Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 6
brýna nauðsyn bar til í stórum gripum. En er Baoh tók að saimræma hljóma og laglínur, Iþ. e. Ihóf miUiraddirnar til söngræns gildis log jók fjölbreytni tóntegundanna, með því að blanda saman smástígum - (krómatískum) og misstígum (díatónislkum) tónstigum, og lærði að tempra stillingu bljóð- færisins þannig að hægt var að leika ihreint á það í öl'lum tóntegundum, tuttugu og fjórum, var ný fingrasetning og meiri notkun þumalfingursins en áður tíðkaðist, orðin óhjá- kvæmileg. Sumir halda því fram, að Couperin hafi í riti sínu „L'art de toucher le Clavecin", (Listin að leika á klavíkord), sem út kom árið 1716, örðið fyrri til en Bach að kenna þessa nýju fingrasetningu. En við því er það að segja, að Baoh var þá kominn yfir þrítugt, er bók Couperins birtist, og hafði þegar um Jangt skeið notað fingrasetningu siína, enda er 'hún mjög frábrugðin þeirri, sem Oouperin notaði, — þótt báð- um sé þumalfingurinn tamari en almennt tíðkaðist. Ekki þarf annað en að 'bera saman fingrasetningu Bachs, eins og C. Ph. Emanudl lýsir ihenni, og leiðbeiningar Couperins á því sviði, til þess að komast að raun um að með 'hinni fyrri má auðveldlega ná tökum á erfiðustu fjölrödduðum tónsmíð- um, og leika þær hreint, en með hinni síðari má hvergi komast, nema þá lí verkum Couperins sjál'fs, og það þó naum- lega. Bach þekkti þó tónsmíðar Couperins vel og mat þær mikils, sem og önnur verk franskra höfunda frá þeim tíma. Af þeim mátti læra snotur og fáguð leikbrögð. Þó fennst hon- um þau vera of tilgerðarleg með öllu því flúri, sem umlék næstum hvern tón. Homum þótti þau einnig skorta andríki. Frjálsar og áþvingaðar fingraihreyfingar, fagur ásláttur, greinileg og ákveðin samtenging tónanna, Ihaganleg fingra- setning, jöfn þjáffun ibeggja handa, og ldks fádæma f jölbreytni í gerð laglínanna í öllum venkum BaChs, — allt þetta stuðl- aði að kikni hans, og mér Hggur við að segja alveldi hans yfir hljóðfærinu í öllum tóntegundum, svo að Ihonum virt- ust allir vegir ifærir. Sagt er að honum hafi a!ldrei fipast, hvort sem hann lék upp úr sér eða tónverk sín, þar sem allir fingur eru sívifkir og það á óvenjuilegan og nýjan hátt. — Auk þess var leik- og lestrartækni hans á annarra tónsmíðar svo aðdáunarverð (þær voru að vísu mun léttari en hans 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.