berjast á móti storminum og hugsa í friði. Strákurinn hefur kynnst því að til er betra líf en það sem hann lifði áður, það eru til bækur, vinarþel og vitrænar samræður, hann þráir að „Komast burt frá fiskinum,volkinu, heyskapnum, stöðugu og eyðandi erfiði hversdagsins, stöðugum nún- ingnum sem nuddar fólk í sundur fyrir aldur fram, tekur blikið úr augunum, hitann úr snertingunni (205). Tveir ólíkir menn takast á við hamslaus náttúruöflin og reyna að skilja lífið, feigðin er alltaf yfirvofandi og spennan listilega fléttuð inn í söguna frá upphafi. Þeir félagar eru á ferðinni í fimb- ulköldum aprílmánuði á „Vetrarströnd“, þeir brjótast milli bæja við illan leik, eru oft næstum orðnir úti, og skila af sér pósti til fólks sem hefur ekki séð til mannaferða í margar vikur. Kotin verða minni og hrör- legri eftir því sem norðar dregur, fátæktin og eymdin vex, fólkið er vinnulúið, von- dauft og svangt. Samt eru víðast til bækur enda skáldskapur eina andspyrnan sem mark er á takandi (51). Harmur englanna snýst ekki síst um orðin og skáldskapinn og hlutverk hans. Höfundur liggur ekki á skoð- un sinni: „Hvaða gagn er annars af skáld- skap nema það búi í honum magn til að breyta örlögunum?“ (24). Harmur englanna er í senn ljóðræn, heimspekileg og pólitísk skáldsaga. Hún lýsir lífi forfeðra okkar, baráttu þeirra upp á líf og dauða, í samfélagi sem einkennist af stéttaskiptingu, misrétti og ómann- eskjulegum aðstæðum. Brugðið er upp átak- anlegum svipmyndum af lífi almúgafólks á Íslandi fyrir hundrað árum og ádeilan er beitt: „… það er stutt í auðmýkt almúga- mannsins í okkur flestum. Auðsveipnin virðist inngróin í þjóðina, eins og þrálátur sjúkdómur, dúrar einstaka sinnum niður en tekur sig alltaf upp aftur, og þá gjarnan and- spænis auðmagni, þungum húsgögnum, sterkum og ósvífnum valdhöfum. Við erum hetjur við eldhúsborðið, auðsveip í stórum sölum“ (50-51). Stíllinn er seiðandi, mynd- rænn, ískaldur og tær. Víða eru falleg orð um ástina og lífið, svefninn og hamingjuna, og meitlaðar setningar minna á ljóðlínur: Kvöldið er dökknandi, augu geta verið full af drukknuðum mönnum og hestar hugsa margt, þeir standa næst heimspekingum af öllum dýrum. Í öllum snjónum má sjá för eftir ferðasögur, annála og söguþætti, af- reks- og harmsögur; unnið er úr margs konar efnivið og útkoman er magnaður skáldskapur. Snjór er englatár, harmur englanna, segja Indjánar (36); hér er endalaus snjór, myrk- ur, kuldi og vosbúð á hverri blaðsíðu, það ríkir sorg og dauði en líka fegurð svo maður reynir að treina sér lesturinn, spara við sig til að bókin verði ekki búin alltof fljótt. Eru það herskarar engla sem tala svo ákaft til lesandans í skáletrinu um ljósið, augu sem eru eins og regndropar og hráka djöfulsins? Þriðju og síðustu bókarinnar verður beðið með óþreyju, Harmur englanna er himnesk lesning. Skáldsaga Harmur englanna bbbbb Harmur englanna Bjartur 2009, 316 bls. Steinunn Inga Óttarsdóttir „Það ríkir sorg og dauði en líka fegurð svo maður reynir að treina sér lesturinn, spara við sig,“ segir í umfjöllun um Harm Eglanna eftir Jón Kalman Stefánsson Himneskt MetsölulistarEymundsson 1. Svörtuloft - Arnaldur Indriðason 2. Karlsvagninn - Kristín Marja Baldursdóttir 3. Snorri - Ævisaga - Óskar Guðmundsson 4. Ástandsbarnið - Camilla Läckberg 5. Enn er morgunn - Böðvar Guðmundsson 6. Hyldýpi - Stefán Máni 7. Í Kvosinni - Flosi Ólafsson 8. Skrímsli í heimsókn - Áslaug Jónsdóttir 9. Harmur Englanna - Jón Kal- man Stefánsson 10. Auður - Vilborg Davíðsdóttir Waterstone’s 1. The Lost Symbol (rafbók) - D. Brown 2. New Moon - Stephenie Meyer 3. Eclipse - Stephenie Meyer 4. Jamie’s America - J. Oliver 5. Twilight - Stephenie Meyer 6. Lost Symbol - Dan Brown 7. The Time Traveler’s Wife - Audrey Niffenegger 8. The Girl Who Played with Fire - Stieg Larsson 9. Heart and Soul - Maeve Binchy 10. A Most Wanted Man - John Le Carre New York Times 1. The Lost Symbol - Dan Brown 2. The Scarpetta Factor - Pat- ricia Cornwell 3. Pursuit of Honor - Vince Flynn 4. Nine Dragons - Michael Connelly 5. The Help - K. Stockett 6. Heat Wave - Richard Castle 7. Wolf Hall - Hilary Mantel 8. Southern Lights - Danielle Steel 9. Half Broke Horses - Jeann- ette Walls 10. The Last Song - Nicholas Sparks E instöku sinnum verð ég svolítið leiður á því sem samþykkt er að séu bókmenntir. Síðast þegar það gerðist þá las ég Stephen King, samlede værker, í þó nokkurn tíma. Svo komst ég náttúrulega að því fyrir rest að margt af því sem hann hefur skrifað er listrænna og flott- ara en margt af því sem ég hafði flokkað undir þessar alvöru bókmenntir. Síðustu vikur hef ég verið upptekinn við að leika á sviði og hef þess vegna tekið svolítið sama pól í hæðina, flúið heimsbókmenntirnar. Ég hef verið að lesa það sem kallað er rusl. En reyndar, nýjustu bækurnar eftir John Connolly um einkaspæjarann Charlie Parker eru myrkar sögur um hyldýpi mannsandans, per- sónusköpunin einstaklega ríkuleg og ég mæli með öllu eftir þennan höfund. Í leiðinni tók ég fyrstu tvær bækurnar í seríunni sem John Twelve Hawks skrifar á svolítið manískum og ofsóknarbrjál- æðislegum nótum. Sú bók sem ég lauk við síðast er svo að mínu viti mikið snilldarverk og heitir The Graveyard Book og er eftir Neil Gaiman. Svo spillir ekki að Dave McKean myndskreytir. Bókin fjallar um dreng sem sleppur frá morðingja sem drepur alla fjölskyldu hans, þvælist út og endar í kirkju- garði þar sem draugar ala hann upp. Þessi bók fékk John Newberry verðlaunin fyrir bestu barnabók í bandarískum bókmenntum. Þarna er súrrealískur og kolsvartur húmor sem fer um alla kima barns- hugans og gælir við huga manns sem hefur við og við þörf fyrir að taka svolítinn krók fram hjá því sem er kallað bókmenntir. Þegar ég les leita ég að hugmyndaflugi sem tekur mann með sér í þessari eilífu leit að því sem er himinninn í hjartanu og hyldýpið í sálinni. Svona eins og sum ljóðskáld ná að gera í örfáum orðum. Það finnur maður meðal annars í gullaskrínum þeirra sem skrifa reyfara eða draugalegar barna- bækur. Stundum eru reyndar örfá orð og litlar setningar í hverri bók sem maður les einmitt það sem setur saman bókina sem maður býr til alveg óvart í hjartanu. Þessari sem maður sem leitar, les af lyngi og í hverju augnabliki og er hugsanlega það eina sem hann tekur með sér þegar hann deyr. Og þá skiptir flokkunin engu máli. Lesarinn Sigurður Ingólfsson, skáld og framhaldsskólakennari Himinninn í hjartanu, hyldýpið í sálinni Sigurðir þykir margt af því sem Stephen King skrifar vera bæði listrænt og flott. METSÖLULIST I Bókabúð Máls & menningar 1. Hjartsláttur Höf. Hjálmar Jónsson 2. Svörtuloft Höf. Arnaldur Indriðason 3. Snorri - Ævisaga 1179-1241 Höf. Óskar Guðmundsson 4. Auður Höf. Hildur Davíðsdóttir 5. Ástandsbarnið Höf. Camilla Läckberg 6. Hlýjar hendur, vettlingauppskriftir Höf. Ágústa Þóra Jónsdóttir 7. Harmur englanna Höf. Jón Kalman Stefánsson 8. Reyndu aftur, Ævisaga Magnúsar Eiríks Höf. Tómas Hermannsson 9. Í kvosinni - Æskuminningar Höf. Flosi Ólafsson 10. Lubbi finnur málbein Höf. Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.